Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 106
Bókmenntir
umhugsunar um umhverfi sitt. Af hverju er það eins og það er? Þarf það að vera
þannig? Gæti það ef til vill verið allt öðru vísi en það er? Og hvernig er þá best
að það sé? Bókin er því góð og nauðsynleg lesning fyrir alla sem vilja setja sig
inn í skipulagsmál á íslandi. í hana má sækja grundvallarþekkingu og hún
opnar augu lesandans fyrir því hve víðtækt og þverfaglegt viðfangsefni skipu-
lagsfræðin er. Vonandi verður hún til þess að fleiri geti tekið upplýstar ákvarð-
anir um mótun byggðar á íslandi í framtíðinni. Vandað skipulag er grunnur-
inn að heilbrigðu og lifandi samfélagi.
Inga Kristjánsdóttir
Hestar og prestar
Guðmundur Óli Ólafsson: Haustgotasaga. Semingur skráði. Bókasmiðjan Krummi,
2005
Það er haustið 1702 og þrettán ára drengur, Atli Ólafsson, er kominn að Brúará
hjá Reykjanesi eftir að hafa gengið alla leið sunnan af Álftanesi. Hann er bækl-
aður eftir slys, annar fóturinn er ekki til stórræðanna. Hvað er hann að ferðast?
Jú, hann ber bréf frá ömmu sinni, einu manneskjunni sem hann á að, til móður
biskupsins í Skálholti, Jóns Vídalín. í högunum við ána kemur hann þar að sem
ung hryssa hefur kastað og folaldið lent ofan í djúpum læk. Ferjukerlingin
Helga sér hvar drengurinn bjargar folaldinu úr læknum, og að launum fer hún
með hann heim í kot sitt og hlynnir að honum. Þar ber að biskupinn sem býðst
til að taka bréfið til Skálholts, en Atli þvertekur fyrir það, honum var trúað
fyrir þessu erindi og því skal hann skila sjálfur. Þessi tvö atvik reynast örlaga-
rík fyrir framtíð Atla.
Atli kemst í Skálholt, skilar erindinu og sest þar á skólabekk undir vernd-
arvæng biskups sem dáir hann fyrir trúnaðinn og það hve vel hann er að sér,
trúrækinn og glöggur á hesta. Það kemur líka í ljós að í bréfinu var amman að
biðja biskupsmóðurina vinkonu sína fyrir sonarson sinn. Helga ferjukerling
semur við Atla um að hann temji hryssuna og gefur honum folaldið, sem hún
nefnir Haustgota - en haustgoti er það folald kallað sem fætt er að hausti.
Sögunni fer fram þar til Atli er um 18 ára. Þá gengur stórabóla yfir landið.
Biskup hefur vígt Atla til eins konar aðstoðarprests og sent hann í björgunar-
leiðangur í nágrannasveitir. í sögulok kemur hann fárveikur heim úr þeirri för
á gæðingnum Haustgota.
Þetta er í stórum dráttum söguþráður Haustgotasögu. Höfundur notar dul-
nefnið Semingur, en það er á allra vitorði að hann er séra Guðmundur Óli
Ólafsson, fyrrum sóknarprestur í Skálholti. Hann þekkir því vel til allra stað-
104
TMM 2006 • 1