Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 111
Myndlist
ekkert allsherjar algildi til sem hægt er að sammælast um að ráðast á, því geng-
ur hvert smágildi á móti einhverju öðru smágildi þannig að hlutirnir „núllast"
út. Samkvæmt því ætti ekkert að vera til sem hefur víðtækt gildi. Þá er spurn-
ingin hvort þetta skipti nokkru máli á hvorn veginn sem er? Er ekki líklegast
að hvort spegli hitt og þar af leiðandi sé jafnvægi á milli listar og samtíma? Þarf
ekki merkingarlausa list til að endurspegla merkingarlausan veruleika? Og er
það ekki, í andstæðu sinni, bara tiltölulega merkingarbært?
En svo er það hin hliðin á peningnum ... hvort það sé ekki frekar aumt að hið
eina sem er merkingarbært við samtímalistina sé merkingarleysi hennar. Auð-
vitað býður svo slík skilgreining upp á endalausar afsakanir og réttlætingar á
einhverju sem er ekkert, gerir ekkert og er hreint út sagt lélegt og ófært um að
rífa sig frá hugsana- og getulausu umhverfinu. Því um leið og listin verður sam-
dauna umhverfinu, hreyfir hún ekki við neinu og flatneskjan verður allsráðandi.
Hún nær þar með ekki að hefja sig upp yfir hversdagsleikann eins og henni er
ætlað að gera.
Þegar tilgangs- og merkingarleysi samtímans er samþykkt og ekkert gert til
að ganga gegn þeirri ládeyðu er fylgir, getur listin vart skipt miklu máli. Þá eru
allar líkur á því að áhrifin af listaverki verði engin líkt og raunin er með flest-
allan hvunndagslegan neysluvarning sem fallinn er í gleymskunnar dá jafn-
harðan og hann birtist.
Heimildir
Baudrillard, Jean. 2000. „Samsæri listarinnar. „Atvik 3: Frá eftirlíkingu til eyði-
merkur, bls. 67-72. Ritstýrt af Geir Svanssyni. Bjartur og Reykjavíkurakademí-
an, Reykjavík.
Eiríkur Örn Norðdahl. 2004. Hugsjónadruslan. Mál og menning, Reykjavík.
Haukur Brynjólfsson. 2005. „Um listaverkakaup ríkisins." Fréttablaðið, bls. 17. 17.
janúar.
Huxley, Aldous. 1988 (kom fyrst út 1932). Veröldgóð og ný (Brave New World). Mál
og menning, Reykjavík.
Tilvísanir
1 Huxley 1988:5.
2 Baudrillard 2000:69.
3 Baudrillard 2000:71.
4 Eiríkur Örn Norðdahl 2004:127.
5 Eins og Megas tekur til orða í laginu „Ekkert er útilokað - allt“ á plötunni Drög
að sjálfsmorði frá árinu 1979.
6 Baudrillard 2000:67.
7 Haukur Brynjólfsson 2005:17.
TMM 2006 ■ 1
109