Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 121
Tónlist Ég ætla ekki að endurtaka þessar greinar hér, enda má lesa þær á vefnum Musik.is, en ánægjulegt er að geta þess að staðan hefur lagast um „nokkur hundruð prósent“ eins og Bergþóra Jónsdóttir orðaði það í haust í grein um vetrardagskrá Sinfóníunnar í Morgunblaðinu. Hún sagðist vona „... að á síð- asta vetri hafi botninum verið náð í vanrækslu á íslenskri músík. Það er ber- sýnilega verið að taka á málunum vestur á Melum og fyrir það eiga forsvars- menn hljómsveitarinnar hrós skilið.“ Hún benti á að í vetur fáum við að heyra nýjar og nýlegar erlendar tónsmíðar, „... en það er ekki síður nauðsynlegt fyrir okkur og lærdómsrikt en fylgjast með erlendum samtímabókmenntum." Hávaðamengun á Nasa Töluverð gróska hefur verið í öðrum tónlistargeirum og sjálfsagt að nefna það hér þótt ég sé fyrst og fremst að einblína á klassíkina. Tónleikar Patti Smith, sem stundum er kölluð guðmóðir rokksins, voru t.d. stórfenglegir og verða lengi í minnum hafðir. Þeir voru haldnir á skemmti- staðnum Nasa í haust, en í lok ársins tróð þar einnig upp tónlistarmaðurinn Rocco de Luca ásamt Kiefer Sutherland, sem er ekki aðeins leikari heldur spil- ar líka afbragðsvel á gítar. Ég var á þessum tónleikum og verð að minnast á Ghostdigital, sem var ein af upphitunarhljómsveitunum. Mér fannst hún afburðagóð; tónlistin var laus við hefðbundnar dúr- og molltóntegundir og því hrárri en maður á að venjast, samt var samspil ólíkra radda sérkennilega fágað - það var eins og að hitta villimann í smóking og með brilljantín í hárinu! Sömu sögu er ekki að segja um það sem á eftir kom, því náunginn sem sá um hljóðstyrkinn skrúfaði allt í botn. Hvers vegna veit ég ekki. Bassanóturnar voru svo kraftmiklar og ferlegar að þær bókstaflega lömdu allan neðri hluta líkama míns. Eftir fyrsta lagið flúði ég af vettvangi, enda hef ég engan áhuga á að verða fyrir ofbeldi. í bókinni Music in Everyday Life bendir Tia De Nora á að tónlist sé félagslegt afl og vitnar í rannsóknir sem sýndu að þegar klassísk tónlist var spiluð á til- tekinni rútubílastöð í New York dró verulega úr spellvirkjum. Tónlist er víða notuð til að hafa jákvæð áhrif á hegðun almennings, og ég held að allir geti verið sammála um að hún virkar. Má ekki ætla að svona öskurorgía hafi slæm áhrif á fólk? Og þá er ég ekki að tala um augljósan heyrnarskaða. Mikið er rætt um hugsanlegan áhrifamátt ofbeldisfullra tölvuleikja og kvikmynda, en hvað með ofbeldisfulla tónlist? Mér finnst að það þurfi að vera einhverjar reglur um svona lagað á skemmtistöðum. Það sem var lagt á áheyrendur á Nasa fór yfir öll velsæmismörk. Ný tónlistarhús Að lokum verð ég að nefna endanlega áætlun um nýja tónlistarhúsið sem kynnt var í haust. Hún lofar verulega góðu. Fyrirætlanir um að byggja óperu- hús í Kópavoginum eru sömuleiðis spennandi, og þegar þetta tvennt verður TMM 2006 • 1 119
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.