Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 13
List, sannleikur og stjórnmál
ákæru í rúm þrjú ár, enga lögfræðiaðstoð fá þeir né aðra eðlilega máls-
meðferð, tæknilega í haldi til eilífðarnóns. Þessum fullkomlega ólög-
mætu aðgerðum er haldið áfram þvert á Genfarsáttmálann. Þetta er
ekki aðeins þolað heldur lítur hið svokallaða ‘alþjóðasamfélag’ nánast
alveg framhjá því. Þetta óhæfuverk er framið af þjóð sem kallar sig
‘leiðtoga hins frjálsa heims’. Hugsum við um mennina í Gvantanamo-
flóa? Hvað segja fjölmiðlar um þá? Einstaka sinnum skjóta þeir upp
kollinum - smáfrétt á síðu sex. Þeim hefur verið komið fyrir á einskis-
mannslandi og þaðan komast þeir kannski aldrei aftur. Á þessari stundu
eru margir í hungurverkfalli og fæðunni er neytt ofan í þá, þeirra á
meðal eru breskir þegnar. Það er ekkert verið að vanda sig við að troða
ofan í þá. Engin róandi lyf eða deyfing. Slöngunni er einfaldlega troðið
upp í nefið á manni og ofan í hálsinn. Þú ælir blóði. Þetta eru pyntingar.
Hvað hefur utanríkisráðherra Breta sagt um þetta? Ekkert. Hvað hefur
forsætisráðherra Breta sagt um þetta? Ekkert. Hvers vegna ekki? Af því
að Bandaríkin hafa sagt: Að gagnrýna hegðun okkar við Gvantanamo-
flóa jafngildir fjandskap. Þið eruð annaðhvort með okkur eða móti
okkur. Svo að Blair heldur kjafti.
Innrásin í írak var glæpsamleg, blygðunarlaust hryðjuverk ríkis sem
gaf skít í hugtakið alþjóðalög. Innrásin var hernaðarleg geðþóttaaðgerð,
fædd af lygum á lygar ofan og grófri misbeitingu fjölmiðla og þar af leið-
andi almennings. Aðgerð sem ætlað var að sameina hernaðarleg og
efnahagsleg yfirráð Bandaríkjanna yfir Mið-Austurlöndum undir fölsku
flaggi frelsunar - þegar öll önnur ráð til að réttlæta hana höfðu brugðist.
Gríðarleg beiting hernaðarvalds sem leiddi til dauða og limlestingar
þúsunda og aftur þúsunda saklausra manna.
Við höfum fært írökum pyntingar, klasasprengjur, skert úran, ótelj-
andi tilviljanakenndar morðárásir, eymd, niðurlægingu og dauða, og
köllum það ‘að flytja frelsi og lýðræði til Mið-Austurlanda’.
Hvað þarf maður að drepa marga áður en hægt er að kalla mann
fjöldamorðingja og stríðsglæpamann? Hundrað þúsund? Það teldi ég
meira en nóg. Því er réttlátt að Bush og Blair verði leiddir fyrir Alþjóða
stríðsglæpadómstólinn. En Bush er snjall. Hann hefur ekki viðurkennt
Alþjóða stríðsglæpadómstólinn. Því er það að ef bandarískur hermaður
eða jafnvel stjórnmálamaður er leiddur fyrir rétt þá hótar Bush að senda
sjóherinn á vettvang. En Tony Blair hefur viðurkennt dómstólinn og
þess vegna má kæra hann. Við getum gefið dómstólnum heimilisfangið
hans ef hann vill. Það er Downingstræti númer 10 í London.
Dauðinn skiptir ekki máli í þessu sambandi. Bæði Bush og Blair ýta
dauðanum vandlega frá sér. Að minnsta kosti 100.000 írakar voru
TMM 2006 • 1
11