Heimsmynd - 01.07.1993, Qupperneq 21
vegar hafa eiginleg markmið í hinni
skipulegu hreyfingu öreiganna verið
opinberlega óskilgreind síðan þessi áform
um valdatöku voru lögð á hilluna.
Hvað gerist í hreyfingu sem eitt sinn
boðaði kúgun ragnarök og hafði ekkert að
missa nema hlekkina? Á sjötta áratugnum
og þeim sjöunda svaraði hin formlega ís-
lenska verkalýðshreyfing þessari spurningu
verklega í tveimur lotum. Alþýðusambandið
hafði verið guðfaðir vinstristjórnarinnnar
1956, og fengið höfuðflokka sina tvo til að
taka þar saman höndurn i ágætu samræmi
við þáverandi hugmyndir um tengsl flokka
og faghreyfingar. Haustið 1958 gekk
Hermann Jónasson, forsætisráðherra vinstri-
stjórnarinnar, inn á Alþýðusambandsþing
og bað um stuðning við efnahagsráðstafanir
til að halda landinu á floti og stjórninni á
lífi. Hann fékk nei. Verkalýðshreyfingin var
ekki reiðubúin til neinna fórna til að tryggja
„sína“ flokka í stjórnarráðinu. í kjarasamn-
ingum tæpum áratug síðar, í júní 1964,
gekk verkalýðshreyfingin hins vegar til
samninga við viðreisnarstjóm sem naut afar
takmarkaðs stuðnings innan hreyfingarinn-
ar. I almennum kjarasamningum skuldbatt
stjórnin sig ýmis konar félagslegra aðgerða,
og á móti lofaði verkalýðshreyfingin í raun
til að hætta beinum afskiptum á vettvangi
flokkastjórnmála.
Lykilmenn í þessari þróun voru verka-
lýðsforingjarnir og alþingismennirnir Hanni-
bal Valdimarsson og Eðvarð Sigurðsson. sinn
úr hvorum höfuðstraumi hreyfingarinnar.
Út um byggðirnar byltingin fossar
Sýnilegasta minnismerki þessara við-
burða og afleiðinga þeirra í þjóðarsögunni
er Breiðholtið í Reykjavík. Bygging þess var
ákveðin í kjarasamningum og var gríðarlegt
framfaraskef í húsnæðismálum á höfuð-
borgarsvæðinu. Það kom
líka miklu fjöri í bygginga-
bransann. Með því tók
verkalýðshreyfingin á tákn-
rænan hátt við sjálfseignar-
stefnu hægriafla í húsnæðis-
málurn. En ríkisvaldið (og
Sjálfstæðisflokkurinn) gekkst
inn á verulega opinbera að-
stoð til að fjármagna þessa
sjálfseignarstefnu með verð-
bólgulánum á niðurgreidd-
um vöxtum. Og það voru
slegin lán fyrir þessu úti í
löndum. Og þau þarf víst að
borga aftur...
Þá tæpu þrjá áratugi sem
síðan eru liðnir hefur Verkó
haldið sig á þessari braut,
og þó aldrei frekar en á tólf
ára valdatíma Ásmundar
Stefánssonar í forystu ASÍ.
Samningaviðræður um kaup
og kjör fara ekki lengur
Magnús L. Sveinsson, formað-
ur Verslunarmannafélags
Reykjavíkur. íslenskar aðstæð-
ur hafa leitt til þess að kristi-
legir sósíaldemókratar úr
Sjálfstæðisflokknum hafa
haft sterk ítök í hinni faglegu
samfylkingu öreiganna.
fram rnilli kaupenda
vinnuafls og seljenda
þess, heldur er karp-
ið orðið þríeitt. Á
sama tíma hafa orðið
verulegar breytingar
á afstöðu hvers til
annars í þessum
stöðuga kjaraballett,
sem á tæknimáli
mundi sennilega
heita pas de trois.
Ríkið var í upphafi i
hlutverki sáttasemjar-
ans í deilu hinna hat-
römmu andstæðinga.
Því líbrettói er löngu
búið að henda, og
nú er ríkið í stöðugri
vörn gagnvart Tveim-
ur vinum sem hóta
að fara báðir í frí ef
ekki er látið eftir
þeim það sem þeir
hafa ákveðið.
Vegna þessarar
þróunar hafa ýmsir
gagnrýnendur verka-
lýðshreyfingarinnar
gefið samráði og
samstarfi ASÍ og VSÍ
nafnið kjaramála-
ráðuneytið - sameig-
inlega myndi hinir
frægu „aðilar vinnu-
markaðarins" eins
konar ríki í ríkinu:
valdastofnun um
kjaramál og alrnenn
þjóðmál sem enginn
man eftir að hafa
kosið sér og hvergi
er getið um í stjórnarskránni.
Kannski má orða það þannig
að hér hafi handhafar auð-
magnsins - sem heldur ekki
hafa verið kosnir - rýmt til í
brúnni fyrir forystumönnum
verkalýðshreyfingarinnar.
Miðstöðvar þessa kerfis eru á
skrifstofum heildarsamtakanna,
en þau treysta tengslin ekki
síst innan hverrar greinar í
gegnum yfirráð sín yfir skyldu-
bundnum lífeyri landsmanna.
Að auki kemur ótölulegur grúi
opinberra og óopinberra
nefnda og ráða.
Stundum er urn þetta
þríveldi notað hugtak frá
tímum Mússolinis á Ítalíu og
kallað korpóratismi. Það er
ekki sögulega hárrétt, því að
þar voru atvinnurekendur og
verkamenn í sörnu samtökum
innan hverrar starfsgreinar, -
Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins, og Magnús
Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambandsins. Ýmsir
gagnrýnendur verkalýðshreyfingarinnar hafa gefið samráði og
samstarfi ASÍ og VSÍ nafnið kjaramálaráðuneytið - sameiginlega
myndi hinir frægu „aðilar vinnumarkaðarins" eins konar ríki í ríkinu.
og ríkisvald fasista átti alltaf síðasta orðið.
En á annan hátt hafa þessar hugmyndir II
Duce gengið í endurnýjun lifdaga á íslandi
og annar staðar í norðanverðri Evrópu á
síðustu áratugum.
Æskunnar hetjur við hrynjandi söngva
hugdjarfar ganga í feðranna spor
Innan ASÍ er þokkaleg sátt um þetta
ráðuneytishlutverk. Það hefur fært foringj-
um hreyfingarinnar veruleg völd í afdrifa-
miklum málum, og það hefur líka bætt al-
menn samskipti við atvinnurekendur. ASÍ
og VSÍ er mikilvægt að ná sem sterkastri
sameiginlegri stöðu kjaramálaráðuneytisins
gagnvart þriðju aðilum, fyrst og fremst ríkis-
valdinu, en einnig til dæmis bankakerfinu,
að ógleymdum kjarahópum utan samstarfs-
ins. Til að styrkja þá stöðu er reynt að forð-
ast vandræði milli aðilanna eins og verða
má, og miðstjórnarvald leitast á báðum
stöðum við að hefta ásteyting og draga úr
óánægju, oft með prýðilegum árangri. Hin
sjálfsagða daglega hagsmunagæsla fyrir