Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 7
List, sannleikur og stjórnmál ég vissi að sá sem ávarpaður var hafði engan áhuga á þessum skærum og ekki heldur á þeim sem spurði um þau. „Dökkt“ hélt ég að ætti við hárið á einhverjum, líklega konu, og væri svar við spurningu. í báðum tilfellum varð ég að rannsaka málið. Það gerðist sjónrænt, mjög hægt, úr skugga yfir í birtu. Ég byrja alltaf á því að nefna persónurnar A, B og C. í leikritinu sem varð Heimkoman sá ég mann ganga inn í tómlegt herbergi og spyrja yngri mann þessarar spurningar þar sem hann sat í ljótum sófa og las blað um veðreiðar. Einhvern veginn grunaði mig að A væri faðir og B sonur hans, en ég hafði enga sönnun fyrir því. Hún kom skömmu seinna þegar B (sem seinna varð Lenny) segir við A (sem seinna varð Max): „Er þér sama þótt ég skipti um umræðuefni, pabbi? Ég þarf að spyrja þig að dálitlu. Hvað heitir maturinn sem við fengum? Hvað kallarðu hann? Af hverju kaupirðu ekki hundaket? Þú ert hundlé- legur kokkur. Alveg satt. Þú heldur að þú sért að elda fyrir hunda.“ Úr því að B kallar A „pabba“ virðist einsýnt að líta á þá sem feðga. A var líka greinilega kokkur en ekki var eldamennska hans mikils metin. Þýddi þetta að þarna væri engin mamma? Ég vissi það ekki. En, eins og ég sagði við sjálfan mig, þá vitum við ekki endinn í byrjun. „Dökkt.“ Stór gluggi. Kvöldhiminn. Maður, A (sem seinna varð Dee- ley) og kona, B (sem seinna varð Kate), sitja og staupa sig. „Feit eða mögur?“ spyr maðurinn. Hvern eru þau að tala um? Þá sé ég konu, C (sem seinna varð Anna), standa við gluggann í öðru ljósi, snúa baki í þau, dökkhærð. Það er einkennilegt augnablik þegar persónur fæðast sem fram að því hafa ekki verið til. Það sem fylgir er slitrótt, ótryggt, minnir jafnvel á ofsjónir þó að stundum geti það verið óstöðvandi snjóflóð. Staða höf- undarins er einkennileg. Að sumu leyti taka persónurnar honum illa. Þær streitast á móti honum, þær eru ekki auðveldar í sambúð, það er engin leið að skilgreina þær. Maður getur sannarlega ekki skipað þeim fyrir. Að sumu leyti er maður í endalausum leik við þær, leik kattarins að músinni, skollaleik, feluleik. En að lokum er maður kominn með fólk af holdi og blóði í hendurnar, fólk með vilja og einstaklingsbundnar til- finningar, sett saman úr einingum sem maður getur ekki breytt, fiktað við eða afskræmt. Tungumál listarinnar er afar margslungið, kviksyndi, trampólín, tjörn lögð ísi sem gæti látið undan þunga höfundarins hvenær sem er. En eins og ég sagði linnir aldrei leitinni að sannleikanum. Og henni er engin leið að slá á frest. Það verður að horfast í augu við hana hér og nú. TMM 2006 • 1 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.