Heimsmynd - 01.10.1987, Side 78

Heimsmynd - 01.10.1987, Side 78
B/1/?A'/Ð lifir því við stöðugan ÓTTA, ÍEINMANA VERÖLD, ÞAR SEM TILFINNINGA TJÁNING OG TENGSLAMYNDUN GAGNVART MÓÐUR OG ÖÐRUM AÐILUM ER ÓGNVEKJANDI. . . að minni eigin sálarkviku og komst næst því að fá næmisskyn í líkamann." Kynferðisafbrot gegn börnum hafa ver- ið mjög í sviðsljósinu jafnt austan hafs sem vestan á síðustu tíu árum. Umræðan komst hins vegar ekki af stað á íslandi að heitið gæti fyrr en á allra síðustu árum. Dómur í máli afbrotamanns sem átti að baki endurtekin kynferðisbrot gegn börn- um kynti undir umræðunni. Svala Thor- lacius, hæstaréttarlögmaður, lét þessi mál til sín taka og vakti krafa hennar um vön- un afbrotamannsins ákafar deilur. í fyrstu var meint linkind yfirvalda í sviðsljósinu. Pegar dómur gekk í málinu birtist viðtal í DV við ónafngreinda konu sem hvatti til stofnunar samtaka áhugafólks til að reyna að stemma stigu við kynferðisofbeldi. Viðmælandi blaðsins, Díana Sigurðar- dóttir, lét hendur standa fram úr ermum og samtökin voru stofnuð skömmu síðar. Mikil þátttaka í stofnun þessara samtaka benti óneitanlega til þess að um verulega vitundarvakningu var að ræða. Viðmæl- endur HEIMSMYNDAR eru á einu máli um að fjölmiðlar einkum DV, sjónvarps- og útvarpsstöðvarnar hafi með áhuga sín- um hreyft við barnaverndarnefndum, lög- reglu og ekki síst almenningi. Hins vegar er deilt um hversu langt umfjöllunin eigi að ganga í einstökum málum. En áður en vikið verður að gagnrýni á fjölmiðla er óhjákvæmilegt að líta á einstök frásagnar- efni þeirra. Skrif um sifjaspell og kynferðisofbeldi eru tiltölulega nýr þáttur í íslenskri fjöl- miðlun. Engu að síður má segja að þessi skrif hafi út af fyrir sig orðið til þess að al- varleg sakamál hafi komið upp á yfirborð- ið. í fyrra var rösklega þrítugur verslunar- maður dæmdur í eitt lengsta gæsluvarð- hald sem um getur vegna gruns um að hann hafi gerst sekur um sifjaspell. Heim- ildir HEIMSMYNDAR telja að ólíklegt sé að það mál hefði verið kært ef fjölmiðl- ar hefðu ekki verið búnir að beina kast- ljósinu að þessum málum. Hér á í hlut þrettán ára gömul stúlka. Faðir hennar er grunaður um að hafa mis- notað hana kynferðislega frá því hún var á unga aldri. Rannsókn málsins leiddi í ljós að faðirinn gerði það ýmist þegar móðirin var ekki heima eða sendi dótturina út í sjoppu og sat svo fyrir henni. Heimildar- menn HEIMSMYNDAR telja að hann hafi haft samfarir við dóttur sína um tveggja ára skeið þegar upp komst um málið. Athyglisvert er að barnið hafði kvartað við ömmu sína um eymsli á milli fótanna. Hún sagði móður barnsins frá þessu en það varð þó ekki til þess að upp um málið kæmist. Stúlkan gerði sér ekki ljóst hversu illa var komið fyrr en hún las skrif í fjölmiðlum um þessi mál. Pá sagði hún vinkonu sinni frá málinu og sú sagði móður sinni. Á þennan hátt varð þetta að kærumáli. Maðurinn var dæmdur í lengsta gæsluvarðhald sem um getur hjá embætti bæjarfógeta Kópavogs og á yfir höfði sér þunga refsingu ef hann verður fundinn sekur. Þáttur fjölmiðla í því að mesta hitamál þessa sumars komst á kærustig er hins vegar ekki eins augljós. Hér er átt við svokallað Svefneyjamál. Par hafa komið fram ásakanir um að hjón hafi misnotað börn kynferðislega. Eiginmaðurinn var hnepptur í gæsluvarðhald um mitt sumar en sleppt lausum er dró að lokum rann- sóknar málsins. Svefneyjamálið komst á kærustig fyrir tilviljun. Ekki verður hjá því komist að minna á hvernig það mál kom upp og hverju kær- endur halda fram enda gefur reynsla mæðranna nokkuð glögga mynd af því sem gerist þegar grunur vaknar um kyn- ferðislega misnotkun. Móðirin sem mest kemur við sögu hafði þekkt grunuðu um margra ára skeið. Dóttir hennar var heimagangur á heimili þeirra. Móðirin sendir dóttur sína, þá sjö ára gamla, til sumardvalar hjá hinum grunuðu á eyju úti fyrir vesturströnd landsins. Móðirin segir að hana hafi alls ekki grunað hversu örlagarík þessi sumar- dvöl ætti eftir að verða en þó hafi hún furðað sig á hversu róleg og grönn stúlkan hafi verið þegar hún kom aftur heim eftir þriggja mánaða dvöl í sumarbúðunum. Petta var sumarið 1985. Tveimur árum síðar kemur fulltrúi barnaverndarnefndar að máli við móður- ina og segir að framköllunarfyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu hafi afhent nefnd- g inni myndir af barninu. Hér var um að S ræða ljósmyndir sem hin grunuðu höfðu x sett í framköllun og voru þess eðlis að 5 rannsóknarlögreglan hafði tekið málið til o rannsóknar. Móðirin segir að í fyrstu hafi o hún ekki trúað orðum fulltrúa barna- E ' 'T * 78 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.