Heimsmynd - 01.10.1987, Page 13

Heimsmynd - 01.10.1987, Page 13
CFOs Uale The liiveKluieiil Banks FinancialWörld The. InvrttMenl Magmine /uly 28, 1987 • $ 1.00 l>r. Rayi Itatra: Prcpare For Deprcssion! Svo mikla athygli hefur kenning dr. Ravi Batra vakið eftir að bók hans The Great Depression of 1990 varð metsölubók í Bandaríkjunum að hann hefur prýtt for- síður ótal tímarita um efnahagsmál. leika til að ráða arðsemi en smáfyrirtæki. Þriðja ástæða þessarar samsöfnunar auðs á fárra hendur er þau skattalög sem Reag- an forseti lét setja árin 1982 og 1986. Þessi nýju skattalög stórminnkuðu skattaálögur á hina ríku. Fjórða ástæða þessarar sam- söfnu.nar er sú auðsöfnun sem átt hefur sér stað með hækkuðu verði hlutabréfa. Aætlað verðgildi þessa nýja auðs er um ein billjón dala. Helmingur þessa fjár- magns hefur runnið til þessa eina prósents þeirra auðugustu í Bandaríkjunum. Þegar á heildina er litið er því ekki skrýtið að samsöfnun auðs á hendur fárra hafi aukist um heil tíu prósentustig á síðustu tveimur áratugum og einna mest á þessum áratugi. Onnur mikilvæg forsenda kreppu sam- kvæmt kenningu Batra er afnám allra þeirra reglugerða sem settar voru um banka í lok kreppu fjórða áratugar til að koma í veg fyrir að sú spákaupmennska sem átti sér stað fyrir kreppuna gæti end- urtekið sig. í stjórnartíð Reagans forseta hafa þessar reglugerðir verið afnumdar. Enn ein forsenda kreppu að mati Batra er það sem á ensku nefnist merger mania eða samsteypu-æði þar sem sífellt stærri fyrirtæki gleypa smærri fyrirtæki. Sú þró- un hefur ýtt enn frekar undir samsöfnun auðsins. Sú staðreynd að tekjuhalli ríkissjóðs Bandaríkjanna er eins mikill og raun ber vitni, eða um tvö hundruð milljarðar dala, segir Batra vera vísbendingu þess að kreppan í aðsigi verði mikil. Ein megin ástæðan er sú að geta ríkisins til að spyrna við samdrættinum þegar hann hefst, með hefðbundnu framlagi úr ríkissjóði, verður takmörkuð. Á þessum forsendum hefur UM SPÁKAUPMENNSKU Á VERÐBRÉFAMARKAÐI I Bandaríkjunum er hlutabréfamarkaðurinn langmikilvægastur. Fjárfestendur kaupa hlut í fyrirtækjunum sjálfum og öðlast þannig tilkall til arðgreiðslna ef vel árar. Hlutabréfa- eign er hins vegar áhættusamari en skuldabréfaeign þar sem hluthafar fá einungis greiddan arð eftir að öllum öðrum, þar með talið lánardrottnum, hefur verið greitt út að fullu. (slæmu árferði dragast tekjur fyrirtækjanna saman og hagnaður þeirra minnkar eða fyrirtækin tapa. Séu fyrirtækin lítt skuldsett eru þau í stakk búin til að mæta slíkum áföll- um, en fari slæmt árferði saman við háa skuldsetningu fyrirtækjanna er hætt við að illa geti farið. Þá er hætt við að sú hækkun hlutabréfa, sem orðið hefur umfram þá tekju- eða arðsmöguleika sem fyrirtækið á, hverfi jafnört og hún myndaðist og hlutabréf hríðfalli í verði. Hlutabréf í bandarískum fyrirtækjum hafa nær þrefaldast í verði frá árinu 1982, og sú þróun hefur einnig orðið á flestum öðrum hlutabréfamörkuðum í heiminum. Ravi Batra telur að hlutabréfin eigi eftir að hækka mikið í verði enn, og þá einkum vegna spákaup- mennskuáhrifa. Upphaflega hækka hlutabréf í verði vegna atburða sem leiða til aukinnar bjartsýni um hag fyrirtækja og bjartsýni á auknar arðgreiðslur í framtíðinni. Þannig byrj- uðu hlutabréf í Bandaríkjunum að hækka í verði í árslok 1982 þegar efnahagsbata fór að verða vart. Atvinnuleysi fór þá minnkandi, vextir lækkuðu og margt benti til að þeirri lægð sem ríkt hafði í bandarísku efnahagslífi undanfarin ár væri að Ijúka. Eftirspurn eftir bréfum jókst því og verðið