Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 22

Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 22
STJÓRNMÁL EFTIR ARNA SNÆVARR jA^ðstoðarmönnum ráðherra fjölgar ört. . . Eru þeir óþarfir pólitískir kommissarar á ríkisjötunni eða boðberar betra kerfis? Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sem tók við völdum í vor sló met um leið og hún var mynduð. Hún er fjölmennasta ríkis- stjórn lýðveldisins til þessa, skipuð ellefu ráðherrum. En ekki var staðar numið er stjórnarmyndunin var um garð gengin. A hveitibrauðsdögum stjórnarinnar var svo engu líkara en ráðherrarnir yrðu æði hjálparþurfi því þótt færri ráðuneyti kæmu í hlut hvers þeirra en endranær skipuðu fleiri sér aðstoðarmenn en nokkru sinni fyrr. Ekki þarf mikið hugmyndaflug til þess að Parkinsonslögmálið komi upp í hug- ann þegar litið er á þróun pólitískrar yfir- stjórnar ríkiskerfisins. Ráðherrarnir sem létu af völdum í hinni svokölluðu viðreisn- arstjórn árið 1971 voru aðeins sjö talsins og notfærðu sér ekki heimild í lögum frá 1969 til að skipa sér aðstoðarmenn, þótt ráðu- neytin hafi í raun verið litlu færri en nú er. Sextán árum síðar tekur ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar við völdum skipuð ellefu ráðherrum sem hver um sig skipar sér að- stoðarmann, auk þess sem nokkrir ráð- herrar hafa í raun fleiri pólitískt skipaða aðstoðarmenn. Segja má að gömul heim- ild í lögum til að ráða sér aðstoðarmenn hafi verið fyrst notuð að ráði þegar vinstri stjórnin tók við völdum 1978. Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra varð fyrstur til að fá sér aðstoðarmann en það var Adda Bára Sigfúsdóttir veður- fræðingur. Vinstri stjórnin skammlífa 1978 til 1979 festi hins vegar embætti að- stoðarmanna í sessi. Þeim hefur smáfjölg- að síðan það var og nú stefnir í að hver ráðherra hafi aðstoðarmann sér við hlið. Þetta þýðir þó ekki að ráðherrar hafi ekki átt sér trúnaðarmenn áður, en þá voru þeir fyrst og fremst embættismenn sem voru fyrir í kerfinu eða voru hreinlega ut- an þess. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa allir ráðið sér aðstoðarmenn eða ætla að gera það eftir því sem HEIMSMYND kemst næst. Það er athyglisvert að margir að- stoðarmannanna eru konur en sem kunn- ugt er þykir hlutur kvenna í ráðherraemb- ættum næsta rýr. En hvaða fólk er það sem velst til að að- stoða æðstu ráðamenn þjóðarinnar? Eru þetta pappírstígrisdýr og töskuberar eða þungaviktarfólk í pólitík á uppleið? Þegar litið er á aðstoðarmenn núver- andi ráðherra kemur í ljós að um hvort tveggja er að ræða. Ef við byrjum efst í metorðastiganum og könnum bakgrunn þessa fólks kemur í ljós að um tvenns kon- ar aðstoðarmenn er að ræða, annars vegar faglega og hins vegar pólitíska sem þó búa stundum yfir sérþekkingu á málaflokki viðkomandi ráðuneytis. Lítum á bak- grunn þess fólks sem skipar fjölmennasta hóp aðstoðarmanna ráðherra til þessa. Staða aðstoðarmanns forsætisráðherra ætti að vera eftirsóknarverðasta staðan. Það kom nokkuð á óvart er Jónína Michaelsdóttir var ráðin aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar. Viðmælendur HEIMSMYNDAR eru á einu máli um að Jónína eigi upphefðina fyrst og fremst því að þakka að hún hafi þekkt Þorstein lengi. Hún var til dæmis blaðakona á Vísi er Þor- steinn var þar ritstjóri. Mönnum sem til þekkja er raunar ekki grunlaust um að Jónína verði fyrst og fremst blaðafulltrúi Þorsteins Pálssonar og benda þeir þá ekki aðeins á fortíð hennar í blaðamennsku heldur einnig á störf hennar við almanna- tengsl. Svo virðist sem mikið hafi verið hvískrað í kerfinu er hún var ráðin og því er ekki að neita að sumir embættismenn töldu ótækt að reynslulaus og nær ó- menntuð kona, hvorki þungaviktarmaður í kerfinu né í pólitík, hlyti hnossið. „Það er haft í flimtingum að „blaðafulltrúinn“ hafi fengið sér blaðafulltrúa" sagði hátt- settur embættismaður við HEIMS- MYND. En Jónína hefur einnig starfað töluvert innan Sjálfstæðisflokksins þótt hún hafi lítið sinnt því undanfarin þrjú ár. Hún hefur verið í mið- og framkvæmda- stjórn og kannski umfram allt verið for- maður áróðursnefndar flokksins. „Það ef- ast enginn um að Jónína sé greind og dug- leg kona og eigi eflaust eftir að hjálpa Þorsteini að koma málstað sínum á fram- færi, en það er frekar að menn efist um að hún hjálpi honum innan kerfisins. Þar 22 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.