Heimsmynd - 01.10.1987, Side 45

Heimsmynd - 01.10.1987, Side 45
karlmönnum: Þetta er svo dýrt! En huga verður að því að blanda ekki saman rómantík og erlendum siðvenjum í samskiptum kynjanna, eða rugla saman aðferðum karla við að kynnast konum og rómantík. Á íslandi kynnist fólk iðulega á skemmtistöðum. „Sé maður spenntur fyrir konu veit maður að hana er gjarnan að finna á bar eða skemmtistað,“ segir ungur íslendingur. „Maður þarf ekki að manna sig upp, hringja í hana og bjóða henni formlega út.“ „Hin sígilda sviðsetning fyrstu kynna er gjarnan sú að hann mætir á skemmtistað ásamt kunningjum og hún ásamt vinkonum. Þau vita af hvort öðru. Hann fær sér nokkur glös áður en hann mannar sig upp í að nálgast hana. Stundum bíður hann þangað til að öll ljós eru kveikt og þau hittast í fatahenginu. Þá segir hann: Er ekki partý einhvers staðar. Þau taka leigubíl, hann slengir gjarnan handleggnum utan um hana í bflnum, reynir jafnvel að kyssa hana. Á leiðarenda dregur hann upp seðlaveskið og segir höfðinglegur: Ég borga bflinn! Næsta morgun er hann gjarnan á bak og burt,“ er lýsing ungrar Rey kj a víkurstúlku. Fráskilinn, myndarlegur maður á fer- tugsaldri sem stundar skemmtistaði borgarinnar um hverja helgi segir: „Ég var giftur í tíu ár en hefði ég vitað hvað það er æðislegt fjör að vera einn hefði ég skilið mun fyrr. Maður þarf ekkert fyrir því að hafa að ná sér í stelpu. Sumar bjóða sig fram án nokkurra formerkja.“ Annar karlmaður í svipaðri stöðu segir: „Ég er orðinn hundleiður á þessu innantóma dansstaðalífi. Það er langt síðan ég hef orðið hrifinn af konu en þegar ég hitti þá réttu verður það vonandi ekki á dansstað." Ung, fráskilin kona segir: „íslenskir karlmenn átta sig ekki á því að einlægur áhugi og hrifning er manni fyrir mestu. Ekki endilega að þeir bjóði upp á drykk eða eitthvað í þá veru. Oftast er framkoma þeirra eins og þeir séu bara á eftir einu, að fá mann með sér í rúmið. Þeir eru eins og iðnaðarmenn í akkorðsvinnu." Ungur maður segir: „Fyrir mér er rómantík að horfa á sólarlagið saman. Einu sinni varð ég mjög hrifinn af stelpu og orti til hennar ljóð. Hún gerði grín að naér. íslenskar stelpur eru ekkert sérlega uppörvandi í þessu samhengi." „íslenskir karlmenn eru svo miklir þumbarar," segir ung kona. „Þeir veita manni nánast enga athygli á götum eða kaffihúsum. Þeir horfa aldrei á konur og daður fyrir þeim er tilgangslaust nema þeir ætli sér eitthvað mun rneira." Ég vil fá hana strax og ekkert ástarkjaftœði eða rómantík hér! segir í beinskevttum dægurlagatexta. Veraldarvön kona segir: „íslenskir til hjónabands og tryggðar samt nokkuð íhaldssöm. „Karlmenn fara mjög illa út úr skilnuðum,“ segir eldri lögfræðingur. Yngri stéttarbróðir hans segir: „Gott hjónaband er viljaákvörðun.“ Hvernig eiginmenn skyldu íslenskir karlar vera? Slíkri spurningu er ekki fljótsvarað, þeir eru jafnvel eins misjafnir og þeir eru margir. Kona sem var lengi gift í Frakklandi en er nú gift íslendingi segir: „Franskir eiginmenn eru örugglega þeir leiðinlegustu í heimi. Þeir eru smáborgaralegir og kröfuharðir, vilja að allt heimilishaldið lúti settum reglum og allt líti vel út á yfirborðinu, þótt þeir séu löngu komnir með hjákonu." Kona sem lengi var gift Bandaríkjamanni segir: „Hann ætlaðist til þess að ég sæi alfarið um heimilishald og barnauppeldi og væri helst fullkomin í því hlutverki. Síðan sá hann ofsjónum yfir því ef ég hugðist fara út með vinkonum mínum eða gera eitthvað annað sjálfstætt." Um íslenska eiginmenn fullyrðir miðaldra kona: „Það þarf að byrja á því að ala þá upp þegar til heimilis er stofnað. Þeim hefur ekki verið kennd eðlileg tillitssemi í umgengni." Önnur sem starfandi er utan heimilis segir: „Fyrstu árin, áður en börnin framhald á bls. 130 karlmenn eru hvorki rómantískir né kurteisir heldur hégómlegir og sjálfumglaðir. Þessi sjálfumgleði þeirra er leið til að sanna mátt sinn og megin, eins konar veldissproti. Konur sjá oftast í gegnum slíkt þótt þær taki gjarnan þátt í þessum leik með því að láta eins og þeim finnist mjög mikið til þeirra koma.“ Önnur kona segir: „Mér finnst það ef til vill skýrasta dæmið um hversu órómantískir íslenskir karlmenn eru upp til hópa hvað þeir eru íhaldssamir, fordómafullir og sjálfumglaðir. Þeir tala gjarnan mjög niðrandi um konur. Ég varð vitni að því um daginn að ung kona og ungur maður höfðu lúmskan áhuga hvort fyrir öðru. Þegar ég spurði hann hvort hann hefði áhuga á henni, svaraði hann: Ertufrá þér. Mér finnst hún sœt en þetta er ómenntuð, einstœð móðir. “ Flosi Ólafsson vísar til sjónvarpsþáttar um daginn þar sem rætt var við ungt fólk. „Mér blöskraði alveg þegar ung hjón voru spurð um líf sitt og viðhorf. Þau töluðu um stærra hús, betri menntun og gott starf. En þeim datt ekki í hug að hafa orð á því að þau væru bálskotin í hvort öðru sem er auðvitað það sem skiptir mestu máli í sambandi manns og konu.“ Ýmsir benda á að þessi þáttur rómantíkur, einlæg hrifning óháð ytri skilyrðum í líkingu við rómantíska ást Jónasar Hallgrímssonar, sé hverfandi. „í þessu samfélagi efnishyggju er eins og menn meti konur og bfla að jöfnu,“ segir miðaldra menntamaður og bendir á bflaauglýsingar þar sem „konum er skellt klofvega framan á húddið". „Ungir menn eru ekki rómantískir í hugsun. Þeir einblína gjarnan á nútíð og framtíð, velgengni í starfi og hvers kyns veraldarvafstur annað á hug þeirra allan. Þá skortir tilhlýðilega virðingu fyrir hefðum og venjum. Órómantískt viðhorf þeirra til kvenna endurspeglast meðal annars í því að hundsa kurteisisvenjur sem tíðkast erlendis. Sjentilmennska er að vissu leyti ekkert annað en rómantík. Karlmenn tala oft óvirðulega um konur og þá aðeins sem kynverur," segir ungur íslenskur námsmaður erlendis. HJÓNABANDIÐ? Þótt hjónaskilnaðir séu algengir hér og færist í vöxt virðist afstaða íslenskra karla BRAGI P. JÓSEFSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.