Heimsmynd - 01.10.1987, Page 27

Heimsmynd - 01.10.1987, Page 27
FRIÐÞJÓFUR HELGASON Þótt aðstoðarmennirnir séu oft kallaðir aðstoðarráðherrar í daglegu tali er það sennilega oftitlun í flestum tilfellum. Að- eins einn aðstoðarmannanna og raunar sá fyrsti sem bar það heiti, Adda Bára Sig- fúsdóttir, sótti þannig ríkisstjórnarfundi í fjarveru ráðherra síns Magnúsar Kjart- anssonar. Raunar segir Guðmundur Benediktsson, ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneytinu, að það hafi ekki verið ætlun Bjarna Benediktssonar sem átti mestan þátt að samningu stjórnarráðslaganna að þeir yrðu þannig staðgenglar ráðherra. Hugmyndir um slíkt hafa hins vegar verið uppi. í nýjum tillögum um endur- skipulagningu stjórnarráðsins sem Helga Jónsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og starfsbróðir hans Eiríkur Tómasson (reyndar fyrrum að- stoðarmaður dómsmálaráðherra) unnu að er gert ráð fyrir að ráðherrar fái valda- meiri pólitíska aðstoðarmenn. Þar er í raun gert ráð fyrir því að ráðherraritarar verði jafn réttháir ráðuneytisstjórum. Þeir yrðu í sömu sporum og aðstoðarmennirn- ir eru nú, vikju fyrir nýjum ráðherrum. Hvort þetta þýddi að aðstoðarmennirnir í núverandi mynd væru úr sögunni skal ósagt látið en eflaust yrði skrattanum og Parkinson gamla, höfundi lögmálsins um útþenslu kerfisins, skemmt ef þeir yrðu eftir þótt þetta kæmi til framkvæmda. Einn aðstoðarmannanna sagði að hann teldi af og frá að þessi hugmynd að nánari skilgreiningu á stöðu aðstoðarmannanna leysti þann vanda sem óljós staða þeirra nú hefði vissulega haft í för með sér. Hann taldi að núverandi fyrirkomulag, þar sem aðstoðarmennirnir heyrðu undir ráðherr- ann og engan annan og hefðu að öðru leyti ekki mannaforráð, væri þó skárra. „Ég held að þetta myndi skapa mikla tog- streitu og jafnvel hatrammar deilur um völd á milli ráðuneytisstjóranna og ráðherraritaranna". Menn í stjórnkerfi og stjórnmálum sem HEIMSMYND ræddi við voru á einu máli um að aðstoðarmenn ráðherra hefðu ver- ið mjög misvaldamiklir eftir því hverjir ættu í hlut, og færi það jafnt eftir ráðherr- unum og aðstoðarmönnunum sjálfum. Það væri misjafnt hvort þeir ynnu í senn að tæknilegum úrlausnarefnum og póli- tískri ráðgjöf og stefnumótun. Allir eru þó sammála um að Björn Bjarnason, núver- andi aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, 'nafi haft gríðarmikil pólitísk áhrif er hann var í raun aðstoðarmaður Geirs Hall- grímssonar, forsætisráðherra. Björn gegndi þá starfi skrifstofustjóra forsætis- ráðuneytisins en engum vafa er undirorp- ið að í raun gegndi hann áþekkri stöðu og valdamestu aðstoðarmennirnir til þessa. Það styrkir þetta nokkuð að Björn lét af embætti um svipað leyti og Geir fór frá. En er hægt að líta á starf aðstoðar- manns ráðherra sem stökkpall? Um þetta eru viðmælendur HEIMSMYNDAR ekki á einu máli enda hefur þeim vegnað misvel sem gegnt hafa þessum störfum. Ef litið er á aðstoðarmenn í síðustu stjórn vekur það athygli að furðu margir þeirra halda áfram og margir fylgja sama ráðherra, þótt raunar sé allur gangur á því. Þetta bendir vissulega til þess að trún- aður skipti miklu