Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 8
Frá ritstjóra
í þessari HEIMSMYND skrifar
Ingólfur Margeirsson, rithöf-
undur og blaðamaður, um
hið skamma og hraða líf Vil-
mundar Gylfasonar. Þann 19.
júni síðastliðinn voru tíu ár
frá því hann lést, aðeins 34
ára.
Á stuttum ferli sínum hafði
Vilmundur mikil áhrif á allan
almenning. Hann opnaði
augu fólks fyrir göllum hins lokaða íslenska samfél-
ags; samtryggingu stjórnmálamanna og embættis-
manna, ægivaldi hagsmunasamtaka atvinnurekenda
og þeirri spillingu sem dafnaði í þessu lokaða sam-
félagi.
Þegar Vilmundur kvaddi sér hljóðs var hér hálf
sovéskt samfélag. Hér var þó ekki einn flokkur við
völd, heldur fjórir. Milli þeirra var hins vegar
fullkomið samkomulag um hvernig þeir skiptu með
sér völdum. Saman höfðu stjórnmálaflokkarnir
óskorað vald yfir öllum bönkum og opinberum
sjóðum. Allar stöðuveitingar í embættismannakerfinu
fóru fram eftir kvótakerfi þeirra. Verka-
lýðshreyfingunni hafði verið skipt upp á milli flokk-
anna. Saman stjórn-
uðu þeir öllum fjöl-
miðlum landsins, ann-
ars vegar í gegnum
flokksblöð og hins
vegar í gegnum ríkis-
fjölmiðla, og höfðu
þar með algert vald
yfir allri opinberri
umræðu í samfélag-
inu.
Eins og í Sovét fól þetta kerfi t sér spillingu og
misrétti. Þeir sem höfðu komið sér vel fyrir í flokk-
unum höfðu jafnframt komið sér vel fyrir í samfélag-
inu. Þeir höfðu greiðan aðgang að niðurgreiddu
lánsfé. Þeir nutu betri þjónustu embættismanna. Og
þeir gátu jafnvel búist við vægari meðferð ákæru- og
dómsvalds. Sá hluti almennings sem stóð utan stjórn-
málaflokkanna gat í sjálfu sér ekki búist við neinu af
bankakerfinu og stjórnsýslunni - nema óeðlilegri
íhlutun og hindrunum.
Vilmundur var ekki sá eini sem gagnrýndi þetta
kerfi á áttunda áratugnum. Það voru fleiri sem settu
spurningamerki við þetta niðurdrepandi kerfi og
stóðu fyrir opinni og gagnrýnni umræðu um íslenskt
stjórnkerfi og augljósa galla þess. Það er hins vegar á
engan hallað þótt sagt sé að Vilmundur hafi verið í
fararbroddi þeirra. Og eftir fráfall sitt hefur Vilmund-
ur orðið táknmynd þessarar gagnrýni.
Þrátt fyrir að margt hafi' breyst síðan Vilmundur
hóf að gagnrýna hið íslenska sovét ber íslenskt sam-
félag enn merki samtryggingar tjórnmálaflokkanna.
Tök þeirra á fjölmiðlum hafa að vísu slaknað, fyrst
og fremst vegna þess að almenningur hafnaði
flokkssneplum þeirra. Flokkarnir halda þó enn
dauðahaldi í völd sín yfir Ríkisútvarpinu og hika
ekki við að nota þau til að koma gæðingum sínum
þar fyrir. Vegna verðtryggingarinnar (sem var eitt af
baráttumálum Vilmundar) er bankakerfið ekki lengur
jafnárangursríkt tæki fyrir flokkanna, enda hafa þeir
ekki lengur aðgang að niðurgreiddu lánsfé. Eftir sem
áður halda flokkarnir fullum völdum í bankakerfinu
og skipa fulltrúa sína í bankaráð og í stöður banka-
stjóra. Vald stjórnmálaflokkanna yfir opinberum
sjóðum er sem fyrr algjört og þeir eru miskunnar-
laust notaðir í þágu þeirra. Svona má lengi telja. Þótt
flokkarnir hafi eilítið slakað á klónni er hið íslenska
sovét í eðli sínu hið sama og þegar Vilmundur hóf
að gagnrýna það.
Það er til nærtækt dæmi sem sannar það. Gamli
flokkurinn hans Vilmundar, Alþýðuflokkurinn, þurfti
að leysa innanbúðarvandamál sín um daginn. Það
var gert með því að gera einn þingmann flokksins
að forstjóra Tryggingastofnunar, annan að sendiherra
í Osló og þann þriðja að bankastjóra Seðlabankans.
