Heimsmynd - 01.10.1987, Síða 115
Frammistaða Arnórs með Anderlecht á
síðasta keppnistímabili vakti slíka athygli
1 að belgíska sjónvarpið gerði um hann sér-
stakan sjónvarpsþátt, sem sýndur var hér
á landi snemma í vor. í þættinum var rak-
inn ferill Arnórs, sýnd mörk sem hann
skoraði og staða hans í belgískum fótbolta
skilgreind. En þrátt fyrir það að Arnór uni
hag sínum hið besta í Belgíu segist hann
samt ekki vera fráhverfur því að færa sig
um set suður á bóginn. Draumalandið er
Ítalía.
Yfir Arnór hefur reyndar rignt tilboð-
um frá stórliðum víðs vegar í Evrópu,
meðal annars frá enska liðinu Ipswich,
þýska f élaginu FC Köln, nokkrum liðum í
Frakklandi og síðast en ekki síst frá
ónefndu stjörnuliði á Ítalíu. Það var ein-
mitt síðasttalda freistingin sem Arnóri féll
þyngst að þurfa að standast. Ástæður þess
að ekki varð af því að sinni að hann slægist
í hóp blóðheitustu knattspyrnumanna í
Evrópu voru margþættar, en líklega fyrst
og fremst þær að „maður er orðinn of
dýr“, eins og hann kemst sjálfur að orði.
Að hálfu AnderlechtJtx Arnór ekki falur
fyrir minna verð en sem svarar 80 milljón-
um íslenskra króna.
Allt um það ber Arnór Guðjohnsen það
ekkert endilega með sér að vera virði jafn-
þyngdar sinnar í gulli. Hann er blátt áfram
og þægilegur í fasi. Framkoman markast
af hóflegu sjálfsöryggi og hann á auðvelt
með að koma fyrir sig orði. Hann virðist
ekki hafa beðið alvarlegt tjón á sálu sinni
þótt hann staldraði næsta stutt við í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti. „Maður
hefur fórnað öllu fyrir fótboltann," segir
hann, „þar með talinni skólagöngu og
i menntun." En ekki svo að skilja að hann
sýti það. „Hjá mér hefur lífið aldrei geng-
ið út á annað en fótbolta. Ég hef engin
önnur áhugamál." Og draumurinn?
„Hann er sá að sonur minn, Eiður Smári,
sem fæddist sama dag og ég kom út til
Belgíu fyrir tíu árum, leiki einhvern tíma
með mér í liði.“
Arnór Guðjohnsen hóf knattspyrnufer-
ilinn í sjötta flokki Völsungs á Húsavík, en
í þeim kaupstað fæddist hann 30. júlí 1961.
Níu ára að aldri fluttist hann með for-
eldrum sínum suður til Reykjavíkur, nán-
ar tiltekið í Neðra-Breiðholt. Drengnum
þótti „ægilegt að þurfa að flytja frá Húsa-
vík“ og lengi vel fór hann norður á sumrin
til að keppa með Völsungum. Eftir
skamma viðdvöl í ÍR, sem honum „leidd-
ist af því að við töpuðum öllum leikjum",
gekk hann til liðs við Víking. Þar átti hann
í raun réttri að vera í þriðja flokki en ekki
leið á löngu uns hann þótti ómissandi í
meistaraflokki. Frægt er mark sem hann
skoraði fyrir Víking í leik gegn Vestmann-
eyingum í íslandsmótinu 1978. Andstæð-
ingarnir töldu að Arnór hefði verið rang-
stæður og markið þar af leiðandi ógilt. En
línuvörðurinn, sem fyrir tilviljun var faðir
l Arnórs, Eiður Guðjohnsen, var á annarri
skoðun og úrskurði hans varð ekki hagg-
að. „Það fór mjög í skapið á Eyjamönnum
að pabbi skyldi ekki dæma rangstöðu"
segir Arnór og glottir „og þeir töluðu um
að hann hefði ekki verið óvilhallur. En ég
veit að ég var ekki rangstæður þótt þetta
væri á mörkunum. Og hvað sem því líður
— við unnum tvö núll. .
Þetta sama sumar, þegar Arnór hafði
aðeins leikið með meistaraflokki Víkings
hálft keppnistímabil, gerðist það eftir leik
gegn Keflvíkingum að framkvæmdastjóri
belgíska liðsins Lokeren kom að máli við
hann og bauð honum út til að kynna sér
aðstæður þar. Á þær leist Arnóri dável.
