Heimsmynd - 01.10.1987, Page 11

Heimsmynd - 01.10.1987, Page 11
valdið miklu ójafnvægi í bandarísku efna- hagslífi. Síðustu mælingar á eignarhaldi eins prósents ríkustu íbúa Bandaríkjanna benda til þess að þeir eigi 34,3 prósent eða fjórar billjónir (milljón milljónir) Banda- ríkjadala af tólf billjóna dala þjóðarauði. Hefur eignarhlutdeild þessa þjóðarbrots ekki verið meiri frá lokum þriðja áratug- arins, áður en kreppan mikla skall á, þeg- ar sú tala náði að verða 36 prósent. Batra spáði jafnframt að verð hluta- bréfa myndi hækka stöðugt á þessum ára- tug, líkt því og gerðist á þriðja áratugnum. Hann hefur reynst sannspár og þykir það með ólíkindum. Batra heldur því fram að aukið eignarhald hinna ríku hafi skapað óhóflega sókn í verðbréf. Segir hann að með þessu móti hafi þensla aukist á fjár- málamörkuðum og fólk hafi fyllst ofur- bjartsýni. Segir Batra að nú sé lokaskeið þessa þenslutímabils að fara í hönd og ein- kennist það af óstjórnlegri spákaup- mennsku sem endanlega leiði til almennr- ar hræðslu og hruns á lánamörkuðum. Telur hann að árið 1989 marki tímamót hvað þetta varðar. Það sem er merkilegt við hækkun á verði hlutabréfa er að hún virðist ekkert tengd aukinni þjóðarframleiðslu. Síðustu fimm árin hefur raunvirði hlutabréfa hækkað um 200 prósentustig á meðan raunvirði þjóðarframleiðslu hefur hækk- að rétt um 20 prósent. Fjármálaspekú- lantar kauphallanna hafa reynt að réttlæta þessa hækkun á verði hlutabréfa með þeim rökum að hin mikla aukning fyrir- tækjasamsteypa og kaup stærri fyrirtækja á þeim smærri hafi skapað aukna hag- kvæmni. En það er fráleitt að ætla að hag- kvæmni einkafyrirtækja hafi aukist tífalt á síðustu fimm árum. Batra hefur rannsakað þær fjórar kreppur sem skollið hafa yfir í Banda- ríkjunum allt frá miðbiki 18. aldar. Nið- urstaða hans er sú að það þurfi ákveðnar forsendur til að kreppa skelli á. Ein veigamesta forsenda kreppu að mati Batra er óhófleg samsöfnun auðs á fárra hendur. Ein ástæða þessa, þegar til lengri tíma er litið, er að auður helst innan vellauðugra fjölskyldna. Önnur ástæða samsöfnunar auðs á fárra hendur er að- stöðumunur stórfyrirtækja á frjálsum markaði. Slfk fyrirtæki hafa meiri mögu- Mynd þessi sýnir hlutfall heildareigna í þjóðfélaginu sem er í elgu eins prósents rík- asta hluta þjóðarinnar. Myndin sýnir að þegar hlutfall þetta hefur orðið óeðlilega hátt í Bandaríkjunum hefur kreppa eða efnahagssamdráttur fylgt í kjölfarið. HVERS VEGNA ER SAMSÖFNUN AUÐS HÆTTULEG ÚT FRÁ EFNAHAGSLEGU SJÓNARMIÐI? Með rannsóknum sínum á samsöfnun auðs í Bandaríkjunum í gegnum tíðina hefur dr. Ravi Batra metið hlutfall heildarauðs í eigu ríkasta hundraðshluta þjóðarinnar. Þetta hlut- fall nálgast nú ört það hámark sem það náði rétt fyrir kreppuna miklu árið 1929. fhalds- menn og sósíalista greinir á um siðferðilegan grunn þessa ójafnaðar en Batra telur mestu hættuna sem í þessari þróun felst liggja í efnahagslegum afleiðingum hennar. [ fyrsta lagi leiðir þróunin til þess að aukinn hluti þjóðarinnar fer niður undir eða niður fyrir fátæktarmörk. Almenníngur er hins vegar ófús að draga úr neyslu sinni þó að tekjur lækki og fjármagnar neyslu sína að nokkru leyti með lánum. Neyslulán í Bandaríkjunum hafa enda vaxið mjög á níunda áratugnum. Vegna þessa myndast veikleikar í efnahags- kerfinu og hættan áað bankartapifé eða verði gjaldþrota eykst. Önnurafleiðing þróunar- innar er aukin spákaupmennska á verðbréfamarkaði. Ríkasti hluti þjóðarinnar er sá hóp- ur sem hefur mesta möguleika á að fjárfesta á markaðinum og hann hefur gert það ótæpilega á liðnum árum. Eftirspurn á verðbréfamarkaði eykst þannig, sem kyndir undir verðhækkanir þar, jafnvel þó þær eigi sér ekki stoð í undirstöðum efnahagslífsins. SAMRUNI FYRIRTÆKJA OG AUKIN SKULDSETNING Á liðnum árum hefur samruni fyrirtækja og það að eitt fyrirtæki gleypi annað (mergers, take-overs, buy-outs) orðið æ meira áberandi í bandarísku viðskiptalífi. Síaukinn kraftur hefur farið í það af hálfu fyrirtækjanna að kaupa hvert annað eða að verjast því að vera keypt eða yfirtekið í stað þess að vinna að nýjungum, vöruþróun eða öðrum þeim þáttum sem aukið geta framleiðni og skapað verðmæti þegar til lengri tíma er litið. (tengslum við þennan samruna- eða yfirtökufaraldur hefur mikið lánsfé verið notað. Bankalán og and- virði skuldabréfa sem hafa verið seld í þessum tilgangi hafa farið til að kaupa hlutabréf í því fyrirtæki sem ætlunin er að yfirtaka. Heildarskuldir í þjóðfélaginu hafa því farið vax- andi án þess að um neina verulega framleiðslu- og framleiðniaukningu sé að ræða. Það sem meira er að oft á tíðum eru gæði þeirra skuldabréfa sem notuð eru til að fjármagna yfirtökuna umdeilanleg, enda eru þau í daglegu tali kölluð junkbondseöa draslbréf. Sú aukna skuldsetning fyrirtækjanna sem' þetta veldur án þess að hagur þeirra batni að marki á móti veldur því hins vegar að geta fyrirtækjanna til að mæta áföllum minnkar verulega, þar sem þau verða að verja föstum hluta tekna sinna til greiðslu hárra vaxta af draslbréfunum, án tillits til þess hvernig árar. Hagnaður þeirra minnkar því eða snýstyfir í tap, sem gæti kveikt þann neista sem þarf til að stórir hópar hlutabréfaeigenda ákveði að losa sig við hlutabréf sín, en áhrifum þess hefur þegar verið lýst.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.