Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 107

Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 107
Agústa DANlELSDÓTTIR sem Vincent van Gogh gerði ódauðlegan með málverkum sínum. Kjólarnir voru gamaldags úr satínefnum í pastellitum og blúndusjöl borin við. Hárgreiðsla sýning- arstúlknanna var mjög viðamikil. En Lacroix sýndi líka fatnað í takt við tíðar- andann, stutt pils þótt þau væru síðari en hjá flestum öðrum. „Pað er augljóst að maðurinn er ekki hommi, eins og svo margir aðrir karltískuhönnuðir. Hann dá- ir kvenlíkamann og veit hvar mörkin liggja,“ sagði einhver. Lacroix sýndi einnig kjóla með áherslu á mittið og víð pils. Undirpilsin voru sum úr svartri blúndu. Prátt fyrir viða- mikil pils lætur hann kvenleg form njóta sín. Á ýmsan hátt gekk hann fram hjá öllum hefðbundnum reglum hátískunnar, samanber kápu með hala aftan á. Við tweed-jakka notaði hann reipi í stað leðurbelta og horn í hatta í stað fjaðra. Hann vakti einnig athygli fyrir notkun ljósari lita og daufari en aðrir. Þó blandaði hann sterkum litum inn á milli, rauðu, fjólubláu og grænu. Satínslá í lík- ingu við skikkju nautabana í skærbleikum lit með gulu fóðri vakti almenna hrifn- ingu. Þar sem aðrir hönnuðir notuðu stóra hlunkalega skartgripi lét Lacroix sýning- arstúlkur sínar bera gullkrossa á svörtu flauelsbandi eða þunga gyllta, hjartalaga eyrnalokka. „Það er geggjaður undirtónn í þessu öllu,“ sagði amerískur blaðamað- ur. Enn eitt dæmið er minkakápa með hunangslitum ermum úr satíni. Lacroix fékk fólk til að hlæja, sem er ekki algengt á sýningum hátískuhúsanna og það sem meira er um vert, hann gaf ýmsum von um að geta klætt sig án þess að borga hundr- uðir þúsunda fyrir. Eins og ljósmyndari HEIMSMYNDAR komst að orði: „Nú fer ég heim, tek gamla pelsinn hennar ömmu og fóðra hann með gömlu undir- kjólaefni.“ am llir aðilar úr tískuheimmum sem HEIMSMYND ræddi við voru sammála um að .' K Lacroix hefði svo sannar- lega vakið eftirtekt en flest- um fannst að sýningin hefði verið of trúðsleg, of leikhúsleg og fötin meira í líkingu við búninga en stílhreina hátísku. „Hann þarf að vekja athygli á sér með því að ganga fram af fólki,“ sagði Marc Bohan aðalteiknari Diorhússins. Sjálfur lagði Bohan áherslu á stuttar síddir en innan hefðbundinna marka. Með fræg- ari viðskiptavinum hans má telja Karólínu prinsessu af Mónakó og Nancy Reagan forsetafrú Bandaríkjanna. „Ég sé Karó- línu ekki fyrir mér í of stuttu pilsi að klöngrast út úr bíl við opinberar móttök- ur,“ sagði Bohan og kvaðst vilja láta við- skiptavini sína ráða síddinni sjálfa. Annað Margir sögðu sýningu Lacroix fremur minna á leiksýningu en tískusýningu. Hann er augljóslega undir sterkum áhrifum frá heimaslóðum sínum í Arles í Suður-Frakk- landi og notar sjöl óspart. litur. Guli liturinn hefur ekki verið vinsæll lengi en er nú að ryðja sér til rúms. En það eru hvorki síddir né litir sem ráða úrslitum. Til að skapa tísku verður að ná upp ákveðinni stemmningu og það I tókst engum betur í París núna en Christi- an Lacroix. Hann hélt nokkrar sýningar og komust mun færri að en vildu. HEIMS- MYND var í hópi þeirra heppnu og á þeirri sýningu ætlaði allt um koll að keyra vegna hrifningar viðstaddra. Áhorfendur stóðu upp, hrópandi og klappandi, sumir köstuðu meira að segja rósum í átt að svið- inu. Nýr kafli er hafinn í Parísartískunni, gamlir kóngar stíga úr hásætum sínum. „Lacroix lætur gömlu tískukóngana líta út eins og þeir séu með hægðatregðu," sagði John Fairchild ritstjóri bandaríska tímaritsins Women’s Wear Daily og féll fyrir vikið í ónáð hjá Saint Laurent, sem meinaði honum inngöngu á sýningu hjá sér. Burtséð frá því voru flestir sammála um að Lacroix sætti tíðindum vegna þess að hann tæki mið af nýjum markhópi, niun yngri konum en hingað til hefur tíðk- * ast. Það eru aðeins þrír mánuðir síðan Lacroix hóf að starfa sjálfstætt og því er skot hans upp á stjörnuhimininn mun athyglisverðara. Hann var þegar farinn að vekja at- hygli sem aðalhönnuður hjá Jean Patou- tískuhúsinu og gekk undir nafninu l’en- fant terrible en hann er aðeins 36 ára gam- all og því yngsti hátískuhönnuðurinn í París. Auðvitað eru margir hátískuhönnuð- anna grænir af öfund vegna þeirrar um- fjöllunar sem Lacroix hefur fengið og sjálfur segir hann að hann hafi ekki átt allt þetta lof skilið. Áður en sýningin hans hófst gerði hann krossmark. Þegar sýn- ingunni lauk ætlaði lófaklappinu aldrei að linna. Söngkonan Madonna hringdi strax í hann og pantaði nokkra alklæðnaði fyrir næsta söngferðalag sitt. Klæðnaði hans myndu margir líkja fremur við búninga enda er hugur hans augljóslega á heimaslóðum í Suður- Frakklandi en hann er frá Arles, bænum HEIMSMYND 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.