Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 134

Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 134
an hægt er að syngja með. Jakob og Val- geir kannast vel við að ekki ríki sami and- inn og forðum daga í menntaskóla. Jakob er hins vegar á því að menn setji sig í sér- stakar Stuðmannastellingar þegar laga- smíðar og hljóðfæraleikur í nafni hljóm- sveitarinnar séu annars vegar. Um and- ann í félagsskapnum segir hann: „Við höfum auðvitað breyst og þroskast og vaxið sundur og saman á þessum langa tíma. Samskiptin á milli einstakra félaga eru mismikil eins og gengur. Hugir okkar hneigjast til ólíkra hluta en það er ekki um ósamkomulag að ræða þótt skoðanaskipti eigi sér stað.“ Valgeir segir samstarfið á vissan hátt átak. „Auðvitað greinir okkur á. Ég neita því ekki að mér finnst oft gott að þurfa ekki að hugsa um málamiðlanir. Vinna í hljómsveit krefst þess í senn að maður sýni sveigjanleika og trúi á sitt framlag. Ég veit að það hefur farið fyrir brjóstið á fé- lögum mínum að ég hef haldið mínu fast fram. Það hefur stundum lent á mér að semja lög þegar á þarf að halda, ekki síst vegna þess að ég get verið snöggur að því. Það er mjög skiljanlegt að sumum finnist leiðinlegt að vera með hendur í skauti þegar aðrir eru að vinna. Þetta reynir á þolrifin í öllum.“ Hætt er við því að næsta Straxplata sem á að koma út fyrir næstu jól á íslandi og í sex öðrum löndum verði unnin af fáskip- uðum Stuðmönnum eða Straxverjum. Búist er við því að Jakob, Valgeir og Ragnhildur beri hitann og þungann af gerð hennar en hinir eigi minni hlut vegna annarra verkefna. Þannig tók Tómas Tómasson lítinn þátt í gerð síðustu Strax- plötu. „Við þurfum að standa við skuldbind- ingar okkar erlendis," segir Valgeir um Straxplötuna og mun ekki af veita því enn er Kínamyndin ekki komin af klippiborð- inu þótt meðgöngutími sé liðinn frá því að sýna átti hana í íslenska sjónvarpinu. Hver næstu skref verða á veggöngu Stuðmanna er ekki alvegljóst. Jakob segir hugsanlegt að þeir noti tækifærið og komi efni á framfæri sem eftir félagana liggur úr upptökum sem þeir hafa unnið hver í sínu lagi. Þarna gæfist færi á að sýna hina hlið- ina á Stuðmönnum. Meðal þessa óútgefna efnis er breiðskífa Þursaflokksins, sem enn er ólokið, lög sem Tómas Tómasson og Ásgeir Jónsson úr Baraflokknum hafa unnið auk efnis frá leyniþjónustu þeirra Jakobs, Ragnhildar og Jóns Kjells. Stuð- menn hafa mörg járn í eldinum sem fyrr og ekki er alveg ljóst hver útkoman verð- ur. Ásgeir Óskarsson hefur samið mikið af lögum og kom fram í Húsafelli syngj- andi og spilandi á gítar. Hann hefur hing- að til ekki talið lög sín við hæfi Stuðmanna en ekki er laust við að Jakob og Valgeir renni hýru auga til þessa Stuðmanns sem hingað til hefur ekki lagt stóran skerf til tónsmíða sveitarinnar. Valgeir vinnur nú að tónlist við söngleik og hefur hug á að leggja land undir fót með kassagítar að vopni einn síns liðs. Stuðmenn eiga stúdíó og nóg er af hugmyndum í sarpi þeirra sem endranær. Þótt ekki væri nema vegna hinnar ósýndu Kínamyndar er ljóst að Stuðmenn, saman eða hver um sig, eiga eftir að kveðja sér hljóðs hérlendis svo um munar. Hins vegar er ólíklegt að heimsfrægð bíði Strax handan hornsins, þótt þeir eigi fyrir höndum hljómleikaferð til Las Vegas í óeiginlegri eða orðsins fyllstu merkingu. Þeir eru komnir langan veg frá sumrinu á Sýrlandi. Sumrinu eftirminnilega nú þeg- ar liðið er á haust. KYNFERÐISAFBROT framhald af bls. 80 ljósi hafi verið beint að þeim. Þá benda forsvarsmenn annarra fjölmiðla á að skrif um mál af þessu tagi hafi orðið til þess að þau hafi verið dregin undan þeirri bann- helgi sem á þeim hvfldi en það sé einmitt frumskilyrði þess að hægt sé að glíma við vandann. Önnur spurning sem vaknar varðandi umfjöllun fjölmiðla um einstök mál er hvort hún hafi áhrif á dómendur. Þórir Oddsson, vararannsóknarlögreglustjóri, hefur til dæmis bent á að þyngsti dómur sem kveðinn hafi verið upp í nauðgunar- máli sé í máli sem fjölmiðlar