Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 25
Þáttur af Friðriki VII Prinsinn undraðist mjög að hann sá hvergi hús sem hann reið um sveit- ir en marga græna hóla er honum var sagt að væru híbýli íslendinga. Er hópurinn kom í Reykholt degi síðar var létt af rigningunni og gisti prinsinn og fylgdarlið hans í tjöldum. Honum þótti vistin í Reykholti enn snautlegri en á Þingvöllum, svalur gustur af útnorðri og brenni- steinsfnykur í lofti. Næsta dag var haldið til Gilsbakka í Hvítársíðu og þaðan að Kalmanstungu að sýna prinsinum þann ógnarhelli sem þar er í hrauni og menn trúðu forðum að væri bústaður Surts jötuns. Friðrik skoðaði hellinn vandlega og þótti hann merkilegust skepna er hann sá á sinni ferð. Gæslumenn prinsins slógu síðan tjöldum á nýslegnum tún- bala í Kalmanstungu þá nótt og þar heitir Friðriksbali er tjöldin stóðu. Þá voru salerni fyrir löngu niður lögð til sveita á íslandi og fólk gekk örna sinna í peningshúsum eða undir húsveggjum og réði vindátt hvor- um megin bæjar fólk leitaði sér staðar, eins og segir í vísunni: Ef það gerir austanbyl yfir holt og grundir þá er skárra að skömminni til að skíta vestanundir. Danskir selstöðukaupmenn höfðu vitnað um þetta hátterni íslendinga og því tóku gæslumenn prinsins með sér í leiðangurinn bólstraðan setstokk að auka prinsinum hægindi. En svo hörmulega tókst til að set- stokkurinn varð eftir í Reykholti er lagt var á hesta um morguninn. Er menn höfðu skamma stund sofið í Kalmanstungutúni vaknaði Friðrik prins og bað gæslumenn að vísa sér til náðhúss. Þeir vöktu þá bónda og húsfreyju og sögðu þau hið sanna, að nú var sumar og milt veður og væri prinsinum og fylgd hans heimill hver sá staður utan slægju er þeim hentaði. Einnig væri þeim heimill hrútakofi er stóð þar tómur nærri túngarði. Fylgdarmenn sáu að hér var komið í nokkuð óefni þar sem enginn var setstokkurinn og prinsinn alls óvanur að sitja á hækjum. Eftir nokkra umleitun keyptu þeir af bónda opið tunnukvartel er þar stóð í bæjarsundi og báru í tjöldin og buðu Friðrik prinsi þar sæti. Leysti hann nú linda sinn og settist á kvartelið. En þar sem brún kvartelsins var skörp og prinsinn aftansár eftir reið undanfarinna daga þá neyddist hann að rísa á fætur áður nóg væri setið. Gæslumenn prinsins sáu þá enn aukast bágindin, þar sem honum hafði harðnað í iðrum, eins og oft vill verða á ferðalögum, og þurfti hann því góðan tíma til sinna erinda. Menn fóru enn til og vöktu bónda og sögðu honum vandræðin. Hann vakti þá vikapilt sinn og bauð honum að fara út og slá gras að leggja á brún kvartelsins. Vikapilturinn brá við skjótt og fékk Friðrik prins um TMM 2006 • 1 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.