Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 135

Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 135
fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis þurfi aðhlynningu. Þær nefna þó vasklega framgöngu einstaka sérfræðinga sem komið hafi nálægt málinu en segja að jafn- vel þeir viðurkenni að þarna sé brotalöm. Ein mæðranna spyr: „Tekst mér að snúa blaðinu við? Það bendir allt til að börnin mín hafi verið leidd inn í kynlífið alltof snemma. Tekst mér að koma þeim út úr því aftur þar til rétti tíminn kemur? Verður reynsla þeirra til að þau geta ekki tekið þátt í kynlífi á eðlilegan hátt?“ Þær segjast gera hvað þær geti til að bæta þann skaða sem þær telja að börnin hafi orðið fyrir. Bækur, blaðaskrif, jafn- vel myndbönd hafa orðið þeim að notum. Og fátt óttast þær meira en the dracula syndrome', það er að segja hætta á að fórn- arlömb verði að ofsækjendum, ef þau geta ekki greitt úr vandamálum sínum. Það sem er ofarlega í huga mæðra barna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi er vitaskuld hvað þær hefðu hugsanlega getað gert til að kenna börnum sínum að verjast. Jórunn Elídóttir, fóstra, ritaði í sumar grein um hvernig hægt sé að reyna að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi með því að vara börn við. En hvað á að segja þeim? Jórunn dregur þau boðorð saman á eftirfarandi hátt: „Mundu að líkami þinn er einstaklega fallegur. Þú átt hann, að- eins þú. Enginn hefur leyfi til að gera neitt við hann sem þér finnst rangt og þú vilt ekki. Mundu að ef einhver kemur við á þann hátt sem þér líkar ekki, þá skaltu strax segja einhverjum fullorðnum sem þú treystir frá því.“ Hún bætir við: „Þessi fáu orð, ásamt því að kenna börnum að virða eigin líkama og segja nei, vilji einhver snerta þau á þann hátt sem þau ekki vilja, er kjarninn í þeirri viðleitni að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum." Hér er í raun um að ræða forvarnarstarf. Jórunn líkir því við baráttuna gegn slysum í umferðinni. Hún telur að á sama hátt og börnum séu kenndar umferðarreglur eigi að kenna þeim reglur mannlegra sam- skipta, til þess að koma í veg fyrir slys. En hvaða þátt geta aðrir en foreldrarnir sjálf- ir átt í þessu forvarnarstarfi? Jórunn bendir á að dagvistarheimili geti átt þátt í því með því að veita starfsfólki innsýn í kynferðislegt ofbeldi og afleiðingar þess. A þann hátt geti það unnið markvisst að forvörnum og auk þess komið auga á fórn- arlömb. Kastljósi hefur ekki einungis verið beint að fórnarlömbum kynferðislegs of- beldis undanfarið heldur einnig að brota- mönnunum sjálfum. Réttarkerfið og dómsyfirvöld hafa ekki síður staðið frammi fyrir erfiðum vandamálum sem tengjast borgaralegum réttindum þeirra sem grunur fellur á. Háværar kröfur fjöl- miðla og almennings um harðar aðgerðir gegn kynferðislegu ofbeldi hafa ekki síst beinst að því að „þessir menn séu teknir úr umferð“ svo notað sé dæmigert orðalag. Þótt flestir íslendingar myndu sjálfsagt samþykkja umhugsunarlaust að menn séu saklausir þar til sekt þeirra sé sönnuð, er greinarhöfundi ekki grunlaust um að mjög reyni á þolfrifin þegar kynferðisaf- brotamenn eiga í hlut. Við lestur blaðagreina ekki síst les- endadálka mætti ætla að krafa um að sá sem sakaður er um kynferðisafbrot sitji í gæsluvarðhaldi allt þar til rannsókn lýkur, eigi mikinn hljómgrunn. Yfirvöld hafa hins vegar oftast veigrað sér við svo harkalegum aðgerðum. Viðmælandi HEIMSMYNDAR sem starfar í dómskerfinu bendir á að rann- sókn mála af þessu tagi sé sérlega flókin og oft tímafrek. Ef þessi háttur væri hafð- ur á gæti svo farið að ákærður maður sæti inni svo mánuðum eða árum skipti, án þess að dómur hafi verið kveðinn upp. Þetta stríðir að sjálfsögðu gegn megin- reglum laga. Segja má að leit sé að þeim málaflokki sem vekur eins margar spurningar um grundvallarreglur þjóðfélagsins og kyn- ferðislegt ofbeldi. Flestir eru á einu máli um að víða sé pottur brotinn og það hjá nánast öllum þeim sem koma við sögu beint og óbeint. Gera verður ráð fyrir að það taki hugsanlega