Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 110
Myndlist tesk myndbandsverk Gabríelu Friðriksdóttur, hvunndags-myndlistar-gjörn- inga Birgis Arnar Thoroddsen eða myndlistar-fatahönnun Jóns Sæmundar. Auðvitað er svo líka unnið með miðlana tæra, ef svo má að orði komast, án þess þó að einskorða sig við eitthvað eitt í þá veru. Alltént má slá því föstu, án þess að fara aftur til áritaðrar klósettskálar myndlistarmannsins Duchamps frá 1917, að það flæði milli miðla. Nú geta flestir verið sammála um að náttúran geti verið fögur án þess að nauðsyn sé á nákvæmum útlistunum þess. Hún bara er það. En getur hið sama gilt um myndlist? Getur hún bara verið, líkt og náttúran, án þess að nauðsyn- legt sé að kafa ofan í hana og finna eitthvað sem vísar út fyrir hana sjálfa? Baudrillard segir að ástæðan fyrir því að illa sé komið fyrir nútímalistinni sé útrýming tálmyndarþrárinnar; að ekkert sé til í klámvæddum gegnsæjum heimi sem kitli þrána, skapi leyndardóma og tvíræðni.6 Gæti til dæmis verið að málningardollur í listasal séu ekkert annað en það sem þær eru? í þessu samhengi skal gripið niður í grein Hauks Brynjólfssonar rafvirkja um mynd- listarmál: Þarna voru ekki iðnaðarmenn samankomnir heldur lýsti af gildum menningarvit- um. Listfræðingur landsins ljómaði yfir sviðinu eins og fullur máni á ágústnóttu. I hópnum miðjum stóð listamaðurinn sjálfur, viðurkenndur og margverðlaunaður. Við vorum sem sagt stödd í myndlistarsýningunni, málningardollurnar voru listaverkið.7 Ef þetta er málið, hver er þá tilgangur nútímamyndlistar? Er þá ekki alveg eins hægt að koma sér fyrir á byggingarsvæði og horfa á málningardollur, sements- poka eða jafnvel ryðgaða nagla - eða þá að gera sér ferð á hamborgarastaði og horfa á fólk borða, svo vísað sé í verk Birgis Arnar Thoroddsen, „Hamborgara- túrinn“, frá 2003. Eða er eitthvað til í þeirri klisju, sem oft er notuð um mynd- list, að áhorfandinn verði að upplifa verkið af sjálfsdáðum og að hlutverk myndlistarmannsins sé eingöngu að bera það á torg, líkt og guð bar náttúruna á torg, ef við gefum okkur tilvist hans? Kallast slík sýn ekki á við þann ein- staklingsbundna veruleika sem alltumlykjandi er? Er hugsanlegt að afstæðis- hyggjan sem notuð er þjóni í raun tilgangi í sjálfu sér og það jafnvel þótt til- gangurinn og merkingin sé hugsanlega engin nema bara að vera? Lykilorðin í þessu samhengi eru „að bera á torg“. Með því að taka eitthvað hversdagslegt og rífa það úr sínu vanabundna samhengi eru líkur á því að einhver hugsi hlutinn upp á nýtt, hvort sem það er ætlunin eða óbein afleiðing, og upplifi eitthvað. Og snýst listsköpun ekki einmitt um upplifanir? En hvað er málið með þessar meintu upplifanir? Hafa þær einhver víðtæk áhrif eða gengur það gegn eðli samtímans að svo sé? Að lokum Hér hefur framtíðarsýn Aldous Huxleys að vissu leyti verið lögð að jöfnu við samtíma okkar, samtíma sem metur stöðugleikann ofar öllu. Og sakir þess hve afstæðisfullur hann er kann að reynast þrautin þyngri að rugga honum. Það er 108 TMM 2006 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.