Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 69
Skáldsagan og samtíminn
og þeim tveimur prósaverkum sem hann hefur sent frá sér að honum
eru flestir vegir færir á ritvellinum. Einmitt þess vegna væri gaman að
sjá hann reyna verulega á kraftana.
Af þeim sögum sem fást við að greina samtímann er Rokland Hall-
gríms Helgasonar að mínu mati langbest heppnuð og hún er að því leyt-
inu sterkari bók en fyrri ádeilurit Hallgríms, 101 Reykjavík og Þetta er
allt að koma að hún er ekki bara reiðilestur yfir samtímanum heldur er
hún jafnframt harmrænn vitnisburður um það hversu vonlaus slík
gagnrýni getur verið.
Það er aðalpersónan, Sauðkrækingurinn, heimspekingurinn og fyrr-
verandi framhaldsskólakennarinn Böðvar H. Steingrímsson sem tekur
samtímann til bæna í Roklandi samtímis því sem hann reynir að fóta sig
í honum. Böðvar heldur úti bloggsíðu þar sem hann þrumar yfir sveit-
ungum sínum um plebbaskap þeirra og undirlægjuhátt við innantóma
samtímamenninguna. Það er auðvitað í hæsta máta kaldhæðnislegt að
bloggið skuli vera hans leið til að ná til fólks því það er hluti þeirrar
menningar sem hann hatast við. En þetta er ekki eina mótsögnin í
sambandi Böðvars við samtímann. Böðvar er maður sem tíminn vill
ekki tengja sig við, eða sem vill ekki tengja sig við tímann. Hann hefur
algert ofnæmi fyrir því sem næst öllu í samtíma sínum, hvort sem það
er byggingarlist, myndlist, tónlist, bókmenntir eða fjölmiðlar. Það er
alveg sama hvort talið berst að nútímalist eða poppi, allt er þetta sama
yfirborðsgutlið að mati Böðvars.
Sjálfur aðhyllist hann evrópska menningu eins og honum finnst hún
hafa risið hæst, einkum í Þýskalandi á 19. öld: Nietzsche, Hölderlin og
Goethe eru hans menn, klassísk tónlist og byggingarlist, rómantísk ljóð-
list og heimspeki. Þetta er sú alvörumenning sem hann teflir gegn sam-
tímanum.
En auðvitað er málið ekki svona einfalt. Þótt Böðvar sé gagnrýninn,
hafi í mörgu rétt fyrir sér og afhjúpi samtímann oft á hlægilegan hátt þá
er hann harmræn persóna og gagnrýnin hlýtur að missa marks. Hann
passar hvergi inn og honum gengur illa að lifa sjálfum eftir háleitum
hugmyndum sínum. Hann er frábærlega sköpuð persóna, fráhrindandi
og aumkunarverður í þrjósku sinni og yfirlæti en líka virðingarverður á
einhvern einkennilegan hátt. Hann er einhverskonar Don Kíkóti í heimi
þar sem vindmyllurnar hafa tekið völdin; spámaður á vitlausum stað og
vitlausum tíma. Það er alveg sama hvað hann getur haft rétt fyrir sér,
hann hlýtur að láta í minni pokann.
Þessi persónusköpun og örlög Böðvars eru frábærlega gerð og ótrú-
lega djörf að því leyti að Hallgrímur lánar Böðvari heilmikið af eigin
TMM 2006 • 1
67