Heimsmynd - 01.10.1987, Síða 75

Heimsmynd - 01.10.1987, Síða 75
EFTIR HOPE MILLINGTON Bréf til vinar KYNNI MÍN AF ÍSLENDIN GUM Drykkfelldir sóðar með veðrið á heilanum Kæri Sal. Þú spurðir mig hver mín fyrstu við- brögð við íslendingum hefðu verið. Það er löng saga að segja frá. Ég hitti fyrst Is- lending fyrir sjö árum og síðan er mikið vatn runnið til sjávar. Ég held að mín fyrstu kynni af íslend- ingum hafi verið í íbúð í New York, sem nokkrir íslenskir námsmenn leigðu. Ibúð- in var í þannig ásigkomulagi að ekkert hý- býlatímarit hefði haft áhuga á að taka þar myndir. íbúðin var vægast sagt mjög sóða- leg. Óhreint leirtau lá í eldhúsvaskinum dögum saman, fletin voru fyrir aftan ís- skápinn, matarleifar á eldhúsborðum og bjórflöskur út um allt. Mér varð smám saman ljóst að íslendingar vfla ekki fyrir sér að smakka vín á hvaða tíma sólar- hrings sem er. Sumir virtust hreinlega nota áfengi til að lifa daginn af. Til að muna nöfn fólks og andlit tengdi ég þau einhverri manngerð eða fyrirbæri sem þau líktust. Þannig gekk einn íslensk- ur náungi alltaf undir heitinu munkurinn hjá mér. Þessi maður lifði á hrísgrjónum. Mér varð aldrei ljóst hvort ástæðan var takmörkuð fjárráð vegna sparnaðar lána- sjóðs eða hvort honum fannst hrísgrjón svona góð. Lánasjóðurinn virtist aðal hausverkur íslensku námsmannanna. Ég skildi aldrei hvernig lánamálum þeirra var háttað eða hver fékk lánað fé frá hverjum. Foreldrar eins námsmannsins sendu iðu- lega peninga að heiman og oft dugði sú summa til að fleyta þremur stúdentum áfram um eitthvert skeið. Þegar ég fór að kynnast Islendingum betur hætti ég að höfða til þeirra sem ljóskunnar sem kann ekki að skammast sín, sakamannsins og varúlfsins svo dæmi séu tekin. Mér fór að skiljast að þetta fólk var óvenju samhent hvort sem var í skólanum eða á öðrum vettvangi. Mér gekk treglega að læra að bera fram íslenskar kveðjur eins og góðan daginn eða að venjast kossaflangsinu sem fylgdi þeim. Sumum íslendingunum fannst ég kaldranaleg og stuttaraleg í kveðjum. Ég hefði átt að segja þeim að í New York á maður á hættu að vera rændur ef maður er of vingjarnlegur. Islendingar eru almennt vel upplýstir og vingjarnlegir nema þegar þeir ræða um vini sína eða ástandið heima í föðurlandinu, þá gætu þeir alveg eins verið á tunglinu. Kannski er þetta svona í öllum samfélögum. Hins vegar skildi ég það eftir að ég var flutt til íslands og þegar ég hitti Islendinga erlendis að þeir eru mjög fljótir að skipta um umræðuefni. Eina mínútuna ræða þeir ástandið á al- þjóðavettvangi og sekúndu síðar hvað Jón Jónsson meini með því að sækjast eftir ráðherrastöðu sem Jónína Jónsdóttir er þegar í. Heimsmyndin verður öll önnur HEIMSMYND 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.