Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 79
Menningarvettvangurinn Silja Aðalsteinsdóttir Á líðandi stund Flóðið i umræðunni Jólabókaflóðið kom, náði hámarki - og fjaraði út. Að venju. Óvenjulegt var hve margir tóku til máls á eftir til að kvarta undan því. Bar þar talsvert á óánægju fræðibókahöfunda með litla umfjöllun um stórar og vandaðar bækur, og er það að vonum. Einnig var kvartað undan því að umræðan um skáldskap stæði í alltof stuttan tíma, bara einn til tvo mánuði, auk þess sem hún væri afskræmd vegna þess hve áberandi hluti hennar væri í skötulíki - ördómar um skáldskap sem mikil vinna hefur verið lögð í. Ég hef lengi haldið því fram að ekki beri að kvarta undan jólabókaflóðinu, í fyrsta lagi af því það hafi ekkert upp á sig nema vonbrigði með að enginn hlusti á mann og í öðru lagi vegna þess að maður fái heilmikið kikk út úr því að tala um fátt annað en bækur, þó ekki sé nema í einn eða tvo mánuði á ári. Það er gaman að upplifa flóðið og einstakt í veröldinni að heil þjóð hugsi um fátt annað en bækur þó þetta lengi. Öfundsvert, að mati fólks af öðrum þjóðum. Síðastliðin vertíð lokkaði kannski óvenju víðan hóp til umræðunnar, til dæmis um bók Gerðar Kristnýjar, Myndina af pabba - sögu Thelmu. Aðrar bækur sem komust í fréttir eða voru ræddar á síðum blaða og vikurita og þar af leiðandi á heimilum voru Thorsararnir eftir Guðmund Magnússon og Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur; sumpart var það af óvenjulegri markaðssetn- ingu þessara bóka sem fólst annars vegar í orðrómi um róttæka breytingu á texta eftir að fyrsta upplag var prentað (og eyðilagt) og hins vegar á feiknarlegri sölu útgáfuréttinda erlendis. Frægasti maður í heimi eftir Kristjón Kormák Guðjónsson vakti líka óvænta athygli þegar fram kom að bréf frá ýmsum þekktum einstaklingum í henni voru ekta - en þeir höfðu ekki haft hugmynd um að þeir væru að skrifa tilbúinni persónu. Þó hefðu þeir kannski átt að vera tortryggnir út í nafn þess sem skrifaði þeim, hann kallaði sig Tómas Jónsson! Barnabókin Hænur eru hermikrákur eftir Bruce McMillan komst í fréttir vegna verðlauna sem myndskreytirinn Gunnella hlaut í Bandaríkjunum. 1 fylgd með fullorðnum eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur var hvað eftir annað í fjölmiðlum af ýmsum ástæðum, bæði bókmenntalegum og óbók- menntalegum, og mikið rædd manna (kvenna) á meðal vegna þess hvað fólki TMM 2006 • 1 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.