Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 91
Bókmenntir
irnar alist nú upp við þá bábilju að fyrr á tímum hafi Islendingar verið nánast
gjörsneyddir einni af frumþörfunum, þörfinni fyrir að skilja og skilgreina til-
veruna með myndum. Og vanrækslan gengur aftur, því með ofuráherslu á þá
þróun myndlistarinnar sem átti sér stað í landinu eftir 1960 hafa sérfræðingar,
þar með talið sá sem þetta skrifar, sennilega stuðlað að því að nú er myndlist-
ararfurinn frá Þórarni B. Þorlákssyni til Þorvalds Skúlasonar nýjum kynslóð-
um sem lokuð bók.
Færa má ýmis rök fyrir því að vanræksla eldri sjónlista hafi beinlínis staðið
fyrir þrifum skilningi okkar á myndlist fyrstu fagmannanna, frumherjanna
svokölluðu. I ævisögu sinni nefnir Einar Jónsson myndhöggvari t.d. áhrifin
sem hann varð fyrir af „haglega gerðum hlutum“ eftir Lýð í Hlíð. Hvað vitum
við um þennan Lýð og hlutina hans?
Ég veit ekki hve margir fletta myndlistarsögu Björns Th. Björnssonar í dag,
en fyrra bindi hennar var gefið út 1964. Einn helsti kostur hennar er einmitt sú
viðleitni höfundar að tengja á milli eldri sjónlista og myndlistarinnar á 20stu
öld. En þar gerir skortur á vönduðum grunnrannsóknum Birni erfitt fyrir, þar
sem enginn fræðimaður hafði þá skoðað í stóru samhengi hvorttveggja mynd-
ir í íslenskum (og erlendum) söfnum og kirkjum og fyrirliggjandi heimildir
um íslenska hagleiksmenn fyrr á öldum.
Við þá eftirgrennslan og samanburðarfræði hefur Þóra Kristjánsdóttir
unnið hörðum höndum í meira en áratug, afraksturinn getur nú að líta í bók
hennar Mynd á þili: íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld, sem kom út
á síðasta ári. Ekki er ofsagt að með þessu verki hafi Þóra unnið brautryðjanda-
starf, því henni tekst að nafngreina hvorki fleiri né færri en en átján listamenn
frá umræddu tímabili og að auki leggja fram skynsamlegar tilgátur um höf-
unda nokkurra annarra smíðisgripa.
í bók Björns eru nefndir til sögunnar átta listamenn, hverra verk er hægt að
feðra með óyggjandi hætti út frá merkingum eða traustum heimildum. Þóru
tekst raunar að feðra svo mörg verk að nú er í fyrsta sinn hægt að tala um höf-
undarverk eða oeuvre einstakra listamanna frá fyrri tíð. Sem væntanlega mun
gera eftirkomendum fært að gera á þeim sérstakar úttektir.
Samkvæmt Þóru eru afkastamestu listamenn fyrri tíma Guðmundur Guð-
mundsson (c. 1618-1700), Illugi Jónsson i Nesi (1660-1704), Hjalti Þorsteins-
son (1665-1754), Hallgrímur Jónsson (1717-1785), Ámundi Jónsson (1738-
1805) og Jón Hallgrímsson (1741-1808). Hjalta Þorsteinssyni eru eignuð flest
verk eða 24 alls; en þyki einhverjum það rýr eftirtekja má nefna að rykti nokk-
urra stórmeistara í listasögunni grundvallast á nokkru færri verkum, sjá t.d.
ítalska málarann Duccio.
Mig skortir þekkingu til að véfengja niðurstöður Þóru. Yfirleitt eru þær
sannfærandi. Helst má setja spurningarmerki við tilraunir hennar til að eigna
Þórði Þorlákssyni biskupi í Skálholti nokkur verk , a.m.k. miðað við þær ljós-
myndir sem birtar eru í bókinni, enda hefur hún þar á alla fyrirvara í rök-
semdafærslu sinni.
I bók sinni rekur Þóra sögu sjónlistanna í tímaröð og ritar inngang að hverju
TMM 2006 • 1
89