Heimsmynd - 01.12.1986, Page 70

Heimsmynd - 01.12.1986, Page 70
* „Eg var send til geölœknis sem úrskurö- aöi aö ég heföi óvenju sterkt ímynd- unarafl.“ um meinlausa leit tveggja unglings- stúlkna að farvegi fyrir sjálfar sig og sína listsköpun. „Lögreglan hafði líka nokkur afskipti af þessari sýningu og endaði með því að loka henni og skrifa verkin upp. Sum lentu meira að segja á bak við lás og slá á Litla-Hrauni. Ástæðan sem gefin var fyrir lokun sýningarinnar var sú að við hefðum brotið lög um kvikmyndasýning- ar. Við höfðum ekki leyfi til að selja aðgang að kvikmyndasýningum. Við seldum aðgang á 90 krónur fyrir full- orðna og 25 krónur fyrir börn. Kvik- myndirnar voru eingöngu hluti sýningar- innar en lögregluskýrslan var óskaplega skemmtileg. Þeir skrifuðu niður lýsingar á öllum verkunum á þann hátt sem lögg- unni einni er lagið. Þetta var löng skýrsla og háalvarleg. Þeir létu okkur sýna sér kvikmyndirnar og skrifuðu eftirfarandi: Kvikmyndina kvaðst Edda hafa tekið og sýndi hún Guðrúnu allsnakta á hlaupum með kvígum austur í Flóa. Um hina myndina skrifuðu þeir: Seinni kvikmynd- ina kvaðst Guðrún hafa tekið og sýndi hún Eddu, einnig allsnakta, á hlaupum með sömu kvígum sem fyrr voru nefndar.“ Guðrún skellir upp úr. „Aumingja kvígurnar voru eins og glæpamenn.“ „Á þessum árum var svo mikið að gerast í lífi manns. Ég vissi ekkert hvert stefndi né hvað ég ætti að gera. Það er svo hræðilega erfitt að vera unglingur. Lífið varð manni stundum ofviða. Ég man sem bam, þegar ég var sex ára, að ég átti erfitt með að ímynda mér að ég gæti staðist þá ábyrgð að verða fullorðin, kaupa hús og í matinn. Þegar ég sá gaml- ar konur, langaði mig til að deyja. Þær voru líka litlar, en samt fullorðnar með stóran staf. Þá var ég send til geðlæknis sem úrskurðaði að ég hefði óvenju sterkt ímyndunarafl.“ - Var þetta þunglyndi? „Nei. Þegar ég eltist var þetta kallað oflæti. Ég átti erfitt með að skipta um verustaði. Ég var í sveit á sumrin sem bam á stóm sveitaheimili. Mér fannst alltaf erfitt að snúa aftur heim í litla eldhúsið. Það gerði mig óömgga. Þetta varð síðan allt stærra og meira í sniðum á unglingsárunum. Allt sem var að gerast og óvissan um sjálfa mig, hvað ég vildi og hvað ég ætti að gera, gerði mig hræddari. Ég hef alltaf þurft að eiga samastað,“ segir hún og lítur með velþóknun yfir stofuna sína í húsinu á Stokkseyri. Augu hennar staðnæmast að lokum á mér og hún segir með hálfgerðu flissi: „Veistu að ég var búin að koma hingað nokkrum sinnum, þegar ég uppgötvaði að hérna fór ég alltaf í sömu fötin, þennan rauða kjól, gammosíur og peysu.“ . Hún íhugar þetta aðeins með sjálfri sér og segir síðan: „Maður sér þetta allt bet- ur núna eftirá hvernig í öllu lá. En áður var þetta allt svo erfitt og óskiljanlegt. Það gekk meira að segja svo langt að ég var lögð inn á Klepp og höfð á lyfjum. Mér leið vel þar. Fann þar öryggi og umgekkst alls konar fólk, marga eldri en mig, sem fengu að vera þeir sjálfir. Ég vildi helst ekki fara þaðan. Ég losnaði undan þessu mjög skyndilega. Það var einn atburður sem opnaði augu mín. Það var á fjölskyldufundi. Foreldrar mfnir áttu að mæta þar ásamt læknum. Ég