Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 106
Bókmenntir umhugsunar um umhverfi sitt. Af hverju er það eins og það er? Þarf það að vera þannig? Gæti það ef til vill verið allt öðru vísi en það er? Og hvernig er þá best að það sé? Bókin er því góð og nauðsynleg lesning fyrir alla sem vilja setja sig inn í skipulagsmál á íslandi. í hana má sækja grundvallarþekkingu og hún opnar augu lesandans fyrir því hve víðtækt og þverfaglegt viðfangsefni skipu- lagsfræðin er. Vonandi verður hún til þess að fleiri geti tekið upplýstar ákvarð- anir um mótun byggðar á íslandi í framtíðinni. Vandað skipulag er grunnur- inn að heilbrigðu og lifandi samfélagi. Inga Kristjánsdóttir Hestar og prestar Guðmundur Óli Ólafsson: Haustgotasaga. Semingur skráði. Bókasmiðjan Krummi, 2005 Það er haustið 1702 og þrettán ára drengur, Atli Ólafsson, er kominn að Brúará hjá Reykjanesi eftir að hafa gengið alla leið sunnan af Álftanesi. Hann er bækl- aður eftir slys, annar fóturinn er ekki til stórræðanna. Hvað er hann að ferðast? Jú, hann ber bréf frá ömmu sinni, einu manneskjunni sem hann á að, til móður biskupsins í Skálholti, Jóns Vídalín. í högunum við ána kemur hann þar að sem ung hryssa hefur kastað og folaldið lent ofan í djúpum læk. Ferjukerlingin Helga sér hvar drengurinn bjargar folaldinu úr læknum, og að launum fer hún með hann heim í kot sitt og hlynnir að honum. Þar ber að biskupinn sem býðst til að taka bréfið til Skálholts, en Atli þvertekur fyrir það, honum var trúað fyrir þessu erindi og því skal hann skila sjálfur. Þessi tvö atvik reynast örlaga- rík fyrir framtíð Atla. Atli kemst í Skálholt, skilar erindinu og sest þar á skólabekk undir vernd- arvæng biskups sem dáir hann fyrir trúnaðinn og það hve vel hann er að sér, trúrækinn og glöggur á hesta. Það kemur líka í ljós að í bréfinu var amman að biðja biskupsmóðurina vinkonu sína fyrir sonarson sinn. Helga ferjukerling semur við Atla um að hann temji hryssuna og gefur honum folaldið, sem hún nefnir Haustgota - en haustgoti er það folald kallað sem fætt er að hausti. Sögunni fer fram þar til Atli er um 18 ára. Þá gengur stórabóla yfir landið. Biskup hefur vígt Atla til eins konar aðstoðarprests og sent hann í björgunar- leiðangur í nágrannasveitir. í sögulok kemur hann fárveikur heim úr þeirri för á gæðingnum Haustgota. Þetta er í stórum dráttum söguþráður Haustgotasögu. Höfundur notar dul- nefnið Semingur, en það er á allra vitorði að hann er séra Guðmundur Óli Ólafsson, fyrrum sóknarprestur í Skálholti. Hann þekkir því vel til allra stað- 104 TMM 2006 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.