Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 49
Þorleifur Hauksson Um fjarvíddir óræðisins í greininni „Einum bent en öðrum kennt um“ í 3. hefti TMM 2005 sneiðir Kristján Jóhann Jónsson aðeins að umfjöllun um Þórberg Þórð- arson í íslenskri stílfræði okkar Þóris Óskarssonar (1994). Þar sem ég ber einn ábyrgð á þeim köflum stendur mér næst að „halda uppi vörn- um“. Eins og lesendur muna fjallar grein Kristjáns um ritgerð Þórbergs „Einum kennt öðrum bent“ sem er að uppistöðu eins konar ritdómur um Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar. Menn líta höfunda og verk misjöfnum augum; ég hlýt að segja að ýmsar ályktanir um Þórberg sem Kristján dregur eru mér framandi. Þetta á ekki síst við meintan þjóðernissperring hans á lýðveldisárinu 1944 og forræðisáráttu andspænis rithætti og bókmenntastefnu þjóð- arinnar. Þetta grundvallast auðvitað á því að okkur Kristjáni ber ekki saman um hverjum sé „bent“ í ritgerð Þórbergs. Ég mun koma nánar að þeim ágreiningi hér á eftir. Merkilegar ritgerðir Þær ritgerðir tvær sem Þórbergur Þórðarson skrifaði um þetta leyti, „I verum“ 1942 og „Einum kennt öðrum bent“ 1944, eru vissulega taldar til grundvallarrita, bæði í íslenskri stílfrœði og víðar. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þetta eru nánast einu ritin um áratuga skeið þar sem fjallað er um stíl. Langflestir aðrir rithöfundar og fræðimenn viku sér undan því að ræða um það óskilgreinanlega fyrirbæri. Þessar greinar Þórbergs falla undir svonefnda forskriftarstílfræði (prescriptive stylistics) sem setur reglur um æskilega framsetningu, að dómi höfundarins að sjálf- sögðu. Reglurnar sem Þórbergur setur ganga fyrst og fremst út á nákvæmni og skýrleika í hugsun, en einnig varða þær smekkvísi í stíl: að forðast fyrirbæri eins og óþarfar endurtekningar og nástöðu og vana- bundnar klisjur og tuggur sem hver étur upp eftir öðrum hugsunarlaust. TMM 2006 ■ 1 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.