„Ég sló því til og skrifaði undir samning
við Lokeren nokkrum dögum fyrir
sautján ára afmælið mitt. Það var mikil-
vægt fyrir mig vegna þess að þar með tald-
ist ég vera belgískur leikmaður og þurfti
því ekki að etja kappi við aðra útlenda
leikmenn; en kveðið er á um að þeir megi
aðeins vera þrír í hverju liði.“ Viðskilnað-
urinn við Víking varð ekki allsendis sár-
saukalaus. Forráðamenn félagsins voru
ósáttir við það að helsti leikmaðurinn
hyrfi endurgjaldslaust á braut á miðju
keppnistímabili og af því spunnust deilur
og blaðaskrif. „Þetta var leiðindamál,"
segir Arnór og dæsir. „Auðvitað var
slæmt fyrir þá að missa mig en það voru
engar reglur til um svona lagað þannig að
þeir höfðu ekkert til að byggja kröfur sín-
ar á. Það fauk heilmikið í okkur pabba út
af þessu máli, og ég sagðist aldrei aftur
myndu spila með Víkingum enda ætla ég
að standa við það.“
Arnóri þótti að mörgu leyti ákjósanlegt
að hefja feril sinn sem atvinnumaður er-
lendis með félaginu Lokeren. „Þetta er lít-
ill klúbbur sem hentugt var að nota sem
stökkpall til að komast síðar í topplið"
segir hann. Það tókst að ná því inn í samn-
inginn að ekki mætti selja Arnór fyrir
meira en sautján og hálfa milljón íslenskra
króna. Þetta kostaði mikla baráttu því að
slíkt er venjulega ekki gefið eftir, og þurfti
faðir Arnórs að fá þrjá lögfróða menn í lið
með sér til að knýja fram samþykki for-
ráðamanna Lokeren. „Þetta ákvæði í
samningnum kom sér auðvitað mjög vel
fyrir mig þegar Anderlecht, stórveldið í
belgíska fótboltanum, fékk augastað á
mér og vildi kaupa mig. Annars hefðu
þeir hjá Lokeren getað haldið mér hjá sér
eins lengi og þeim sýndist en ég hefði ekki
haft áhuga á að daga uppi þar. Fyrir þetta
er ég pabba og hinum mönnunum þremur
óendanlega þakklátur."
Reyndar hefur Eiður, faðir Arnórs,
verið syni sínum innan handar á alla lund
síðan hann gerðist atvinnumaður í knatt-
spyrnu. Samningamál við erlend fótbolta-
félög eru flókin og fáir leikmenn eru með
nákvæmlega eins samninga. Það eru líka
umtalsverðar fjárupphæðir í húfi. Undan-
farin tvö til þrjú ár hefur þó Arnór æ meir
farið að sjá um þessi mál sjálfur. „Ég var
náttúrlega mjög ungur þegar ég kom út,“
segir hann. „í ofanálag var ég með konu
og nýfætt barn. Það létti því ekki lítið und-
ir með mér að foreldrar mínir og systur
skyldu dvelja hérna hjá mér fyrsta árið.“
Eiginkona hans heitir Ólöf Einarsdóttir
og er árinu yngri en Arnór. Hún er útlærð
í þeirri fræðigrein sem nefnist almanna-
tengsl og flestir minnast hennar líklega
enn sem sérlega glæsilegs leiðsögumanns
íslensku þátttakendanna í söngvakeppni
sjónvarpsstöðva í Brussel 1987. Eins og er
skylda allra góðra íslendinga eru þau
Arnór sannfærð um að „pólitík í stigagjöf-
inni“ hafi ráðið því að lagið Hœgt og hljótt
varð ekki ofar í keppninni. . .
Þau hjón, Arnór og Ólöf, hafa komið
sér vel fyrir í rúmgóðu húsi í litlum bæ rétt
fyrir utan Brussel. Svefnherbergi eru fjög-
ur og garðurinn í kringum húsið er stór en
það er engin sundlaug. „Þetta er mjög gott
hverfi fyrir strákinn, hann Eið Smára.
Þarna er fullt af krökkum til að leika sér
við og skólinn er nálægt. Flestir liðsmenn í
Anderlecht búa í bæjum eða hverfum fyrir
utan Brussel." Bflakostur er nógur: Arn-
ór ekur Mercedes Benz 190E Brabus en
Ólöf ósköp venjulegum Renault.
Daglegt líf Anrórs Guðjohnsens snýst
allt um fótbolta. Á keppnistímabilinu eru
æfingar tvisvar á dag, tvo tíma í senn.
Vinnudeginum lýkur venjulega um klukk-
an fimm síðdegis. Þá eru menn að jafnaði
of uppgefnir til að geta tekið sér annað
fyrir hendur en hvfla sig fyrir næstu lotu.
Arnór segir að sér sé ekki fyrirskipað að
neyta neins sérstaks fæðis öðru fremur en
þó að sjálfsögðu uppálagt að forðast feit-
meti. „Dagskammturinn er þetta 3000 til
3500 kalóríur."
Fjórum klukkustundum fyrir leiki fara
liðsmenn Anderlecht saman út að borða til
þess að ná upp félagsanda og fyrir mjög
þýðingarmikla leiki er oft dvalið sólar-
hring á hóteli. Að öðru leyti eru liðsmenn
engir sérstakir vinir heldur fer hver sína
leið eftir æfingar. „Samkeppnin er svo
rnikil," segir Arnór, „að það er eins og
menn vilji ekki koma of nálægt hver öðr-
um. Það er meira um það að konur leik-
manna hafi samband sín á milli.“ Þetta er
ekkert undarlegt þegar hafðir eru í huga
þeir peningar sem eru í húfi. Eins og fyrr
segir er Arnór nú metinn á 80 milljónir og
nýlega seldi Anderlecht undrabarnið
Enzo Scifo til Inter Milano fyrir 130 millj-
ónir. Það er því ekki út í hött þegar Arnór
segir að þetta sé ekki lengur fyrst og
fremst fótbolti heldur viðskipti. Og í þeim
leik er enginn annars bróðir.
Hjá Anderlecht hefur Arnór hingað til
leikið hægra megin á miðju, með frjáls-
ræði í sókninni. „Þetta hefði verið kallað
hægri útherji hér áður fyrr,“ segir hann,
„og er mjög skemmtileg staða. En ég veit
ekki hvort ég spila hana áfram í vetur. Það
getur verið að ég færi mig lengra inn á
miðjuna, þar kann ég best við mig og þar
gefast helst tækifæri til að skora mörk.“
Og til þess er leikurinn gerður, ekki
satt?
HEIMSMYND 115