Heimsmynd - 01.10.1987, Page 79
M lestir ímynda sér vafalaust að
kynferðisafbrot gagnvart börnum
hljóti yfirleitt að vera framin þegar
þau eru berskjölduð á víðavangi.
Petta er því miður rangt. Stór hluti
kynferðislegs ofbeldis gagnvart
börnum gerist því miður innan
vébanda heimilisins. Hinn brotlegi
er því miður sjaldnast sóðalegur
úlþuklœddur maður angandi af
víni sem situr fyrir barninu á
víðavangi rneð sælgœti til beitu.
Pví miður vegna þess að ef svo
væri hlyti baráttan gegn þessum
glæpum að vera auðveldari sem og
umömnun barnanna.
Sifjaspell eru verulegur hluti
kynferðisajbrota. Hinn brotlegi er
þái oftast faðir eða stjúpfaðir
barnsins, oftast stúlku, en stundum
er um annan nákominn
aðstandanda að ræða, heimilisvin,
bróður eða stjúpbróður.
A ðalsteinn Sigfússon,
sálfræðingur, lýsir brotamanninum
á eftirfarandi háitt: „Hann er
venjulegur maður, útivinnandi,
jafnt í lágri stöðu sem hárri,
oftlega elskulegur félagi án
nokkurra einkenna er vakið getur
grun um athæji hans gagnvart
börnunum heima fyrir. Margir
þessara manna eiga erfiða æsku að
baki þar sem þeir hafa sjáújir verið
beittir ofbeldi. Svo virðist sem
tilfinningalegur vanþroski,
minnimáttarkennd, lítið áreitisþol,
sköðuð sjálfsmynd, lítið sjálfsötyggi
og yfirborðsleg tengslamyndun sén
einkenni sem algeng eru. Pessir
menn virðast mjög ajneitandi og
bældir og erfitt er að ná til þeirra í
meðferð." (Ur greininni
„Kynferðislegt ojbeldi innan
fjölskyldu.)