Heimsmynd - 01.10.1987, Side 42

Heimsmynd - 01.10.1987, Side 42
„ Ungir menn eru ekki rómantískir í hugsun . . . Þá skortir tilhlýðilega virðingu fyrir hefðum og venjum. “ - UNGUR ISLENSKUR KARLMAÐUR eyðsla fyrirtækisins í vitleysu kallaði yfir það rannsókn. „Það eru þessir drengir sem þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort þeir fái að éta þótt þeir leggi sig ekki fram. Þeir eyða og eyða í nafni fyrirtækisins, eru orðnir sérfræðingar á fínustu vínsortir, snæða á Holtinu í hverju hádegi, ganga um í þessum stöðluðu Bossfötum og fá sinn hundrað og fimmtíu þúsund kall plús risnu mánaðarlega,“ segir einn af þeim mönnum sem stendur framarlega í íslensku viðskiptalífi. „Þeir bera sig mannalega,“ segir annar, „hafa vit á öllu og lausnir á reiðum höndum en geta aldrei skilað almennilegu dagsverki. Fyrirmyndir þeirra eru Kröflu- og Hafskips- pólitíkusar og pólitískt skipaðir bankastjórar. Þótt sjálfir telji þeir fyrirmyndir sínar frekar í ætt við Lee Iacocca eða einhverja stjörnustjórnendur sem náttúrlega eru ekki til hér og ef þeir væru það sætu þeir ekki á Holtinu og sötruðu hvítvín í hádeginu. Þeir væru heldur ekki akandi um á amerískum drossíum eða fínni jeppum, blaðrandi í bflasíma.“ Hvað ungur nemur gamall temur. í kunningjaþjóðfélaginu íslandi er kannski ekki furða að þessar manngerðir blómstri þegar kerfið umbunar þeim. Ungliðar í stjórnmálasamtökum taka pólitíska leiðtoga sína sér til fyrirmyndar, „þessa hálfvita sem eru að setja landið á hausinn" eins og Einar Kárason rithöfundur orðar það. Virðing Alþingis hefur minnkað á undanförnum árum og áratug. Virðing stjórnmálamanna hefur minnkað og almennt hefur siðgæði þeirra sem eru í forsvari verið dregið í efa. Þegar HEIMSMYND bað karla úr ólíkum þjóðfélagshópum og aldursflokkum að nefna einhverja stjórnmálamenn sem þeir teldu til fyrirmyndar varð fátt um svör — hvar í flokki sem þessir menn stóðu. „Það eru engir alvörukarlar á þingi,“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, „ekki menn sem þekkja atvinnulífið og vita það að afkoma þeirra er háð vinnuframlagi. í ráðherraliðinu nú eru menn sem tala um 42 HEIMSMYND Jón Sígurðsson við- skipta- og dómsmálaráð- herra er einn þeirra manna sem konur telja nokkuð frambærilegan. „Það er eitthvað við augnaráðið sem gerir það að verkum að maður fær í hnén,“ segir ein. Að sumu leyti er hann táknrænn fulltrúi kerfisins, vel klæddur maður í valda- stól, menntaður og ver- aldarvanur. „Það er yfir höfuð gott að vera karlmaður í þessu þjóðfélagi því ísland er land karla. Ég tel mikil- vægt að auka áhrif kvenna í þjóðfélaginu en ég veit ekki hvort það er hægt að flýta þeirri þróun með pólitískum ákvörð- unum en þær mega held- ur ekki vera konum í óhag. Eitt minna fyrstu embættisverka er að skipa konu í stöðu borg- ardómara.“ „Karlmennsku legg ég að jöfnu við drengskap en ekki líkamsburði og hreysti eins og sumir gera. Karlmennska er í raun að vera góður við konu sína og börn.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.