Heimsmynd - 01.10.1987, Page 130

Heimsmynd - 01.10.1987, Page 130
sterkrar vanmáttarkenndar yfir að hafa yfirgefið söfnuð móður sinnar án þess að önnur hugsjón kæmi í staðinn. Slíkt tækifæri þóttist hann síðan finna í stjórnmálum. Fyrstu afskipti hans á þeim vettvangi voru í kosningabaráttu John F. Kennedys árið 1960. Hann gleypti allt hrátt sem frá Kennedy kom, gildi hans og viðhorf. „Hann reyndi að líkja eftir Kenn- edy í hreyfingum og málfari, tók meira að segja hjónaband hans sér til fyrirmyndar, ef fyrirmynd skyldi kalla,“ segir Sheehy. Gary Hart fékk vinnu í dómsmálaráðu- neytinu í Washington að loknu námi. Par var hann í tvö ár áður en hann fluttist til Colorado-fylkis þar sem hann hóf lög- mannsstörf. Hann var þá rúmlegur þrítug- ur og tveggja barna faðir. Árið 1970 hellti hann sér út í kosninga- baráttu McGoverns og yfirgaf fjölskyldu sína í þeim tilgangi. Þar kynntist hann Hollywood-stjörnunni Warren Beatty sem varð ný fyrirmynd hans. Samstarfs- kona úr þeirri kosningabaráttu lýsir Hart sem miklum kvennabósa þá. „Hann hélt sig vera Don Juan og dró ungar stúlkur, sem voru að vinna fyrir málstaðinn, á tál- ar. Það var augljóst að hann leit ekki á konur sem mannverur," segir hún. Tímamót urðu í lífi Gary Harts þegar móðir hans lést árið 1972. Faðir hans kvæntist aftur en lést skömmu síðar. Upp frá því sneri Gary Hart aftur til eiginkonu sinnar og barna. Hann hélt þó uppteknum hætti sem kvennabósi og stóð í ótal ástar- samböndum við aðrar konur. Eftir ósigur McGoverns virtist framtíð Gary Hart ekki björt. Það kom því mörg- um á óvart að hann skyldi nokkru síðar ákveða að bjóða sig fram til öldungadeild- ar Bandaríkjaþings og ná kjöri árið 1974. Hin virðulega staða fékk Hart ekki til að breyta um líferni. Hann hélt áfram uppteknum hætti, eyddi fríum sínum með Warren Beatty á vesturströndiniii þar sem þeir voru iðulega í fylgd margra kvenna. Eiginkona hans hafði hætt störfum utan heimilis árið 1964 þegar fyrsta barn þeirra fæddist en þegar þau slitu samvistum árið 1979 fór hún aftur út á vinnumarkaðinn. Þau tóku þó aftur saman þegar Gary Hart lagði út í kosningabaráttu að nýju til að vinna aftur sæti sitt í öldungadeildinni. Ári síðar gekk lögskilnaður þeirra í gegn. Þegar Gary Hart ákvað að gefa kost á sér til forsetaframboðs árið 1984 tóku þau hjónin enn upp þráðinn að nýju. í kosn- ingabaráttunni þótti hins vegar ljóst að hér væri um hagkvæmnisráðstöfun að ræða. „Hann var kuldalegur við hana, gleymdi að kynna hana fyrir fólki og auð- mýkti hana stöðugt," segir Sheehy. Sam- kvæmt öðrum heimildum virðist Lee Hart hins vegar ekki hafa litið á sig sem fórnar- lamb heldur að það væru hennar hags- munir líka að Gary Hart kæmist í Hvíta húsið. Engu að síður hélt hann upptekn- um hætti með framhjáhöldum sínum, jafnvel þegar kosningabaráttan stóð sem hæst árið 1984 og stjarna hans skein skær- ast. Hann tók alls konar áhættur, skildi bíl sinn eftir við dyr ástkvenna og gekk glað- ur út í morgunsárið án tillits til þess hverj- ar afleiðingar það kynni að hafa fyrir póli- tíska framtíð hans. Lee kona hans er sögð hafa varað hann við; „framhjáhöldin verða þér að falli.“ Þegar ævintýri hans með Donnu Rice var á forsíðum flestra blaða Bandaríkjanna síðastliðið vor segja sjónarvottar að hann hafi lítil svipbrigði sýnt. Þegar ljóst var að hann átti engra kosta völ annarra en að draga sig í hlé gerði hann það einnig æs- ingalaust. Ef til vill meðvitaður um það að til hans yrði leitað þegar ævintýrið með Donnu Rice væri gleymt. Svo virðist sem Hart hafi engu að tapa lengur, aðeins flokkur hans, óháð því hvað Hart hyggst fyrir. ÍSLENSKIR KARLMENN framhald afbls. 45 komu, var hann blíður og tillitssamur. Nú orðið lendir allt heimilishaldið og uppeldið á mér. Það er ég sem fer á fætur með börnunum og gef þeim að borða áður en við förum til vinnu. Það lendir einnig á mér að koma við í búð á leiðinni heim og kaupa í matinn, sem og að elda.