Heimsmynd - 01.12.1986, Síða 42

Heimsmynd - 01.12.1986, Síða 42
KASTLJOS / Undanfarið hefur meira þótt bera á kaþólsku kirkjunni en áður og orðið vakning jafnvel borið á góma. En hversu fjölmennir eru kaþólskir hér á landi? Að hvaða leyti er kaþólska kirkjan frábrugð- in öðrum kirkjum? Er um vakningu að ræða að mati presta? Eíver er saga kirkj- unnar hérlendis eftir siðaskipti? Eftir að Jón Arason biskup var háls- höggvinn árið 1550 var kaþólskur siður bannaður á íslandi svo varðaði lífláti eða brottvísun af landinu. Það var svo ekki fyrr en árið 1857 að hingað kom franskur prestur, kaþólskur, séra Bernharður og settist að á Seyðis- firði. Ári síðar kom til landsins annar kaþólskur prestur, séra Baldvin. Haustið 1859 fluttist séra Baldvin til Reykjavíkur og keypti Landakot. Árið 1860 hóf hann að reisa viðbótarbyggingu að baki íbúðarhúsinu. Byggingarnefnd Reykjavíkur kom snarlega á vettvang og lagði blátt bann við þessum framkvæmd- um en séra Bernharður stóð fastur á sínu og sagði viðbótarbygginguna einkakap- ellu. Séra Bernharður var engu að síður dæmdur í fimm ríkisdala sekt og einnig var honum bannað að byggja kirkju. Dómi þessum var síðar hnekkt í yfir- dómi. Kaþólskir prestar dvöldust nú í Landakoti af og til næstu fjóra áratugina án þess þó að um fast trúboðsstarf væri að ræða. Séra Baldvin ílengdist á íslandi og lærði íslensku. Sögð er sú saga að eitt eftir Ólaf Gunnarsson sinn er hann vildi komast til Siglufjarðar á fund franskra sjómanna, en skip komst aðeins til Akureyrar, hafi komið ströng skilaboð frá yfirvöldum um að enginn mætti hafa neitt saman við þenn- an kaþólska prest að sælda að viðlögðum stórsektum. Þá kom stórbóndi nokkur, Einar Ásmundsson, prestinum til hjálpar og tók hann inn á heimili sitt og sagði honum sjálfsagt að vera þar eins lengi og honum sýndist. Yfirvöld dæmdu Einar í stórsekt en hann skaut málinu til Dan- merkur og þar var því eyít. Varð þetta til þess að Gunnar, sonur Einars, sigldi á kaþólskan skóla og sömuleiðis Jón Sveinsson, síðar höfundur hinna vinsælu Nonnabóka. Gunnar Einarsson tók kaþólska trú og var í um tuttugu ár einn maður kaþólskur á íslandi. Fjölskylda hans varð fyrsti vísir að kaþólskum söfnuði og sonur hans, Jóhannes, varð síðan fyrstur íslendinga kaþólskur biskup eftir siðaskipti. Voru þá liðin 493 ár síðan Jón Arason var tekinn af lífi. íslendingar höfðu öðlast trúfrelsi með stjórnarskránni 1874. Árið 1896 hafði Jó- hannes von Ench biskup í Danmörku ákveðið að stofna til kaþólsks trúboðs á fslandi og sendi hingað kaþólska presta og systur af St. Jósefsreglu. Árið 1902 var St. Jósefsspítali vígður. Árið 1923 ákvað yfirstjórn kirkjunnar í Róm að senda til Norðurlanda sérlegan sendimann páfa, Van Rossum kardínála. Van Rossum fékk heldur dauflegar við- tökur nema á íslandi. Hér var honum haldin veisla á vegum ríkisins og mætti hann hvarvetna hinni mestu alúð. Kardínáli þessi söng hátíðarmessu í kaþ- ólsku kirkjunni. Sú kirkja hafði verið flutt inn frá Noregi fullsmíðuð árið 1897 og var blessuð en aldrei vígð. (Eftir vígslu Kristskirkju var hún flutt vestur fyrir prestssetrið og síðar notuð fyrir íþróttahús, gamla ÍR-húsið.) Heimsblöðin birtu langar greinar um ferðalag Van Rossum. Kardínálinn var heillaður af íslandi og þegar hann sagði Píusi XI frá för sinni varð páfinn bæði glaður og hrifinn. Sagt er að Píus páfi hafi þaðan í frá tekið ástfóstri við ísland. í umræddri íslandsför skipaði Van Rossum postullegan prefekt á íslandi eða yfirmann kaþólskra á fslandi sem voru of fáir til að hægt væri að stofna raunveru- legt biskupsdæmi. Þau tíðindi gerðust síðan árið 1924 að hingað kom nývígður prestur, Jóhannes Gunnarsson. Þremur árum síðar var lagður hornsteinn að Kristskirkju í Landakoti. Lagði Jens Eyjólfsson byggingameistari steininn en Guðjón Samúelsson húsameistari var til að- stoðar. Sumarið 1929 var aftur von á Rossum kardínála til að vígja hina nýju kirkju og í frétt Morgunblaðsins í júlí það ár segir: Kirkjan er nú öll fáguð orðin og prýdd, þetta fyrsta guðshús á íslandi sem að list og búnaði er í nokkuð veglegu samræmi við trúarbrögðin sem þar eru boðuð. 42 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.