máli. Helga Jónsdóttir, Finnur Ingólfsson, Hreinn Loftsson og Bjarni Guðmundsson halda öll áfram í störfum sínum. Geir Haarde virðist hins vegar hafa notað aðstoðarmennskuna sem stökkpall eða viðkomustað til æðri metorða því hann sest nú á þing fyrir sjálf- stæðismenn. Finnur Ingólfsson reyndi raunar hið sama, náði öðru sæti í prófkjöri í Reykja- vík hjá framsóknarmönnum en það dugði ekki til þingmennsku. Eiginkona Geirs Haarde, Inga Jóna Þórðardóttir, hverfur hins vegar til annarra starfa en þess ber að geta að ráðherra hennar, Ragnhildur Helgadóttir, missti sæti sitt í ríkisstjórn við stjórnarskiptin. Ef lengra er haldið aftur í tímann er sömu sögu að segja, aðstoðarmennirnir hafa búið við misjafnt gengi. Jón Ormur Halldórsson, aðstoðarmað- ur dr. Gunnars Thoroddsen, fylgdi for- ingja sínum í pólitíska útlegð úr Sjálfstæð- isflokknum á sínum tíma. Þröstur Ólafs- ÍVarl Th. Birgisson hefur verið valinn sem aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar af pólitískum ástæðum. Honum hefur verið valið heitið upplýsingafulltrúi. son venti sínu kvæði hins vegar í kross og er ugglaust ekki valdaminni sem fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar en sem aðstoð- armaður Ragnars Arnalds, fjármálaráð- herra. Þar var hann aðallega þekktur sem samningamaður í vinnudeilum en í það skipti hinum megin borðsins. Svo önnur dæmi séu tekin má benda á að Þorsteinn Magrtússon, fyrrnefndur aðstoðarmaður Ragnars Arnalds í menntamálaráðuneyt- inu, hélt utan í doktorsnám og nafni hans Ólafsson, sem aðstoðaði Hjörleif Gutt- ormsson við iðnaðarmálin, tók við ágætri stöðu hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga. Loks varð Björn Dagbjartsson þingmaður fyrir sjálfstæðismenn sem fyrr segir, eftir aðstoðina við kratann, Kjartan Jóhannsson, í sjávarútvegsráðuneytinu. Enn að minnsta kosti hefur enginn notað aðstoð við ráðherra sem stökkpall svo að óyggjandi sé, enda höfðu þeir sem náð hafa verulegum sess í stjórnmálum verið búnir að skjóta pólitískum rótum áður en þeir hófu aðstoðarmennskuna. Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við HEIMSMYND að hann og Helga Jóns- dóttir hefðu verið skömmuð innan flokks- ins fyrir að láta ekki meira á sér bera. „Ég held að Helga tæki hins vegar undir það með mér að staða okkar sem aðstoðar- manna ráðherra er ekki okkar tækifæri heldur mikið pólitískt tækifæri þess ráð- herra sem velur okkur til starfa. Það er því miklu nær að við reynum að kynna ráð- herra okkar sem best enda kemur oft í hlut aðstoðarmannsins að gefa ráð um framsetningu og pólitíska tímasetningu." Af framangreindu er ljóst að ellefu- menningarnir sem nú leggja úr höfn til fulltingis nýjum ráðherrum geta ekki bók- að að nýju störfin færi þeim lykil að enn frekari pólitískri upphefð. Hins vegar má teljast ljóst að aðstoðarmennirnir ættu að vanda val ráðherra sinna ef þeir hyggjast nota þetta sem stökkpall. Fordæmi Jóns Orms Halldórssonar ætti eitt út af fyrir sig að minna á að framinn sem þeir öðlast í þjónustu ráðherranna er jafn fallvaltur og frami ráðherranna sjálfra. HEIMSMYND 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.