Heimsmynd - 01.12.1986, Page 126

Heimsmynd - 01.12.1986, Page 126
Jólaleikrit Þjóöleikhússins er Aurasálin, LAvare, eftir franska sautjándu aldar höfundinn Moliere. Sveinn Einarsson er leikstjóri og hann spyr: HVERS VEGNA MOLIÉRE? íslensk leiklist var í bernsku, þegar við kynntumst Moliere fyrst. Það er meira en öld liðin, síðan skáldið Jón Ólafsson sneri fyrstu verkum hins franska leik- húsmanns á íslensku, Broddlóunum, Lœkni gegn vilja sínum og Neyddur til að kvongast. Það voru skólapiltar, sem fljótt komu auga á, líkt og um Holberg, hversu hentug þessi verk eru til að vekja í senn kátínu og umhugsun. Shakespeare komst ekki hér á svið fyrr en hálfri öld síðar, Grikkirnir biðu í heila öld. Og af hverju eru Shakespeare og grísku leikskáldin hér nefnd í sömu andrá og Moliere? Vegna þess einfaldlega að það hefur ver- ið mætra manna mál um aldir, að sem skáld leiksviðsins sé Moliere í efsta flokki; og svo er enn í dag: aldrei líður svo stund, að ekki sé verið að fást við verk meistarans einhvers staðar í heiminum. Moliere hefur komið mikið við sögu skólaleikja og Herranætur hér á landi, en síður en skyldi í atvinnuleikhúsunum. Þannig hefur Aurasálin, sem nú verður jólaleikrit Þjóðleikhússins, aldrei áður verið leikin af atvinnumönnum hér, en hins vegar í tvígang verið menntaskóla- leikur, 1925 með Þorstein Ö. Stephensen í broddi fylkingar, og svo 1954; sá sem hér heldur á penna var þá formaður leiknefndar, en meðal leikenda var Gísli Alfreðsson núverandi Þjóðleikhússtjóri og er hann einnig með í jólasýningu leik- hússins. ímyndunarveikin er það leikrita Moii- eres sem oftast hefur veriðdeikið hér í leikhúsunum og ævinlega við miklar vin- sældir, en annars hafa leikhúsin einnig glímt við Hrekkjabrögð Scapins, Georges Dandin, Don Juan og nú síðast Tartuffe í Nemendaleikhúsinu í fyrravor. En hver var hann eiginlega þessi Moli- ere? Hann var fæddur í París 1622, sonur efnaðs borgara og átti völ á góðri menntun. En eitthvað annað dró hug- ann, rúmlega tvítugur er hann kominn í lágt skrifaðan leikflokk, sem ferðaðist um úti á landsbyggðinni. Þetta flakk stóð í hálfan annan áratug, og virðist, þegar eftir Svein Einarsson öll kurl koma til grafar, hafa verið eins góður skóli og hvað annað. Og þá fyrst fer Moliere að semja leikina fyrir flokkinn. Um Moliere var sagt, að hann hafi verið miðlungi góður í harmleikjunum, ágætur gamanleikari og frábær skop- leikari. Náttúran hafði þó ekki að öllu leyti verið örlát við hann, röddin var ekki hljómmikil og stundum óð á honum, og svo átti hann það til að fá hikstakast þegar verst gegndi. Á hinn bóginn lék gæfan við hann að öllu því er hreyfingum og svipbrigðum laut; enginn þótti hans jafningi í því að bregða nýjum svip á andlit sitt. Eins og marga góða gaman- leikara, dreymdi hann alla tíð um að ná svipað langt í harmleikjunum og reyndi það lengi vel. En þar kom þó, að hann sætti sig við sitt svið, og þá var líka svo komið, að í skáldskapnum var hann virt- ur og gamanleikir hans teknir jafn alvar- lega og harmleikir Racines og Corneilles, samtímamanna hans. Og með réttu. Leitun er í heimsbókmenntunum að gamanleikjum eða skopleikjum, sem búa yfir meiri harmrænni dýpt, yfir blæbrigðaríkari könnun á mannssálinni og veikleika hennar. Því það eru umfram allt veikleikar okkar, sem Moliere lýsir með kastljósi háðsins; ágirnd, græðgi, uppdráttarsýki, tilgerð, uppskafnings- háttur, vitsmunaleg sundurgerð, trú- hræsni, vanahugsun og þrælslund við tísku, ríkjandi skoðanir og framgangs- máta. Moliere var djarfur í efnisvali sínu og kom við kaunin á mörgum. Hann lét þó andstöðu ekkert á sig fá og lét hvergi deigan síga, þó að ýmsum öflum hins viðtekna velsæmis tækist að hindra að verk hans kæmust á fjalirnar um skeið. Áður en leikflokkur Molieres lagði París undir sig, fóru eins og áður segir mörg lærdómsár í að leika og einnig í að skrifa. Það var því þroskaður listamaður, sem sló í gegn í leikhúsheiminum í París árið 1658, efnilegt skáld, sem naut þess að vera einnig afburða leikari, afburða leikari sem átti eftir að verða afburða skáld. Og afburða leikhúsmaður; til er frá hendi Molieres lítill leikþáttur, kall- aður Impromptu a Versailles en impromptu táknar eitthvað sem er sjálfkvæmt og undirbúningslaust. Hér erum við í Ver- sölum allt í einu komin á leikæfingu hjá Moliere og hann er að segja leikurum til. Og það er bersýnilegt að það er öðru nær en að leikrit Molieres fari undirbúnings- laust á fjalirnar því hér er á ferðinni meðvitaður leikstjóri, sem hyggur jafn grannt að hverju minnsta smáatriði, hljómfalli og svipbreytingu eins og þeir sem af bera í leikstjórn í dag. Og hann er ákveðinn í sínum stíl; eins og annar mik- ill leikhúsmaður, Shakespeare, en í ræðu Hamlets til leikaranna varar hann við hástemmdum, uppþembdum Ieikstíl og biður um að allt sé sem náttúrulegast. Tíu árum eftir að Moliere kom aftur með leikflokk sinn til Parísar, skrifar hann L'Avare eða Aurasálina, á einum mánuði, að því er sagnir herma. Á þess- um tíu árum hafði hann náð valdi á skrif- um og meistarverk hans eins og Eigin- kvennaskólinn, Tartuffe, Don Juan og Mannhatarinn höfðu litið dagsins ljós og sum vakið miklar deilur. Efnið í Aurasál- ina sækir Moliere til latneska gaman- leikjahöfundarins Plautusar (og menn hafa reyndar þóst geta rakið áhrif frá ýmsum öðrum höfundum). En það er ekki það sem máli skiptir: heldur hitt hvernig mönnum helst á því, sem þeir læra af öðrum. Og Moliere kunni ekki aðeins að læra af öðrum höfundum, hann kunni og að læra af öðrum leik- húsmönnum, ekki síst þeim gleðinnar boðberum í ítalska leikhúsinu í París, sem voru ættaðir úr commedia delTarte - leikhefð endurreisnartímans, háþróað- asta alþýðuleikhúsi allra tíma. Frá þjón- unum og þjónustustúlkunum ítölsku eru komnar persónur eins og La Fleche, Meistari Jakob og Dame Claude í Aura- sálinni, og Harpagon og Frosine eiga sér líka forfeður í þessari gömlu leikhúshefð. Leikurinn Aurasálin fjallar sem sagt um aurasál. Hvers vegna Moliere? Hvers vegna ekki Moliere handa öld, þar sem ekki verður þverfótað fyrir aurasálum? 126 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.