kveið óskaplega fyrir. En á þessum fundi sá ég foreldra mína alveg í nýju ljósi og reyndar sjálfa mig um leið. Þau voru feimin og lítil og ég gerði mér grein fyrir því að þau voru ekkert stærri en ég, að ég gæti jafnvel orðið þeim að liði. Þetta var mikil uppgötvun. Að þessum fundi lokn- um neitaði ég að taka fleiri lyf og nokkrum vikum síðar labbaði ég út í lífið aftur, reiðubúin að takast á við það. Ég fór til Svíþjóðar og ætlaði að læra mynd- list í Konstfackskolan í Stokkhólmi. Þangað fór ég, gekk inn í miðjan tíma. Þá var mér sagt að skólinn hefði byrjað fyrir mánuði og ég kæmi nokkuð seint. Ég kom aftur til íslands úr þessari fýlu- ferð og var eitt kvöldið á gangi á Frí- kirkjuveginum. Þá kallar vinkona mín í mig þar sem hún stendur á tröppunum á húsi Æskulýðsráðs og er þá komin í leiklistarskóla SÁL. Hún spyr hvort ég vilji ekki koma inn í tíma. Ég hugsaði með mér að fyrst hún væri komin í leiklistarskóla, þá gæti ég það alveg eins. Ég gekk inn í tíma, alveg eins og í Stokk- hólmi skömmu áður, nema þarna var ég velkomin og leið strax vel. Þar var alls konar fólk á ýmsum aldri. Þarna átti ég heima. Og ég þakka Guði fyrir að hafa lent þar og hvergi annars staðar, því þarna mátti maður vera öðruvísi. Á svið- inu er maður nefnilega eins og í lífinu, hver með sínu móti.“ Þetta voru samt ekki hennar fyrstu kynni af leiklist. „Þetta hafði svo sem lengi legið í loftinu.“ Faðir hennar, Gísli heitinn Guðmundsson, var bflstjóri leikhópa um árabil. Hvorst sem það voru leikflokkar frá Þjóðleikhúsinu eða Leikfélaginu eða frjálsir hópar sem oft voru stofnaðir til slíkra ferða. „Og hugs- aðu þér. Þeir fóru allan hringinn og sýndu á hverju kvöldi á annan mánuð fyrir fullu húsi. Það var þeirra tíma Sum- argleði og ekkert rusl. Ég fékk stundum að fara með í þessar ferðir, til dæmis þegar farið var með Hart í bak, Horfðu reiður um öxl og Andorra. Það var í því síðastnefnda sem ég fékk mitt fyrsta hlut- verk. Ég var engill sem gekk yfir sviðið. Ég lék engilinn í Aratungu og Keflavík. í lok ferðarinnar sagði Gunnar Eyjólfsson, sem var í aðalhlutverkinu, að hann væri búinn að innrita mig í leiklistarskólann og ég gæti byrjað þegar ég yrði tólf ára. Ég var átta ára þá. Seinna komst ég að því að maður byrjaði ekki tólf ára í leiklistarskóla og varð fyrir miklum von- brigðum." Eins og aðrir sem voru í Leiklistar- skóla SÁL, talar hún af miklum hlýhug um þennan skóla sem var stofnaður og rekinn alfarið af nemendum sjálfum allt þar til Leiklistarskóli íslands tók til starfa eftir þriggja ára tilvist SÁL-skólans. „Við vorum svo ung þegar þetta var. Ég skil ekki hvernig kennararnir nenntu þessu og það á lúsarlaunum. Við vorum oft ekkert nema dónaskapurinn. Á þriðja starfsári SÁL-skólans ákváðu leik- húsin að starfrækja eigin skóla. Við vor- um með samsæri í gangi, ætluðum öll í inntökuprófið þeirra og auðvitað að standast það. Þegar við kæmumst inn, ætluðum við að segja: Nei takk! Við erum með betri skóla sjálf. Á endanum fór það svo að tvær stóðust prófið.“ Guð- rún var önnur þeirra en hún sneri samt aftur í SÁL-skólann. Ég spyr hana hvers 70 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.