Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 22
Böðvar Guðmundsson
mér að fara með kviksögur á prenti um tignarmenn. Víst er að harla ólík
voru þau frændsystkin, Friðrik og Vilhelmína, og ekki var hann spurður
hvort honum dámaði ráðahagurinn.
Nýfermdur og trúlofaður var nú Friðrik sendur suður til Rómar að
læra hversu skyldi her beita og lýð stýra. Að þremur vetrum liðnum kom
hann aftur úr suðurgöngu og hafði þá hvorugt lært en brúðkaup sitt hélt
hann skömmu síðar. Það var mikil hátíð og af því tilefni lét Friðrik kon-
ungur VI skáld sitt, Jóhann Lúðvík Heiðberg, semja mikla kómedíu um
Kristján IV. Kómedían heitir Álfhóll og er enn leikin víða í Danmörku.
Þýskur tónmeistari er hét Friðrik Daníel frá Kúluá í Úlfsteini hafði þá
lengi verið við hirð Friðriks VI. Er hann var enn á æskuskeiði var róstu-
samt í Úlfsteini og flæmdist hann þaðan brott og allt til Danmerkur en
lét þó áður annað auga sitt. Friðrik Daníel frá Kúluá lét þeyta marga
lúðra og berja ákaft bumbur í kómedíunni Álfhóli og Matthías skáld lét
syngja þau lög flest í Skuggasveini. Þótti flestum mikið gaman að
kómedíunni og lofa leikhúsgestir enn í dag ákaflega hugrekki Kristjáns
IV er hann ríður yfir lækinn Trygguvellu. Friðrik Kristjánsson dáði æ
síðan Jóhann Lúðvík og sjónarspilið Álfhól. Þá lét Friðrik Kristjánsson
sjálfur steikja marga uxa á teini víða um Danmörku og draga til ölámur
stórar að almenningur mætti eiga hlut að gleðinni. Af þessu var hann
elskaður af múgamönnum en miður mæltist uppátækið fyrir hjá hirð og
ríkisráði. Tengdafaðir hans, Friðrik VI, lét þó kyrrt.
I öllu var Friðrik Kristjánsson líkari sléttum bóndamanni en prinsi og
undi illa kurteisisvenjum og hefðarstandi og aldrei mælti hann á kon-
ungamáli, hvorki fyrir né eftir krýningu. Best líkaði honum við glaum-
gosa og hlaupastelpur og svipaði þar til afabróður síns, Kristjáns VII.
Ekki voru samfarir þeirra Friðriks og Vilhelmínu góðar og þótti
honum kalt að eiga náttból í hvílu eiginkonu sinnar. Af þessu var Vil-
helmína harmi slegin, hún var kona siðavönd og guðhrædd. Þeim varð
ekki barna auðið.
Það var einhvern morgun að frú Vilhelmína bað um áheyrn hjá föður
sínum. Henni var þungt um mál og sá konungur að hún hafði grátið.
Hann unni Vilhelmínu dóttur sinni mest sinna barna. Hann tók nú frú
Vilhelmínu í faðm sinn og kyssti hana og bað hana að segja sín erindi.
Hún svaraði seint en mælti þó að lokum af þungum móði:
„Herra, hver mundi sú kona, er maka hennar leikur meir hugur á að
róta í rotnandi tröllabeinum en að taka á hennar eigin kné?“
„Eigi er við yður að sakast,“ mælti konungur, „og má enn sannast hið
fornkveðna, að þótt gaukurinn laumi sínu eggi í hreiður göfugra fugla,
þá kemur engu að síður gauksungi úr því eggi. Still nú sorg yðar, en
20
TMM 2006 • 1