“ Margar yngri konur segjast þó finna mun á afstöðu eiginmanna sinna og feðra. Ein segir: „Við vinnum bæði úti en höfum komið okkur upp mjög góðri verkaskiptingu á heimilinu og þótt stundum halli á hann í þessu sambandi þá bætir hann það upp annars staðar." Önnur segir: „Ég man eftir því að pabbi gerði aldrei neitt á heimilinu. Hann hellti ekki einu sinni kaffi í bollann sinn sjálfur. Ég efast um að hann hafi vitað hvað var í eldhússkápunum. Við krakkarnir hefðum þess vegna getað verið málverk á veggjum sem hann tók sér tíma til að virða fyrir sér á sunnudögum. Þegar hann varð afi í fyrsta sinn kom annað hljóð í strokkinn. Hann skipti ekki bara um bleyjur á barnabarni sínu heldur heimtaði hann að fá að gera það.“ Það virðist áberandi kynslóðamunur á afstöðu yngri og eldri manna til hjónabands og heimilis. Einar Kárason rithöfundur segir að flestir sínir félagar séu miklir barnakallar og njóti þess að eiga sæg af börnum. Þó er þetta ekki einhlítt því enn heyrast margar konur kvarta undan karlrembu á heimilum sínum. En geta þær þá ekki sjálfum sér um kennt, eins og margir af gagnstæðu kyni benda á? Margir karlmenn virðast fara mun verr út úr hjónaskilnuðum en konur. Ýmsir lýsa því ástandi heldur ömurlega. „Ég var lengi eins og vængbrotinn fugl,“ segir fráskilinn miðaldra maður. Mörg dæmi benda einnig til þess að karlar séu fljótari að fara í nýja sambúð en fráskildar konur, þótt aðrar konur séu ekkert endilega skilnaðarsökin. „Ég get ekki sagt að ég hafi haldið framhjá konunni minni síðustu árin sem við vorum í hjónabandi þótt allt samlíf okkar væri úr sögunni,“ segir miðaldra læknir. „Ég vildi frekar kalla það uppáferðir f fylleríum en framhjáhöld,“ segir hann. Ungur maður í viðskiptalífinu segir: „Auðvitað kemur það fyrir að maður sleppir fram af sér beislinu undir vissum kringumstæðum. En það er ekki skipulagt framhjáhald heldur lætur maður undan freistingum og forðast að verða á vegi viðkomandi konu nokkru sinni aftur. Skipulagt framhjáhald þar sem maður er í tygjum við aðra konu finnst mér út í hött, auk þess sem það er mjög óheiðarlegt." „Ég hef aldrei skilið þetta hjákonuvesen, að hlaupa sveittur til einhverrar kerlingar klukkan fimm til þess eins og koma svo volgur heim til konunnar," segir miðaldra maður. Þekktur maður um fertugt segir: „Auðvitað grobba menn sig og segja framhjáhaldssögur. Ég er sjálfur ekki alsaklaus, hvorki í orði né verki. Hins vegar er ég ofsalega skotinn í konunni minni og er alltaf að gera mér betur grein fyrir því að ég vildi ekki fórna henni fyrir eitthvað stundargaman." Engu að síður virðist eitthvað við framhjáhöld kitla suma karla. Þegar einn þeirra lýsir lífi einhleyps vinar notar hann orðalagið: „Það er víst rosaleg traffík hjá honum,“ og ekki er laust við að öfundartóns gæti í röddinni. Ungur viðskiptafræðingur sem vinnur náið með yfirmanni sínum, sem er orð- lagður kvennabósi þótt kvæntur sé, segir: „Það er hlægilegt að fylgjast með honum þegar kona er annars vegar. Hann horfir á hana með girndaraugum og það á að vera bersýnilegt fyrir henni. Hann verður svo kjánalegur á svipinn, þótt hann sjálfur haldi hið gagnstæða, að ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta.“ Hann lýsir yfirmanni sínum ennfremur: „Hann er hálffimmtugur, myndarlegur og vel stæður. Eftir að hann fór í meðferð segir hann að kynlíf eigi hug sinn allan. Svo virðist einnig vera um félaga hans og það er ekki síður hlægilegt að heyra þá tala saman og segja karlagrobbsögur. Ég verð nú að komast yfir hana þessa. . .“ Þetta er lýsing á hinum svokallaða gráa fiðringi; þegar miðaldra menn •130 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.