Heimsmynd - 01.10.1987, Page 104
TÍSKA
EFTIR HERDlSI ÞORGEIRSDÓTTUR
HÁTÍSKAN í
VETURINN 1987-1988
Agústmánuður er tími hinna
miklu sumarleyfa hjá
Frökkum. Þessar síðustu
vikur sumars er svo að segja
allt lokað sem hægt er að
loka enda nemur tapið í
efnahagslífinu milljörðum franka. Dag-
ana fyrir les grandes vacances eða leyfin
miklu gengur mikið á í Parísarborg.
Þannig þyrptust þúsundir blaðamanna
alls staðar að úr heiminum um mánaða-
mótin júlí/ágúst til að fylgjast með sýning-
um tískuhúsanna á hátísku komandi vetr-
ar 1987-1988. Kvikmyndastjörnur, eigin-
konur stjórnmálamanna og fleiri flykkjast
á þessar sýningar. Forsíður stórblaða gera
sér mat úr því hver tískuhönnuðanna stel-
ur senunni og togstreita þeirra á milli er
túlkuð á alla enda og kanta.
HEIMSMYND á sýningum helstu
tískuhúsanna í borg
hátískunnar. - Litagleði og
stuttur faldur eru helstu
nýjungarnar í ár. Christian
Lacroix er ný stjarna f
tískuheiminum. Klœðnaður
hans minnir á leikbúninga en
virðing fyrir konunni situr í
fyrirrúmi...
Rautt, svart og fjólublátt
eru áberandi lltir í vetrar-
tískunnl. Dragt frá Louis
Féraud.
PARÍS
Sýningar hátískuhúsanna sem eru 24
talsins fara fram á nokkrum dögum. Þeir
ljósmyndarar sem eru svo heppnir að fá
boðskort eiga fullt í fangi með að fylgjast
með öllum þessum sýningum; sumar hefj-
ast á morgnana, aðrar um miðjan dag og
þær síðustu um kvöld. Þegar dimma tekur
halda forkólfar húsanna síðan samkvæmi
fyrir fjölda útvaldra, oft á eigin heimilum.
Að baki þessum hátískusýningum ligg-
ur mikil vinna. í hita og þunga sólríkra
júlídaga er mikill handagangur í öskjunni.
Aðalteiknari eða teiknarar hvers húss
leggja línurnar — rissblöð eru þanin út á
breiðum teikniborðum. Hópur sérfræð-
inga liggur yfir efnum sem velja á í fatnað-
inn. Silki, kasmír, ull, jersey, leður, rús-
skinn eru handfjötluð áður en mynstur
eru útfærð. Og ekki má gleyma bróder-
ingum, pallíettum, líningum, tölum, belt-
um, eyrnalokkum, skóm, hönskum, hött-
um, slæðum og öllum þeim ótal smáatrið-
um sem þarf að huga að. Saumakonur
sitja sveittar við.
Blaðamaður og ljósmyndari
HEIMSMYNDAR fylgd-
ust með síðustu sýningum í
París. Auðvitað er hús Lou-
is Féraud við Faubourg St.
Honorée alltaf örlítið undir
smásjánni hjá íslensku blaði því þar er eini
íslenski hátískuhönnuðurinn, sem við eig-
um. Helga Björnsson hefur starfað sem
aðalteiknari Féraud um árabil. Þannig at-
vikaðist það að við mættum á æfingu hjá
Féraud kvöldið fyrir aðalsýningu ársins.
Það var í stórglæsilegum salarkynnum við
Avenue Gabriel í hjarta Parísar sem sýn-
ingin skyldi fara fram.
104 HEIMRMYND
YANNICK ROMAIN