Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 52
Þorleifur Hauksson
Nóttin var gagnsæ hula, áþekkust augum hennar sjálfrar, bláljós og svöl, gló-
andi lognský í austri, rólegt lambfé á vellinum, rakkarnir sofnaðir, undirlendið
uppgufað í þoku, sem vafðist að hlíðum fjallsins og teygði sig alla leið upp í
hamrabeltin, álfaleiði á hvítum firðinum, kría. Þannig stóðu þau í túninu meðal
hins vitra lambfjár, starandi, næstum uppleyst, og hérumbil einginn veruleiki
meir, aðeins hið leiðslukenda ástand vornæturinnar, fjarri svefni, ofar vöku,
veröld, vitund.4
Pétur Gunnarsson bendir á það í grein sinni „Þórbergur og skáldsagan“
að í Sálminum um blómið megi greina lítt falda ritdeilu við hinn gamla
keppinaut Halldór.5 Sú dulda ritdeila er greinilega til komin meira en
áratug fyrr, eins og þessi dæmi sanna. Ég held að ástæðan fyrir stóryrð-
unum í „Einum kennt öðrum bent“ sé sú að skeytunum hafi verið beint
hærra, til þess sem tók ekki leiðsögn. Og Þórbergur var svo sem ekki
einn um skeytasendingarnar. Fegurð himinsins, síðasta bók Heimsljóss,
kom út 1940, nokkrum árum á undan ritgerð Þórbergs. f lok þeirrar
bókar er Ólafur Kárason á skipsfjöl á heimleið úr fangelsinu og um borð
í skipinu er skemmtikraftur, „hjartaknosari að austan", sem lýst er á
þennan hátt:
Hjartaknosarinn var álappalegur sveitamaður, sem stundaði þjóðleg fræði til að
komast á prent og láta sín getið með lærðum mönnum syðra. Hann aðhyltist þá
skoðun að hver sá sem ekki tryði á Þorgeirsbola væri geðbilaður; að öðru leyti
virtist hann eiga heima á venjulegum þíngmálafundi. Hann sagði draugasögur
á þjóðlegan hátt með viðeigandi ættartölum, héraðalýsíngum, atvinnusögu,
hagfræði, veðurfræði og eftirhermum manna og dýra, ásamt endalausum til-
vitnunum í málsmetandi menn og ráðvandar konur. Hann sigraðist á tortrygni
áheyrenda með lýsíngum af heiðum og dölum, sem ekki var kostur að reingja,
ættfærði alla sem komu við sögu, svo menn sannfærðust um að hér var ekki
aðeins um að ræða sannort og heiðarlegt fólk, heldur jafnvel raunverulegt
fólk, sem gat alteins verið í ætt við áheyrendurna, tilgreindi nákvæmlega veð-
urskilyrði og búskaparlag í héruðum reimleikanna, að ógleymdu kristsári,
almanaksmánuði, mánaðardegi og eykt þegar einhverjum málsmetandi manni
eða ráðvandri konu var riðið af draugi. En þegar þessi sálarsljóvgandi gagn-
fræðamentun með sínum seigdrepandi staðreyndum var á enda, voru menn
loksins komnir í það sálarástand að taka því sem kórónun alls veruleiks að
hauslausir menn eða búklausar konur nudduðu köldum strjúpanum að vitum
lifandi fólks.6
f „Einum kennt öðrum bent“ deilir Þórbergur á tvenns konar meintar
öfgar í ritstíl samtímans. Annars vegar á það sem hann kallar lágkúru.
sem hann telur sprottna af þröngsýni og einhæfni bændasamfélagsins,
hins vegar á uppskafningu sem sé sýndarmennska og tildur „úr útlend-
um toga spunnin“. Á það fyrirbæri sendir hann föstustu skotin, og þar
50
TMM 2006 • 1