Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 73
Skáldsagan og samtíminn Sögur um sögur um sögur í þeirri umræðu sem vitnað var til í upphafi þessarar greinar skrifaði Stefán Máni um yfirvofandi dauða skáldsögunnar, en við litlar undir- tektir. í útvarpsviðtali við Gauta Kristmannsson áréttaði hann þessa skoðun sína, nánar tiltekið nefndi hann að skáldsagan hefði ekki lengur sama sess í menningunni og hún hafði snemma á tuttugustu öld; hún væri ekki leiðandi í umræðunni. Þetta má auðvitað taka undir, þótt ég efist raunar um að það sé skáldsagan sem sé vandamálið fremur en sú umræða sem hún er fjarstödd úr. Það sem stendur eftir að loknu jólabókaflóði er að skáldsagan lifir góðu lífi og kannski væri frekar ástæða til þess að kvarta yfir því að hún kæfi allt annað en að hún sé sjálf á heljarþröm. Ef horft er á íslenska bókaútgáfu frá sjónarhóli ljóðskálda, höfunda barnabóka eða fræðirita- höfunda er það að minnsta kosti nærtækara. Ég ætla að lokum að fjalla lítillega um nokkrar skáldsögur sem mér finnst vitna um að skáldsagan sem form sé ennþá lifandi viðfangsefni íslenskra höfunda. Þessar sögur eiga allar sameiginlegt að sameina umfjöllun um heimspekileg eða tilvistarleg efni fremur en samfélags- leg og skapandi úrvinnslu úr formum skáldsögunnar. Með þetta í huga má sjá ákveðin samkenni með skáldsögum þeirra Guðrúnar Evu Mín- ervudóttur, Sjóns, Jóns Kalmans Stefánssonar og Hermanns Stefáns- sonar. Á nýju ári kom loks í íslenskri þýðingu úrval úr verkum rússneska hugsuðarins Mikhails Bakhtin og var ekki seinna vænna. Kenningar Bakhtins um fjölröddun, íróníu og sérkenni skáldsögunnar sem bók- menntagreinar hafa sennilega haft meiri áhrif en flest annað á íslenska skáldsagnagerð og ekki síst hugmyndir sem lagðar eru til grundvallar umræðu og mati á henni undanfarna tvo áratugi. Skáldsögurnar sem hér eru til umræðu eiga sameiginlegt að setja bókmenntaleikann með einhverjum hætti í forgrunn, þær eru úrvinnsla úr margvíslegum röddum og orðræðum sem sóttar eru víða að, í goð- sögur, klassískar bókmenntir jafnt og nútímabókmenntir, heimspeki og jaðartexta hvers konar. Bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Sumarljós og svo kemur nóttin, bregður á leik með væntingar okkar til bókmenntagreina áður en hún hefst. Undirtitillinn á titilsíðunni er Sögur og útúrdúrar. Sagan neitar því þannig í einhverjum skilningi að vera skáldsaga, reynir að smjúga undan skilgreiningum. Eftir fylgja margar sögur sem þó fjalla allar um lífið í litlu þorpi á Vesturlandi. Það sem sameinar sögurnar auk sögu- TMM 2006 • 1 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.