Heimsmynd - 01.10.1987, Side 70
sagði Sigurður ennfremur, „kemur í ljós
að flestir sjúklingarnir eru á aldrinum 30
til 35 ára. Ef við gerum ráð fyrir að meðal
Nœturlífið í Reykjavík hefur löngum verið rómað og sá
orðstír farið af yngri kynslóðinni að fólk í þeim
aidurshópi skipti oft um rekkjufélaga eða væri fljótt að
efna til skyndikynna. „Það er auðvelt að taka íslenskar
stelpur á löpp,“ sagði einhver.
meðgöngutími sjúkdómsins sé fimm til
átta ár þá kemur í ljós að eyðni er sjúk-
dómur ungs fólks, rétt eins og kynsjúk-
dómar á borð við sárasótt og lekanda. Af
þessum sökum ákváðum við að gera ungl-
inga að fyrsta markhópnum fyrir eyðni-
fræðsluna.“
í kjölfar þessarar ákvörðunar var út-
búinn bæklingur sem fólk á aldrinum 15 til
24 ára fékk sent heim í pósti. Auk þess var
á síðasta vetri staðið fyrir fræðslufundum í
skólum og reynt að höfða til ungs fólks
sérstaklega, til dæmis með frísklegu vegg-
spjaldi þar sem hvatt var til notkunar
smokka. Nokkrir tónlistarmenn fluttu
dægurlag málinu til stuðnings og slagorðin
um verslunarmannahelgina eru enn eitt
dæmi um þann áróður sem beint er sér-
staklega að markhópnum. Þessar aðgerð-
ir eru hins vegar umdeildar.
„Mér finnst eyðnifræðslan og áróður-
inn hér hafa verið ómarkviss. Þetta er sett
af stað til að gera eitthvað, af því að það
þarf eitthvað að gera. Það vill gleymast æ
ofan í æ, hér á landi sem annars staðar, að
rannsaka þá hópa sem á að beina fræðsl-
unni til, áður en farið er af stað“ sagði Söl-
vína Konráðs í samtali við HEIMS-
MYND, en hún hefur meðal annars kynnt
sér forvarnaraðgerðir í framhaldsnámi
sínu í sálfræði í Bandaríkjunum. „Vitn-
eskjan sem liggur fyrir um kynhegðun Is-
lendinga áður en eyðni kemur til sögunn-
ar er í rauninni ómarktæk og því ekki á
henni að byggja. Ég tel til dæmis að hóp-
urinn 35 til 45 ára sé í nákvæmlega jafn-
mikilli hættu og unglingarnir. í þessum
aldurshópi eru margir fráskildir og í heild
lifa þeir ekki síður óreglulegu kynlífi en 20
árum eldra fólk. Gallinn er sá að meðan
þetta er ekki kannað er ekki hægt að segja
nokkurn hlut um þetta.“
Þorvaldur Kristinsson, formaður Sam-
takanna 78, sem er félag lesbía og homma
á íslandi, var ekki síður gagnrýninn á
fræðsluherferðina, en þó á öðrum for-
sendum. „Það er staðreynd að þeir tveir
sem látnir eru úr eyðni voru hommar og
þeir tveir sem hafa sjúkdóminn á lokastigi
eru hommar. Af þeim rúmlega þrjátíu
sém mælst hafa með eyðniveiruna eru um
70 prósent hommar. Það virðist því vera
svipuð þróun hér og annars staðar, þar
sem það eru fyrst og fremst karlmenn sem
Eyðni í pólitískri umræðu
Harðar pólitískar deilur hafa orðið um
viðbrögð við vágestinum eyðni, en víðast
hafa þær þó ekki haft í för með sér alvar-
legar pólitískar afleiðingar. Þó má nefna
eina undantekningu og það er Frakkland.
Umræðan um eyðni hefur orðið til þess
að borgaraflokkarnir geta nú illa gert
kosningabandalag við Pjóðfylkinguna eða
Front National vegna þess hve öfgafull
stefna þess flokks hefur fallið í grýttan
jarðveg á meðal lýðræðissinnaðra hægri-
manna.
Jean-Marie Le Pen hinn ofsafengni
leiðtogi Þjóðfylkingarinnar sem hingað til
hefur einkum þrifist á andstöðu sinni við
afríska innflytjendur hefur gengið fram
fyrir skjöldu og krafist þess að eyðnisjúkl-
ingar, jafnvel þeir sem hafa aðeins for-
stigseinkenni, verði lokaðir inni í einangr-
unarbúðum.
Heilbrigðisráðherra Frakklands,
Michelle Barzach, brást harkalega við
þessum hugmyndum á þingi. „í gær voru
það innflytjendur, í dag eyðnisjúklingar,
hverjir verða það á morgun?" hrópaði
hún titrandi röddu og beindi orðum sínum
til þingmanna Þjóðfylkingarinnar. Sjón-
varpsstöðvarnar sýndu glefsur úr ræðu
Barzach aftur og aftur og fyrsta hetjan í
baráttunni fyrir málstað eyðnisjúklinga
var fædd.
Óttinn við útbreiðslu eyðni hefur leitt til
umræðna víða erlendis, bæði í Banda-
ríkjunum og Frakklandi, um hvernig
meðhöndla eigi sýkta einstaklinga.
Michelle þessi Barzach var algjörlega
óþekkt þegar Jacques Chirac, forsætis-
ráðherra, skipaði hana heilbrigðisráð-
herra í mars 1986. Fyrstu mánuði hennar í
embætti vakti hún að vísu athygli en ekki
fyrir frumkvæði í stjórnmálum heldur
glæsilegan klæðaburð. Vissulega átti hún
það skilið enda stórglæsileg og menntuð
kona, en hún var læknir þar til kall Chir-
acs kom. Barzach vann hug og hjörtu
þingmanna jafnt stjórnar sem stjórnar-
andstöðu þegar hún skar upp herör gegn
öfgakenndum skoðunum Þjóðfylkingar-
innar.
Ljóst er að hörð andstaða hennar og
ýmissa annarra ráðherra borgaraflokk-
anna gegn átroðslu hinnar hálf-fasísku
þjóðfylkingar á mannréttindi minnihluta-
hópa setur Chirac forsætisráðherra
þröngar skorður. Hann hefur ekki viljað
útiloka annað hvort kosningabandalag
við Þjóðfylkinguna eða að minnsta kosti
að gengið verði til móts við íhaldssama
kjósendur hennar.
Hvort Barzach getur sér enn frekar gott
orð í baráttu fyrir mannréttindum eða
hvort hún verður áfram helst þekkt fyrir
að vera eini ráðherra stjórnarinnar sem
komst á forsíðu Paris-Match sker framtíð-
in úr um.
70 HEIMSMYND