Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 83
Menningarvettvangurinn línu og Sölku Völku, en líka voru margar aukapersónur svo í takt við texta Halldórs að nýlesin manneskja í honum tók andköf af hrifningu. Leikhúsin í vetur Þegar ég lít til baka yfir leikárið hálfnað finnst mér það hafa verið dauflegt. Samt voru athyglisverðar sýningar inn á milli, til dæmis Tú- skildingsóperan, Frelsi og Eldhús eftir máli í Þjóðleikhúsinu, Carmen hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Woyzeck hjá Vesturporti, Ég er mín eigin kona hjá Skámána í Iðnó og Mindcamp í Hafn- arfjarðarleikhúsinu, býsna ólíkar sýn- ingar innbyrðis og fínar, en ekki hristu þær verulega upp í manni. Sterkasta eftirbragðið er af Sölku Völku sem áður var nefnd og sýningu Nemendaleikhússins á Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson sem Stefán Jónsson stýrði. Það var frumkraftur í þeirri sýningu sem reif mann með og lét mann næstum því æla yfir grimmdinni á sviðinu. Partur af líðaninni var aðstæðum að kenna, því einkar illa fór um áhorfendur á þessari sýningu. Við sátum á skrifstofustólum með hjólum á miðju gólfi Litla sviðs Borgarleikhússins og máttum snúa stólum okkar í hálf- hringi fram og aftur eftir því hvar leikið var í kringum okkur. Líklega hefur hópurinn verið sérstaklega stoltur af þessum pyntingaraðferðum því þær voru endurteknar í breyttri mynd þegar Þrjár systur voru sýndar á sama stað. En þar varð ekki nógu margt til að bæta manni upp óþægindin. Framundan er margt spennandi í Þjóðleikhúsinu og má þar fyrst minna á Virkjunina eftir Nóbelskáldið Elfriede Jelinek sem fjallað er um í grein hér í ritinu. María Kristjánsdóttir semur leikgerðina en Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir og ætti Elfriede að vera fullsæmd af þessum íslensku valkyrjum. Verk Elfriede eru ekki beinlínis aðgengileg en íslenskir leikhúsunnendur eru víð- sýnir og taka nýjungum opnum örmum. Annað „kvennaverk“ og væntanlega aðgengilegra er Átta konur eftir Robert Thomas sem margir kannast við úr bíó. Edda Heiðrún stýrir því. Á Smíðaverkstæðinu fá leikstjórarnir Stefán Jónsson og Egill Heiðar Anton Pálsson að fást við Jon Fosse, norska leikskáldið sem vinsælast er nú um stundir. Hann er alveg óskrifað blað hjá venjulegum íslenskum leikhúsgestum og verður fróðlegt að sjá hvort hann höfðar til þeirra. Leikritin eru tvö sem sýnd verða, Sumardagur undir stjórn Egils og Dauðu hundarnir sem Stefán stýrir. Halldór Laxness í heimsókn hjá Gunn- ari Gunnarssyni á Skriðuklaustri í Fljótsdal sumarið 1947. TMM 2006 • 1 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.