Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 21
Þáttur af Friðriki VII her sinn frá Holsteini heim til Sjálands þar sem hann gat á ný deilt kjör- um við vitringa. Vinir hans og aðdáendur sögðu hann fríðan sem Bald- ur og mælskan sem Braga. Hann gekk að eiga Karlottu Friðriku prins- essu af Mikluborg, sem var sannlega ein fögur frú og unni manni sínum mikið en leiddist langar fjarverur hans í herbúðum. Er Kristján Frið- riksson kom heim frá Holsteini var Karlotta Friðrika barni aukin. Á tilskildum tíma fæddi hún sveinbarn er hlaut nöfnin Friðrik Karl Krist- ján. Kristján unni lítt sveininum Friðriki og ekki var svipmót með þeim og gjörðist nú næsta kalt með þeim Kristjáni og Karlottu Friðriku og lét hann svo um mælt að hún hefði haft í seli. Ekki veit ég hver rök eru fyrir þeim áburði, en víst er að Kristján Friðrik sagði skilið við Karlottu Frið- riku er sveinninn var veturgamall. Friðrik Karl Kristján, síðar Friðrik VII, var síðastur einvaldskonung- ur í Danmörku. Hann var svo mikill friðmaður að af honum er naumast nokkur saga. Hann var sagður vitgrannur og eru margar sögur sagðar af honum því til sönnunar, en það er þó hald mitt er þetta rita, að hann hafi verið svo mjög vitrari flestum mönnum að fáir einir hafi kunnað að meta hann að verðleikum. Það mun þó vera satt að ýmis hans uppátæki mega tæplega teljast konungleg. Hann var í heiminn borinn í Amalíu- borg einni nóttu eftir Plasídusarmessu á sama misseri og andaðist afa- bróðir hans Kristján konungur VII, sem hafði þá lengi verið ær. Þegar foreldrar hans slitu samvistum var hann settur í ýmis fóstur og hafði hann í frumbernsku lítið af föður sínum að segja og móður sína sá hann nær aldrei síðan. Er hann óx úr grasi gengu til margir lærðir meistarar að kenna honum ýmis fræði. Þá var mikil áhersla lögð á vit og lærdóm einvaldskonunga, og skyldu þeir vera í hvívetna forsjá sinna þegna og töldu margir menntað einveldi fullkomnast stjórnarfyrirkomulag en aðrir drógu í efa. Og það hafa einnig margir dregið í efa að unnt hafi verið að gera þvílíka kröfu til allra Aldinborgarkonunga. Mjög illa gekk að kenna Friðriki reikning og tungumál og ólíkt föður sínum náðu fagr- ar íþróttir og vísindi ekki að vekja áhuga hans. Ein var þó sú grein fag- urra fræða sem hreif Friðrik Kristjánsson, hann var mjög forvitinn um öll forneskjuvísindi og þótti það mesta unun að rjúfa fornmannahauga og tröllastofur. Víða má enn sjá í Danmörku gröft hans og hagabrot. Seint gekk að kenna Friðriki Kristjánssyni kristileg vísindi og var hann fyrst tekinn fyrir gafl er hann var seytján vetra og hálfs. Samtímis var opinberuð trúlofun hans og Vilhelmínu, yngstu dóttur Friðriks VI. Voru þau þremenningar í karllegg, en almáttugur Guð má nú einn vita hvort Kristján VIII var sonur Friðriks Friðrikssonar eða Friðriks af Blýkeri og hvort Friðrik VII var sonur Kristjáns VIII. Og ekki sæmir TMM 2006 • 1 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.