Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 103
matur vex á trjánum og í kjallaranum vín til hundrað ára sér vart högg á þótt ég komi í heimsókn Bókmenntir og rati ekki burt; á eldhúsvegg er fornljóð um ánægjuna núna, alltaf og trén slá hring um innihald Ijóðsins, gleði skáldsins þéttan hring svo lifandi lifandi grænan, getur verið að dauðinn sé tóm steypa úr þeim í borginni? Hérna hefur merkingarheimur (eða kannski merkingarleysisheimur) skáldsins algerlega snúist við. Hann sem er vanur að dvelja í hverfulleikanum þar sem lífið er tæplega til, hrífst svo með fólki í augnablikinu að allt i einu virðist dauð- inn sem hann er alltaf að þrá af ást og einlægni vera tilbúningurinn. Samt er hann að dingla fætinum í tóminu, því með því að minnast á dauðann í lokin, er hann að minna okkur á að hann mun aldrei gleyma sér fyllilega með okkur. Hvar endar maður? Við höfum séð að Jónas er upptekinn af því hvort sjálfið sé nægilega veigamik- ið til að mark sé á því takandi, og hvar það endar ef svo er. í hvar endar maður? er Jónas frekar að spá í það hvar vitundin endar, hvar maður endar sem ein- staklingur („Hreiður"), hvar mörkin milli einstaklinga liggja („Þú sem ég mæti“, „Grótta“, „Mannlegur misskilningur"), hvar mörkin milli manns og dýrs liggja („Mannlegur misskilningur“), hvar mörkin milli skynjunar og heimsins liggja („Gluggasæti", „Maður og annað“), en að hann sé að spá í hvar maður endar eftir að maður deyr. f ljóðinu „Skógarveisla“ í umræddri bók endar hann á að segja: „Lífið er ekki ég / ekki þú / heldur við“. Þar er hann kom- inn alveg til baka til mannanna, eitt augnablik, og viðurkennir að við getum strangt til tekið ekki fyllilega greint okkur merkingarlega hvert frá öðru. Þetta verður forvitnilegt þegar hann í seinasta hluta bókarinnar segir frá æskuvini sínum Kristjáni, sem tók líf sitt. Það vottar ekki fyrir reiði út í hinn fallna vin, Jónas skilur hann eiginlega best af öllu því fólki sem hann lýsir í bókum sínum. Það eru bara örlítil skil á mill Jónasar og Kristjáns, og þau tengjast því sem hann unir sér við, ljóðunum. Seinasta ljóðið í hvar endar maður? heitir „Þráður“: Lífið eftir skáldlegu árin barnsárin er spurning því annars hefði Kristján ekki svarað þeirri spurningu neitandi TMM 2006 • 1 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.