Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 83
Menningarvettvangurinn
línu og Sölku Völku, en líka voru
margar aukapersónur svo í takt við
texta Halldórs að nýlesin manneskja í
honum tók andköf af hrifningu.
Leikhúsin í vetur
Þegar ég lít til baka yfir leikárið
hálfnað finnst mér það hafa verið
dauflegt. Samt voru athyglisverðar
sýningar inn á milli, til dæmis Tú-
skildingsóperan, Frelsi og Eldhús eftir
máli í Þjóðleikhúsinu, Carmen hjá
Leikfélagi Reykjavíkur, Woyzeck hjá
Vesturporti, Ég er mín eigin kona hjá
Skámána í Iðnó og Mindcamp í Hafn-
arfjarðarleikhúsinu, býsna ólíkar sýn-
ingar innbyrðis og fínar, en ekki
hristu þær verulega upp í manni.
Sterkasta eftirbragðið er af Sölku
Völku sem áður var nefnd og sýningu Nemendaleikhússins á Forðist okkur
eftir Hugleik Dagsson sem Stefán Jónsson stýrði. Það var frumkraftur í þeirri
sýningu sem reif mann með og lét mann næstum því æla yfir grimmdinni á
sviðinu. Partur af líðaninni var aðstæðum að kenna, því einkar illa fór um
áhorfendur á þessari sýningu. Við sátum á skrifstofustólum með hjólum á
miðju gólfi Litla sviðs Borgarleikhússins og máttum snúa stólum okkar í hálf-
hringi fram og aftur eftir því hvar leikið var í kringum okkur. Líklega hefur
hópurinn verið sérstaklega stoltur af þessum pyntingaraðferðum því þær voru
endurteknar í breyttri mynd þegar Þrjár systur voru sýndar á sama stað. En þar
varð ekki nógu margt til að bæta manni upp óþægindin.
Framundan er margt spennandi í Þjóðleikhúsinu og má þar fyrst minna á
Virkjunina eftir Nóbelskáldið Elfriede Jelinek sem fjallað er um í grein hér í
ritinu. María Kristjánsdóttir semur leikgerðina en Þórhildur Þorleifsdóttir
leikstýrir og ætti Elfriede að vera fullsæmd af þessum íslensku valkyrjum. Verk
Elfriede eru ekki beinlínis aðgengileg en íslenskir leikhúsunnendur eru víð-
sýnir og taka nýjungum opnum örmum. Annað „kvennaverk“ og væntanlega
aðgengilegra er Átta konur eftir Robert Thomas sem margir kannast við úr bíó.
Edda Heiðrún stýrir því.
Á Smíðaverkstæðinu fá leikstjórarnir Stefán Jónsson og Egill Heiðar Anton
Pálsson að fást við Jon Fosse, norska leikskáldið sem vinsælast er nú um
stundir. Hann er alveg óskrifað blað hjá venjulegum íslenskum leikhúsgestum
og verður fróðlegt að sjá hvort hann höfðar til þeirra. Leikritin eru tvö sem
sýnd verða, Sumardagur undir stjórn Egils og Dauðu hundarnir sem Stefán
stýrir.
Halldór Laxness í heimsókn hjá Gunn-
ari Gunnarssyni á Skriðuklaustri í
Fljótsdal sumarið 1947.
TMM 2006 • 1
81