Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 74
Jón Yngvi Jóhannsson sviðsins er skemmtilega óvenjuleg frásagnaraðferð. Sögumaður virðist vera þorpið sjálft sem segir frá í fyrstu persónu eintölu. Þessar þorpssögur eru í senn kunnuglegar og svolítið ævintýralegar, á köflum er eins og þetta þorp standi svolítið utan við tímann. Þorpið er lítið og á margan hátt einangrað, en það er líka hluti af stærra samhengi, fólk fer og kemur aftur breytt, og einn íbúi þorpsins, Stjörnufræðing- urinn sem áður var forstjóri prjónastofu á staðnum, er í nánum sam- skiptum við dularfull alheimssamtök um björgun siðmenningarinnar. Þótt sögurnar sem þorpið segir séu margvíslegar eru örlög íbúanna ofin úr fáum þráðum: ást, losta, breyskleika og hamingjuleit. Ef við höldum okkur við kröfuna um skáldsögur sem hluta af umræðu er ekki margt að sækja til Jóns Kalmans á yfirborðinu. Samt er þessi bók, líkt og flestar skáldsögur, í einhverjum skilningi stefnuyfirlýsing. Yfirlýsing um hvað er merkilegt, hvað er í frásögur færandi. Þorpið er auðvitað ekki bara að segja okkur sögur af fólki heldur líka að einmitt svona sögur séu mikilvægar, einmitt þetta fólk í þessu þorpi er þess virði að sagt sé frá því. Niðurstaða lesanda eftir lestur Sumarljósanna getur því verið að sögur séu mikilvægar, og það á ekki síður við um Argóarflts Sjóns. Þar er fléttað saman mörgum sögum, sem sagðar eru af tveimur býsna ólík- um sögumönnum. Önnur meginsagan er af ferðalagi íslendingsins Valdimars Haraldssonar með dönsku flutningaskipi til Noregs árið 1949, en saman við hana fléttast bútar úr frásögn af siglingu Jasonar og Argófaranna í leit að hinu gullna reyfi. Stýrimaður á báðum skipum er Keneifur, einn hinna ódauðlegu meðal grískra garpa. Meðan Valdimar dvelur um borð í skipinu hafa þeir orðið til skiptis. Keneifur segir sögur af dvöl Argófara á eyjunni Lemney sem bara er byggð konum, en Valdi- mar predikar hollustu fiskáts og yfirburði norræna kynstofnsins. Þetta er saga sem spannar ótrúlegar víddir, frá jörðu til himins, milli austurs og vesturs, suðurs og norðurs og ekki síst frá fornöld til nútímans. Á yfirborðinu er hún skemmtisaga um Islending sem er upp- fullur af þjóðrembu af skemmtilega sérviskulegu tagi og viðskiptum hans við umheiminn. En allt í þessari sögu vísar í margar áttir, hvert einasta smáatriði getur haft margvíslega merkingu, augljósa eða tákn- ræna eftir atvikum. Hún fjallar um það að segja sögur, um goðsögur og orku þeirra í margvíslegum skilningi. Báðir eru sögumennirnir ólík- indatól. Sögurnar spretta ekki allar af afrekum og hetjudáðum, heldur eru uppspretturnar margvíslegar rétt eins og í fyrri skáldsögum höf- undar. Argóarflísin er sjálf eins og ferðalag um heiminn utan alfaraleiða í fylgd með þjófum, svikahröppum og hetjum. 72 TMM 2006 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.