Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 84

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 84
Menningarvettvangurinn Þegar þetta hefti kemur til áskrifenda verður væntanlega búið að opna nýtt svið Þjóðleikhússins, Kassann, og frumsýna Pétur Gaut eftir Ibsen undir stjórn Baltasars Kormáks. Megi gæfan vera með því framtaki öllu. I Kassanum verð- ur Bernd Ogrodnik líka með brúðusýningu sína seinna í vor. Það var kominn tími til að hann fengi að sýna hvað hann getur í heilli sýningu. Framlag hans til þeirrar indælu sýningar Klaufar og kóngsdœtur í Þjóðleikhúsinu er minnis- stætt. Eins og leikhúsáhugamenn hafa tekið eftir hefur sú stefna verið tekin upp í Þjóðleikhúsinu að hafa sýningar þéttar í afmarkaðan tíma. Starfsfólk leikhúss- ins segir að almennt hafi leikhúsgestir tekið vel í þessa nýjung. Fyrstu sýningar vetrarins hafi eflaust liðið fyrir nýjabrumið að einhverju leyti en flestir hafi verið fljótir að átta sig. Alltaf er möguleiki að taka sýningar upp aftur seinna ef þær hafa ekki „gengið út“, en þá verður sýningatími líka takmarkaður. Þetta fyrirkomulag hefur marga kosti fyrir leikhúsið og starfsmenn sýninga - en líka fyrir gesti sem ættu að fá betri list en vill verða þegar langt líður milli sýninga. Þjóðleikhúsið tekur þátt í Listahátíð í Reykjavík með því að bjóða til sín þýska leikstjóranum, leikaranum og handritahöfundinum Christoph Schlin- gensief (f. 1960) og láta hann setja upp sýningu með listamönnum hússins undir titlinum Ódysseifsferð um Edduna. Schlingensief er, að sögn þjóðleikhús- manna, „enfant terrible“ í þýskum leikhúsheimi sem vinnur á mörkum leik- húss, gjörninga, kvikmyndalistar og myndlistar. í sýningum hans eru hug- myndir um manninn, samfélagið, listina og leikhúsformið sjálft í stöðugri gerjun. Hann hefur bæði unnið í leikhúsi og við kvikmyndir; nýjasta myndin hans er Freakstars 3000 frá 2004 sem olli talsverðu uppnámi. Spennandi. Leitt er að segja frá því að á skrifandi stundu er ekki von á neinni frumsýn- ingu í Borgarleikhúsinu það sem eftir er af leikárinu, að minnsta kosti ekki á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Veturinn fram að þessu hefur verið því erfiður, engin sýning hefur virkilega laðað að fólk, ekki einu sinni Salka sem þó átti skilið að fá aðsókn, kannski umfram aðrar sýningar í húsinu. Spurningin sem leikhússtjóri og aðrir ráðamenn þurfa að ræða er hvort þetta er einber ógæfa eða heimatilbúinn vandi. Margsannað er að ekki þarf stórkostlega hluti til að heilla áhorfendur, en það þarf allt að smella. Texti og efni þarf að passa við þá sem með það fara, töfraorðið „casting" eða val leikara í hlutverk er ekki alveg út í bláinn. Tónlist Listahátíð í Reykjavík 2006 verður haldin dagana 12. maí til 2. júní og verður að þessu sinni helguð tónlist þótt margt verði líka á boðstólum í leiklist og dansi. Hátíðin er sú tuttugasta í röðinni frá stofnun Listahátíðar árið 1970. Mesta athygli vekur eflaust flutningur óperunnar Le Pays eftir franska tón- skáldið Joseph-Guy Ropartz. Óperuna samdi hann á fyrsta áratug 20. aldar eftir smásögunni „L’Islandaise“ (íslenska stúlkan) eftir rithöfundinn Le Gof- fic. Le Pays var frumflutt í Borgarleikhúsinu í Nancy árið 1912 undir stjórn 82 TMM 2006 • 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.