nokkur ár að leiða endanlega rannsókn þeirra mál sem verið hafa í deiglunni undanfarið til lykta. Það er því ljóst að á næstunni verður ekki hægt að meta í smáatriðum vægi þeirrar gagn- rýni á fjölmiðla og opinbera aðila sem sett hefur verið fram. í ljósi lykta Svefneyja- málsins verða áleitnar spurningar vonandi brotnar til mergjar. Sem dæmi má nefna: Hversu langt má umræðan ganga án þess að börnin bíði skaða af? Eiga fjölmiðlar að segja frá gangi einstakra mála? Og ef þeir gera það, hafa þá þeir sem bornir eru sökum rétt á að skýra sína hlið, eins og hinir grunuðu í málinu gerðu? Hafa fjölmiðlar „grafið saklaust fólk“ lifandi eða haldið hlífiskildi yfir kynferðisafbrotamönnum? Hefur „kerfið“ með þögn sinni um gang þessa máls sært foreldra fórnarlamba djúpum sárum? Sumum spurningum verður ef til vill seint eða aldrei svarað. Á hinn bóginn er ljóst að varðandi kynferðisafbrotin sjálf er ekki til setunnar boðið. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis en upplýsing- ar erlendis frá gefa til kynna að hér sé svo algengt þjóðfélagsmein á ferð að furðu vekur að yfirvöld hafi ekki þegar skipu- lagt víðtækar aðgerðir. Ljóst er að sitt sýn- ist hverjum um hitamál undanfarinna vikna og mánaða, en á hinn bóginn ættu allir að geta verið sammála um að ráðast til atlögu gegn voðaverkum af þessu tagi. Þótt leiðir til að koma í veg fyrir kyn- ferðislegt ofbeldi gegn börnum séu eðli málsins samkvæmt vandfundnar, verður tæpast við það unað að ekki sé gripið til aðgerða á meðan grunur leikur á að fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur séu í hópi fórnarlamba. Dallas-stíll framhald af bls. 20 móðurina sem hefur selt mikið af ættar- gripum til að kaupa sér Cartier skartgripi á sama hátt og hún lætur ýmis merk lista- verk fjúka og fyllir veggina af Dallasleg- um portrettum af sjálfri sér. Þá getur Díana ekki sótt mikinn stuðn- ing eða félagsskap til sameiginlegra vina og kunningja þeirra Karls. Flestir eru mun eldri en hún og hún hefur ekki getað rækt- að stóran kunningjahóp á síðari árum. Fergie hefur hins vegar haft nógan tíma til þess og hittir vini sína frá fyrri tíð reglu- lega. Þótt Andrew hafi lítinn áhuga sýnt á að kynnast vinum konu sinnar er hann það mikið að heiman að hún getur óhindr- að hitt þá hvar og hvenær sem hún vill. Þótt Fergie sé aðeins tæpum tveimur ár- um eldri en Díana er hún kona með fortíð í samanburði við mágkonu sína. Díana var saklaus ung fóstra þegar hún gekk í hjónaband en Fergie hafði sex ár fram yfir tvítugt til að vera á ferð og flugi. Hún ferð- aðist um Suður-Ameríku með vinkonu sinni, vann um skeið sem einkaritari í London, þá sem aðstoðarmaður lista- verkasala og hjá leigumiðlun. Hún á að baki þrjú náin ástarsambönd og var um skeið í sambúð með mun eldri manni. Fortíð af þessu tagi hefði aldrei verið liðin hefði hún gifst eldri bróður Andrews. Sjálfur var Andrew orðlagður kvennabósi áður en hann gekk að eiga Fergie og var álitinn svarti sauður fjölskyldunnar, sér- staklega eftir ástarævintýrið með klám- stjörnunni Koo Stark sem drottningin hindraði að yrði langvinnt. Engu að síður hefur Randy Andy eins og hann var títt nefndur löngum verið í uppáhaldi hjá móður sinni. Ef til vill er það hins vegar táknrænt hverjum augum breskur al- menningur lítur krúnuna að Andrew prins hefur aldrei verið mjög vinsæll. Hann hef- ur þótt montinn og sjálfbirgingslegur. Ýmsir félagar hans í sjóhernum segja hann hreinlega fífl. Andrew líkist um margt móðursystur sinni Margréti prins- essu. í áranna rás hefur hún oft með hegð- un sinni hneykslað almenning en þess á milli gripið til þess ráðs að bregða fyrir sig konunglegri framkomu í vörn. Þannig hefur Andrew oft á tíðum leikið á als oddi í fjölmenni, drukkið og djammað en þess á milli beitt fyrir sig stöðu sinni. Eitt sinn þegar hann hitti yfirmann sinn á bar sagði hann: „Komdu sæll, ég er Andrew en þú mátt kalla mig Andy.“ Hinn svaraði: „Þakka þér fyrir. Þú mátt kalla mig sir.“ HEIMSMYND 135
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.