Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 40
JÓRUNN SlGURÐARDÓTTIR hætti svo hún hætti að endurtaka sig. Þessi fortíð er fasisminn sem Austurríkismenn gerðu aldrei upp við heldur skákuðu til hliðar sem aflokuðu tímaskeiði. En Elfriede finnur líka sjálf til útilokunar vegna viðfangsefnanna sem hún hefur valið sér, auk þeirrar útilokunar sem textinn skapar. „Grimmur vindurinn blæs og rífur allt með. Allt þyrlast í burt, eitthvað út í buskann en aldrei aftur inn í þennan raunveruleika sem skal skilgreindur,“ sagði hún í ræðunni og spurði síðan: Hvernig á skáldið að þekkja raunveruleikann þegar það er einmitt hann sem þrengir sér inn í það og hrekur það út fyrir, gerir það stöðugt meira utanveltu? Þaðan sér skáldið öðrum þræði betur um leið og það fær ekki dvalið í raunveru- leikanum. Þar á skáldið engan stað. Staður þess er ævinlega utan við. Eins og áður kom fram er Elfriede Jelinek hámenntaður orgelleikari, leikhús- og listfræðingur. í tæp fjörutíu ár hefur hún af meiri einurð en flestir aðrir barist með tungumálinu gegn þessu sama tungumáli í þeim tilgangi að opinbera aðferðir kúgunar. Með tungumálið sem verkfæri hefur hún skilgreint og gagnrýnt hefðir, venjur og viðteknar brautir hugsunarinnar sem tungumálið framleiðir og endurspeglar samtímis. Tungumál hennar er músíkalskt og vitsmunalegt í senn, fullt af útúr- snúningum og afhjúpunum. Klisjur eru eitur í beinum hennar og texta- legar vísanir hennar ýmist úr djúpum sögu tungumáls og menningar eða gripnar upp úr götumáli augnabliksins. Það er þetta einkenni sem gerir að verkum að bækur hennar eru sagðar erfiðar aflestrar. Um leið eru það tök hennar á tungumálinu, nákvæmnin og tortryggnin gagn- vart viðtekinni fagurfræði þess, sem gera bækur hennar heillandi. Erindið er vissulega brýnt og nákvæmnin getur virkað þrúgandi en við nákvæmari lestur kemur húmorinn líka í ljós. Elfriede Jelinek er óútreiknanleg í skrifum sínum en Jíka útreiknan- leg. Hún skrifar um eignarhald, um náttúru, um ofbeidi, áráttur, kynlíf, kynjun, um kúgunina og átökin sem þessir þættir ala af sér aftur og aftur og aftur. Vegna upprunans hefur fasisminn og staðföst barátta skáldkonunnar fyrir því að hann fái aldrei aftur að blómstra verið í fyrirrúmi í verkum hennar, en nokkur þeirra skulu hér gaumgæfð. Skáldsagan Die Klavierspielerin fPíanóleikarinnj kom fyrst út hjá Rowolt forlaginu árið 1983. Sagan um píanókennarann Ericu Kohut vakti strax mikla athygli og þeir sem ekki höfðu látið sannfærast um færni og erindi Elfriede Jelinek sem rithöfundar þegar skáldsagan Die Liebhaberinnen (Ástkonurnar) kom út árið 1975 gerðu það núna. Píanó- leikarinn hefur yfirleitt verið fyrsta verk Elfriede sem þýtt hefur verið á önnur tungumál, raunar oft líka það eina. Árið 2001 gerði Michael 38 TMM 2006 ■ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.