Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 108
M Y N D L I S T Ólafur Kristjánsson Samtíminn og myndlistin Við sem byggjum hinn vestræna heim lifum á tímum þar sem allt á rétt á sér og enginn saga er svo ómerkileg að það sé ekki einhver til að segja hana og einhver til að hlýða á hana. Á okkar tímum er móðins að útmála sínar innstu tilfinn- ingar svo allir geti séð litina hvort sem þeir eru svartir, hvítir eða bleikir. Svo er tekið auglýsingahlé. Fólk verður að vita hvaða þvottaefni er best. Með miklu flæði upplýsinga af öllu tagi hefur hinu algilda verið útrýmt, nema í hugum fólks sem í einfaldleika sínum trúir á eitthvað æðra sér sjálfu; hefur hugsjónir eða trúir á guð. Boðorð dagsins er að láta leka á milli sem flestra sviða svo að útmá megi öll kerfisbundin mörk, staðla og fagurfræðilegar skilgreiningar. Það á að gera - ekki geta - þannig að allir geti tekið þátt í leiknum. Hver og einn verður bara að finna sér farveg. Fyrir vikið vill brenna við að hugsunarleysi ráði för. Hugsunarleysi sem oftar en ekki jafngildir merkingarleysi. Þegar eitthvað er gert fullkomlega blátt áfram verður það jafnléttvægt fundið og flestallar hversdagslegar athafnir í lífi fólks. Maður er jú alla jafna ekki í frumspekileg- um þönkum þegar horft er á sjónvarpið eða eitthvað þaðan af vanabundnara. Hið hversdagslega líður áfram án þess að stoppað sé þar við nema eitthvað bjáti á, en jafnvel þá er frekar arkað áfram en gengið í rólegheitum. Á þessum umræddu tímum hefur verið „fundið upp“ stríð þar sem engin fórnarlömb eru (eða því sem næst). Því að í skjóli hinnar ofurdásamlegu tækni og réttsýni getum við, sem hýsum þann hluta heimsins er næga peninga og völd hefur til þess að hafa alltaf rétt fyrir sér, farið að sofa þess fullviss að einhvers staðar úti í hinum stóra heimi sé verið að refsa illvirkjunum er ógna öryggi ver- aldarinnar og vilja leggja snöru kúgunar um háls allra. Við sem erum svo heppin að vera á bandi hins góða og réttláta þurfum ekki einu sinni að hugsa um þessa slæmu hluti. Það er gert fyrir okkur. Þannig getum við einbeitt okkur að því að hneykslast yfir því hve bensínverð sé hátt, velt fyrir okkur hvort Bubbi sé í raun og veru fallinn, hvort Nike eða Puma sé betra, hvað sjónvarpsdag- skráin sé léleg yfir sumarmánuðina, eða jafnvel hvort Baudrillard sé snillingur eða fábjáni... við getum velt hverju sem er fyrir okkur þar sem okkar veröld er í föstum skorðum; við búum við jafnvægi og stöðugleika þess sem þjónað er til borðs og honum boðið að velja af fullkomnu allsnægtaborði. Enginn hvíslar fyrir aftan okkur: „Þetta getur allt orðið þitt“, því það er það nú þegar. 106 TMM 2006 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.