Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 68
Jón Yngvi Jóhannsson
algerlega rökrétt. Pétur er maður sem getur orðið til, summa þeirra galla
sem hugmyndafræðin sem hann aðhyllist felur í sér.
Því er marklaust að gagnrýna bókina fyrir að vera klámfengin og
ógeðsleg. Það er aðferð hennar að láta lesandann horfast í augu við
óbærilega hluti í samtímanum. Þótt ekki sé þægilegt fyrir lesanda að láta
leiða sig inn í heiminn á síðum hennar er hann órjúfanlegur þáttur í
gagnrýni sögunnar. Hitt er annað mál að Barnagælur er alltof bundin
fyrirmyndinni. Það er næstum hægt að lesa hana sem staðfærslu á fyrr-
nefndri skáldsögu Brett Easton Ellis. Fyrir lesanda sem þekkir þá bók
vel kemur ekkert á óvart í sögu Óttars, maður bíður lengi vel eftir því að
eitthvað gerist í stíl sögunnar, persónusköpun eða atburðarás sem skilur
hana frá frummyndinni - en það gerist aldrei.
Hinir sterku eftir Kristján Þórð Hrafnsson er önnur tilraun til að
greina frjálshyggjuna og áhrif hennar á einstaklinga. Með stíl sem er
látlaus og allt að því þurr á köflum er lýst lífi ungrar konu í Reykjavík,
barnsföður hennar, vinum og fjölskyldu. Barnsfaðirinn og vinir hans
aðhyllast frjálshyggju en græðgin og einstaklingshyggjan sem þeir lof-
syngja í rökræðum sín á milli er jafnframt eyðileggjandi afl í einkalífi
þeirra.
Hinir sterku er að því leyti óvenjuleg saga að hún byggir fyrst og
fremst á átökum hugmynda. Persónurnar eru fulltrúar ákveðinna gilda
og hugmynda fyrst og fremst og verða þess vegna fremur klisjukenndar
og óspennandi, enda virðist þeim ekki ætlað annað hlutverk. Frásagnar-
hátturinn gerir sitt til þess að gera persónurnar fjarlægar og flatar, sagan
er mestmegnis byggð á endursögnum á samtölum og atburðum en
sjaldnast á sviðsetningum.
Af allt öðru tagi, en þó skyld, er saga Jóns Atla Jónassonar, ífrostinu.
Hún er blessunarlega laus við tengsl við þekktar persónur úr þjóðlífinu
eða beina umfjöllun um hugmyndafræði, en í henni birtist eftirminni-
leg mynd af íslensku samfélagi og tilvist á tuttugustu og fyrstu öldinni.
Þetta er knöpp saga, sögð í fyrstu persónu af aðaipersónunni, ungri
hjúkrunarkonu og einstæðri móður sem heitir Drífa. Við fylgjumst með
henni rúman sólarhring í vinnu og á djamminu. Einsemd hennar er yfir-
þyrmandi og líf hennar virðist komið í eindaga bæði í eiginlegum og
óeiginlegum skilningi. Sagan Jýsir örvæntingu og fálmkenndri leit að
hlýju og samfélagi við aðra, en uppgjöfin er á næsta leiti og brýst að
iokum út í sjálfshatri.
í frostinu er eftirminniieg svipmynd og áhrifamikil. Jón Atli hefur
stílinn algerlega á valdi sínu og maður freistast til að óska þess að hann
iegði í stærri og breiðari sögu. Hann hefur sýnt bæði í leikritum sínum
66
TMM 2006 • 1