Heimsmynd - 01.10.1987, Page 122

Heimsmynd - 01.10.1987, Page 122
E/saurornithoides hefði fengið tíma til að þróast áfram, segir Carl Sagan, má allt eins telja líklegt að hann hefði getað spyrnt fótum við framsókn spendýranna og sjálfur fœtt af sér tegundir sem þróuðust til vitsmuna. Og þá vœrum við öll saman litlir dínósárusar. lífsmark. Það er meira að segja ekki sann- að ennþá að aðrar stjörnur en sólin okkar hafi yfirleitt reikistjörnur á sporbraut um sig — þótt fáir vísindamenn nenni lengur að bera mikið á móti því. Hverju sætir þessi þögn? Úr því við nýliðarnir erum búnir að senda alls konar gaspur út í geim- inn í hátt í öld, hlytum við þá ekki að hafa numið einhver merki að utan á þessum tuttugu árum og rúmlega það? Þessi þögn hefur raunar orðið til þess að sumir vís- indamenn og spekingar sem ekki efuðust að ráði um tilvist lítilla grænna manna fyr- ir fáum árum eru nú farnir að láta í ljós vafa. Drottinn minn dýri, getur það verið að við séum þá ein eftir allt saman? Eða að við séum að minnsta kosti það dýrleg- asta sem enn hefur sést undir sólunum öll- um, sannkallaðir herrar sköpunarverks- ins? Þetta á allt eftir að koma í ljós. En enn sem fyrr sakar ekki að benda á hversu stutt við erum komin á þróunarbrautinni — jafnvel þó við höfum svo sem ekkert að miða okkur við. Kannski berum við bara ekki kennsl á augljós merki um æðra líf úti í geimnum. Kannski ET og þeir félagar allir hafi fyrir löngu fundið upp miklu full- komnari fjarskiptatæki en við getum enn komist til botns í. Ætli sé líklegt að van- þróaðir eyjaskeggjar sem berja bumbur til að vita hvort þeir séu einir í heiminum átti sig á talstöðvarsendingum í loftinu allt í kringum þá? Sumir, því alltaf er mannfólkið veikt fyrir samsæriskenningum, halda því raun- ar fram að vísindamennirnir sem liggja á hleri við dyr himingeimsins hafi þegar fengið svar; þeir hafi tekið á móti sending- um viti borinna geimbúa og séu farnir að fikra sig áfram með fjarskipti við þá. Þessu sé hins vegar haldið leyndu vegna þess að valdhafar (hvaða valdhafar?) telji mennina ekki reiðubúna fyrir slíka upp- ljóstrun. Það er að sönnu rétt að daginn sem Morgunblaðið slægi geimbúum yfir þvera forsíðuna myndi flest breytast í heimi hér og engin leið að vita hvernig fólk myndi bregðast við. Nærtækasta dæmið snertir trúarbrögð heimsins. Skap- aði guð ekki manninn í sinni mynd? Hvernig á þá að skýra geimverur sem eiga ekkert skylt við mannfólkið og líta út eins og ég veit ekki hvað? Trúarbrögðin, eins og þau þekkjast nú, myndu hugsanlega kollvarpast að miklu leyti, sem og flest þau heimspeki- og þjóðfélagskerfi sem við höfum farið eftir árþúsundum saman. (Það er raunar athyglivert að flestir vís- indaskáldsagnahöfundar, aðrir en hörð- ustu mílíeristarnir legga þó nokkuð þunga áherslu á að skýra þau trúarbrögð sem verða við lýði úti í geimnum í fjarlægri framtíð. Alltaf verðum við að hafa eitt- hvað til að trúa á, svo kirkjufeður þurfa kannski ekki að hafa ýkja miklar áhyggj- ur.) Það má því ljóst vera að ef skilaboð hafa borist utan úr geimnum gæti verið freist- andi fyrir valdhafa að fara varlega í sak- irnar áður en mannkynið verður kynnt fyrir þeim lengra komnu. Á hinn bóginn verður að teljast afskaplega hæpið að þeim tækist til lengdar að halda því leyndu. Þessar kenningar eiga því meira skylt við trúna á hina sínálægu fljúgandi furðuhluti en raunverulegar vangaveltur um líf á öðrum hnöttum. En nú er ekki vonum seinna að reyna að komast að niðurstöðu um það hvort líf sé yfirleitt hugsanlegt úti í geimnum — út frá efnafræðilegum forsendum! Jájá. Kannski einhverjir reki upp stór augu; að svona stór og flókin spurning sé af- greidd jafn stuttaralega. En þetta má nú samt sem áður kallast staðreynd. Úr því líf gat myndast hér á jörðinni er í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að það geti gerst annars staðar. Lífið varð til þegar mólekúl (samsett úr ólíkum atómum) öðluðust eft- ir flókin efnaskipti þann hæfileika að geta fjölgað sér. Efnin sem til þurfti eru öll til í einni eða annarri mynd úti í geimnum, ekki síst í halastjörnum og gríðarmiklum þokuskýjum sem víða ku sveima eins og vofur milli sólkerfa. Margir hafa látið sér detta í hug að líf hafi kviknað á jörðinni eftir árekstur við kolefnaríka halastjörnu eða þá eftir að sólkerfið okkar átti leið um ský af fyrrnefndu tagi. Einstaka menn ímynda sér meira að segja að í skýjum þessum sé vottur af lífi — það er að segja mólekúl sem þegar kunna að fjölga sér. Vera má að það sé full glaðbeitt kenning
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.