hækkaði. Þegar Ijóst varð að verðhækkunin var ekkert stundarfyrirbæri má ætla að spákaupmennirnir hafi farið inn á markaðinn, þeir sem ekki vildu missa af þeirri arðsvon sem hækkandi verð á hlutabréfum skapaði. Það er erfitt að greina á milli hvar verðhækkun vegna raunverulegra forsendna í efnahagslífinu endar og verðhækkun vegna spákaupmennsku einnar sér tekur við, en Batra er þess fullviss að spákaupmennirnir ráði nú ferðinni. Þeir hyggist hagnast á verðhækkun hluta- bréfanna en koma sér út af markaðinum með skjótfenginn gróða áður en hann hrynur. Batra spáir þessu hruni 1990, en í millitíðinni hafi hlutabréf hækkað f verði um fimmtíu prósent frá því sem nú er. Hrunið orsakast af því að markaðsaðilar telja tímabært að inn- leysa hagnað sinn, selja bréfin, en vegna þess að margir muni vilja selja lækki verðið. Slíkt hafi í för með sér að aðrir hlutabréfaeigendur telji tímabært að losa sig við sín bréf og þannig koll af kolli þar til verð hlutabréfa hefur hrapað um tugi prósenta. HUGLEIÐINGAR JOHN KENNETH GALBRAITH UM HUGSANLEGA KREPPU 1990 Síðasta vetur birtist í tímaritinu The Atlantic Monthly grein eftir John Kenneth Gal- braith, í tilefni af skrifum um að nýtt verðbréfahrun kynni að vera í uppsiglingu. Þar gerir hann grein fyrir fjórum atriðum sem honum finnast keimlík í þróun verðbréfamarkaðar- ins, annars vegar fyrir heimskreppuna 1929 og hins vegar á liðnum árum: [ fyrsta lagi hafi mikil spákaupmennska ríktá verðbréfamarkaði fyrir 1929, og að svo sé einnig nú. Galbraith tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvort að þetta muni leiða til hruns á verðbréfamörkuðunum, en ef til þess komi muni hin ýmsu öryggisnet, sem ekki voru til staðar árið 1929, minnka verulegaáhrif þess. Atvinnuleysisbætur, lífeyrisgreiðsl- ur, aukin ríkisútgjöld og önnurtæki sem stjórnvöld hafi yfirað ráða muni valdaþví aðáhrif hlutabréfahruns mildast sé borið saman við hrunið mikla árið 1929. [ öðru lagi bendir Galbraith á að á báðum þessum tímabilum hafi verið um að ræða myndun fjármagnsóskapnaða, en þeir lýsi sér nú í samruna- og yfirtökufaraldrinum, þar sem mikil lán séu tekin til að taka yfir önnur fyrirtæki. Hann bendir á að þarna hafi verið farið mjög óvarlega með fjármagn og að sá tími komi að fyrirtækin verði að standa reikn- ingsskil gerða sinna. f þriðja lagi nefnir Galbraith til kynslóð fjármálasnillinga, sem svo eru kallaðir meðan allt leikur í lyndi, en sem oftarverði ásakaðir fyrirallt sem aflaga fer ef hrun verður. Hann spá- ir því að margir höfundar fyrirtækjasamruna endi innan fangelsismúra, sumir séu þegar farnir þangað vegna óheimillar notkunar á trúnaðarupplýsingum í starfi, en margir aðrir verði hvattir til að hætta störfum snemma á lífsleiðinni. Þetta eru sömu örlög og biðu margra fjármálamannanna eftir verðbréfahrunið 1929. Að síðustu nefnir Galbraith skattalækkanir síðustu ára, en á árunum fyrir 1929 voru einnig stórfelldar skattalækkanir í Bandaríkjunum. Hann hefur áhyggjur af því að stór hluti þessara skattalækkana hafi ekki lent hjá framleiðslufyrirtækjunum, eins og að var stefnt, heldur hafi hann farið út á verðbréfamarkaðinn, og þar fjármagnað kaup fyrirtækja hvert á öðru ásamt því að hafa nært og viðhaldið óeðlilegri hækkun hlutabréfaverðs. Galbraith tekur ekki afstöðu til þess hvort kreppa sé á næsta leiti, nefnir aðeins að ef af henni verði yrði hún vægari en heimskreppan sem hófst 1929. Hann telur hins vegar ástæðu til að menn reyni að draga lærdóm af sögunni í stað þess að gleyma henni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.