og almenn- ingur létu sig miklu skipta. Þó telur hann að það nauðgunarmál sé ekki alvarlegra en mörg önnur sem minni athygli hafi hlotið og vægar hafi verið tekið á. Eitt af því sem gerir umræðuna um kyn- ferðisafbrot erfiða er vitaskuld hversu viðkvæm þessi mál eru. Sérfræðingar sem tengjast þessum málaflokki fagna því út af fyrir sig að um þessi mál sé rætt því það auðveldi fórnarlömbunum að koma úr felum, ef svo má segja, og vinna úr hræði- legri reynslu sinni. Eitt atriði má nefna enn varðandi þann vanda sem blaðamönnum er á höndum varðandi skrif um kynferðislegt ofbeldi. Umfjöllun fjölmiðla til dæmis um ásakan- ir á hendur hinum grunuðu í svokölluðu Svefneyjamáli hefur bersýnilega liðið fyr- ir að lögregla og barnaverndarnefndir neita að ræða um málið opinberlega og því borin von að traustra upplýsinga óvil- hallra aðila sé að vænta. Eins og málum er háttað nú í dag gæti þessu tæplega verið öðru vísi varið. Meðferð kærumála þar sem kynferðisafbrot koma við sögu fara fram fyrir luktum dyrum og eru lögregla og barnaverndarnefndir bundnar þagnar- skyldu. Helsti upplýsingabrunnur fjöl- miðla í þessum málum er því málsaðilar sem vitaskuld geta ekki talist óhlutdrægir. Vandi rannsóknarmanna er af svipuð- um toga. í mörgum tilfellum eru börn ein til frásagnar því sjaldnast er um annars konar sannanir að ræða því líkamleg vald- beiting er mun sjaldgæfari en annars kon- ar kynferðisleg áreitni. Af þeim dæmum sem rakin eru af ný- legum ásökunum um kynferðislegt of- beldi sést að börn eru mjög ófús að skýra frá atburðum. Þetta kemur reyndar heim og saman við reynslu sérfræðinga af slík- um voðaverkum. Þar kemur til skömm og í mjög mörgum tilfellum þykir börnunum vænt um hinn brotlega enda oft nákominn þeim á einn eða annan hátt. Yfirheyrslur yfir fórnarlömbunum, börnunum, eru taldar með því erfiðasta sem kemur til kasta lögreglu. „Það er einstaklega erfitt að spyrja börn réttra spurninga, ekki síst eftir að foreldrar hafa gengið á þau“ segir viðmælandi HEIMSMYNDAR sem þekkir vel til starfa rannsóknarlögreglu. Svo mikið þykir liggja við að rétt sé staðið að málum að fulltrúi barnaverndarnefnd- ar er oftast viðstaddur yfirheyrslur. Oft hafa aðferðir sálfræðinga reynst betur en aðferðir lögreglu til að komast að því hvað hafi í rauninni gerst. Enn flækir það málið að upprifjun getur einnig skaðað barnið ef ekki er haldið rétt á málum. Þeir sem fjalla um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum efast margir um að nóg sé að gert af hálfu yfirvalda til að bæta skaða sem þegar er orðinn. Ásdís Rafnar segir í grein í blaði Samtaka gegn kynferðislegu ofbeldi: „Vert er að huga að því hvort hið opinbera eigi ekki að geta boðið eða bent á þjónustu sérfræðinga þegar í upphafi rannsóknar slíkra mála, þannig að barn sem fyrir slfku afbroti verður fái strax þá sálrænu og líkamlegu aðhlynningu sem því getur verið nauðsynleg eftir slíkan at- burð. . .Til að vinna gegn kynferðisaf- brotum gegn börnum verður að leggja ríka áherslu á þá hagsmuni, þau verðmæti sem brotið er á — friðhelgi barnsins, lík- ama þess, sálarheill, tilfinningum, æru og sjálfstæði og þeim trúnaði og trausti sem börnberatilfullorðinna, — foreldrasinna og annarra." Mæður barnanna sem tengjast Svefn- eyjamálinu sögðu við HEIMSMYND að þær stæðu að mörgu leyti ráðþrota frammi fyrir því að þurfa að byggja börnin upp aftur eftir það írafár sem gert hefur verið út af málinu. Ein þeirra fullyrðir að hún hafi fengið þær upplýsingar að hin grun- uðu hefðu játað á þeim forsendum að hún ætti rétt á að vita það til þess að hún gæti snúið sér að því að græða sárin. Þessu hef- ur rannsóknarlögreglan raunar neitað op- inberlega. Móðirin segist ekki skilja þessa afstöðu. „Ætti ég að láta sem ekkert hafi gerst þar til eftir eitt eða tvö ár þegar dóm- ur gengur í málinu?" spyr hún. Mæðurnar segjast hafa fundið átakanlega fyrir því að kerfið geri í rauninni ekki ráð fyrir að 134 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.