Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 46
JÓRUNN SlGURÐARDÓTTIR nývöknuð eftir hundrað ára svefn sem aðeins guð geti vakið hana af. Hann hljóti því að vera guð. Jackie Onassis heldur fund með sínum látnu eiginmönnum eftir að hafa af kostgæfni valið dragt sem hæfi til- efninu. Þetta eru léttir textar og fyndnir, heimspekilegar skemmtisögur, sem skilja allar klisjur eftir úti í mýri hjá kettinum. Undirtitill bókar- innar er I-VPrinzessendramen fl-V Prinsessuleikritj sem vísar til menn- ingarsögunnar, nefnilega fimm konungaleikrita Shakespeares. Prins- essuleikritin eru að því leyti öðruvísi en til að mynda Wolken. Heim að goðsagnapersónur eins og Mjallhvít, Þyrnirós og Jackie Onassis taka á sig myndir persóna með manneskjulega eiginleika. Þá eru sögur þessara persóna svo vel þekktar og samofnar okkur sjálfum sem einstaklingum og þátttakendum í vestrænni menningarsögu að írónían á greiðan aðgang að huga okkar. Það sem þó líklega skiptir mestu er að höfund- urinn sýnir í textanum væntumþykju og sterka persónulega nálægð við persónurnar. Þakkarávarp Elfriede Jelinek sem sýnt var á myndbandi við afhendingu Nóbelsverðlaunanna fyrir rúmu ári er mikill textavefur og ber, eins og áður sagði, hinn táknræna titil: Irn Abseits - „utanveltu", „utansviðs“ eða „fyrir utan“. Sem rödd að utan talaði hún um sambandsleysi sitt við tungumálið. Hún líkti því við hund sem hún hafi alið vel til þjónustu við sig en nú glefsi hann og láti lokkast til andstæðinganna sem nota tungu- málið til að breiða yfir kúgun. Hún talaði um kviksyndi tungumálsins, um leiðina, veginn sem alltaf er til hliðar við og fellur aldrei saman við skrifin, og hún spurði: „Er það skáldið sem alltaf er utan vega um leið og það verður að hafa augun á veginum sem það ekki fetar?“ Og hún spyr einnig hvort vegurinn sem hún geti ekki gengið óttist „að vera ekki genginn, vegna þess að þar eru framdar svo margar syndir, stöðugt eiga sér stað pyntingar, glæpir, þjófnaðir, þar sem þungum þröngvunum er beitt og merkileg heimsörlög framleidd af þrengingaþunga.“ í öllu þessu getur aðeins tungumálið veitt öryggi, gætt að því að „allt sé rétt, rétt í því ranga þegar raunveruleikanum er lýst og það er aldrei hægt að gera rétt“. Skáldkonunni finnst tungumálið hafa yfirgefið sig. Samt sé það þarna en „hún er ekki, ekki í tungumálinu“ sem lýsir raun- veruleikanum, tjáir raunveruleikann af svo miklum gleypugangi. Hróp- ar alls staðar að, frá gervihnöttum í gegnum sjónvarpið og heimasímana og gemsana. Tungumálið er óseðjandi en stendur samt á blístri, glefsar stöðugt. Tungumálið vill ekki hlusta, vill ekki koma til skáldsins í ein- veru þess og „sá sem ekki hlustar verður að tala, mæla án þess að vera heyrður og fæstir heyrast þótt þeir mæli“. 44 TMM 2006 • 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.