Á einum degi ráðstafaði Jón Baldvin Hannibalsson.
formaður Alþýðuflokksins, þremur mikilvægum em-
bættum til þess eins að lægja öldurnar og tryggja sig
í sessi innan flokksins. Jón Baldvin telur heimilsfrið-
inn í Alþýðuflokknum, sem samanstendur af fáein-
um tugum virkra flokksmanna, auðsjáanlega mikil-
vægari en að í þessi þrjú embætti veljist menn sem
sannanlega valda þeim og menn sem tekið verður
mark á.
Það var vissulega sorglegt að fylgjast með því
hvernig þessi ákvörðun Jóns var kynnt í fjölmiðlum.
Yfir fyrstu fréttunum
hékk einhver aðdáun
á pólitískum refshætti
Jóns. Þær snerust um
það hvort heilbrigðis-
ráðuneytið væri nógu
stór biti til að þagga
niður í Guðmundi
Árna eða hver yrðu
viðbrögð þeirra fáu
Alþýðuflokksmanna
sem ekki uppskáru neitt úr þessum hrossakaupum.
Þrátt fyrir áhrif Vilmundar Gylfasonar á skilning
almennings á íslensku samfélagi eimir enn af göml-
um hugsunarhætti. Ekki aðeins meðal þeirra sem
hafa hag af því að viðhalda völdum stjórnmálaflokka
og hagsmunasamtaka, heldur líka meðal þeirra sem
eiga að flytja almenningi fréttir af ákvörðunum og
verkum þessara aðila.
Sjálfsagt má ýmislegt finna að blaðamennsku Vil-
mundar. En enn í dag geta frétta- og blaðamenn lært
af henni að horfa ætíð á störf valdamanna utan frá.
Þeir eiga að flytja fréttir af áhrifum þeirra á almenn-
ing, en ekki meta þau út frá gildum valdamannanna
sjálfra.
Vilmundur Gylfason hafði ekki mikil áhrif sem
þingmaður eða ráðherra. Eftir hann liggja ekki mörg
lög og það er ekki hægt að benda á einhverjar fram-
kvæmdir og eigna honum. Hann hafði fyrst og
fremst áhrif á skilning almennings á samfélaginu. Ef
Vilmundur var siðbótarmaður, þá náði sú siðbót ekki
inn í raðir stjórnmálaflokkanna. Það kemur því ekki
á óvart þótt formaður Alþýðuflokksins ráðstafi opin-
berum embættum eins og eign sinni. Það er hins
vegar sárt að þeir sem stýra opinberri umræðu séu
þess ekki lengur umkomnir að veita stjórnmála-
mönnunum aðhald. Án þess er ekki mikil von til að
losna við hið hálf sovéska kerfi.
Þess vegna söknum við Vilmundar.
Gunnar Smári Egilsson
Hvers vegna
við söknum
Vilmundar
Stofnandi og útgefandi:
Herdís Þorgeirsdóttir
Ritstjóri:
Gunnar Smári Egilsson
Útlitshdnnuflur:
Kristján E. Karlsson
Ljósmyndari:
Bonni
Myndskreytingar:
Steingrímur Eyfjörfl,
Kristján E. Karlsson
Höfundar efnis í þessu hefti:
Bonni, Egill Helgason, Guðjón
Friðriksson, Guðmundur Andri
Thorsson, Ingálfur Margeirsson, Jón
Kaldal, Jána Fanney Fridriksdóttir,
Mörður Árnason, Sigurjón Magnús
Egilsson og Þára Kristín
Ásgeirsdóttir
Prófarkalestur:
Egill Helgason
Förðun:
Laufey Birkisdóttir, Guerlain
Hár:
Jónas hjá Jóa 81 félögum.
Tímaritið HEIMSMYND er gefið út af
Ófeigi hf
Stjórnarformaður:
Kristinn Björnsson
Útgáfusstjórn:
Herdís Þorgeirsdóttir, Kristinn
Björnsson, Pétur Björnsson
og Sigurður Gísli Pálmason
Framkvæmdastjóri:
Guðrún Erla Gunnarsdóttir
Auglýsingastjóri:
Guðrún Björg Ketilsdóttir
Fílmuvinnsla, prentun og bókband:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dreifing:
Ævar Guðmundsson.
Verð eintaks í lausasölu er 550
krónur. Áskrifendur fá 30 prósenta
afslátt. Óheimilt er að afrita eða
fjölfalda efni tímaritsins án skriflegs
leyfis ritstjóra. HEIMSMYND er aðili
að upplagseftirliti Verslunarráðs
Islands eitt íslenskra tímarita.
Samkvæmt upplýsingum
Verslunarráðs er HEIMSMYND mest
selda tímarit íslands.
Skrifstofur HEIMSMYNDAR eru að
Aðalstræti 4,101 Reykjavík
Sími: 62 20 20
Auglýsingasími: 62 20 21 og 62 20
05. Dreifingarsími: 985-2 33 34
Sími Ijósmyndara: 2 38 01
8
H E
I M S M Y N D
J Ú L í