Heimsmynd - 01.07.1993, Side 22
launafólk og fyrirtæki
gengur einfaldlega betur
með sátt og samlyndi að
vegarnesti. Þessi elskuleg-
heit leiða hins vegar sjald-
an til róttækra breytinga á
skilyrðum umbjóðendanna.
Hitt verður „aðilanum“
ASÍ sífellt erfiðara, að stilla
saman strengi á hverjum
tíma og sú samstilling
hefur undanfarið reynt
verulega á þanþol samtak-
anna. Þrátt fyrir stöðugar
þjóðarsáttartilraunir síðasta
áratuginn hefur ekki þveg-
ist af hinn svarti blettur lág-
taxtanna. Þetta hefur skap-
að stöðuga spennu í lág-
launafélögunum, til dæmis
með iðnverkamönnum og í
verkakvennafélögunum.
Láglaunamál og opinberar
jöfnunaraðgerðir hafa hins
vegar ekki verið neitt sérstakt áhugamál
iðnaðarmanna sem eru mun spenntari fyrir
framtíðarþróun uppmælingarinnar, og
hingað til hafa ófaglærðir verkamenn litið
frekar til aukavinnunnar og bónuskerfanna
en stöðu launataxtans. Hér skiptir líka
miklu að landsbyggðarmenn hafa fyrst og
fremst hugsað í vinnudögum en síður um
verðlag atvinnunnar. Án þess að draga úr
mikilvægi ýmis konar félagsmálapakka á
vegum verkalýðshreyfingarinnar má segja
að í raun hafi ýmsir ráðandi hópar innan
ASÍ talið hagsmuni sína liggja fremur í
miklum framkvæmdum og sem mestum
sjávarafla en taxtahækkunum, breytingum
á skattakerfi eða félagsaðstoð. Þetta birtist
einkar skýrt í síðustu samningum þar sem
óttinn við atvinnuleysið þrýsti ASf til
samninga um framkvæmdir framkvæmd-
anna vegna og sett var inn ákvæðið fræga
um að skerða ekki þorskkvótann. Rétt áður
en Hafró birti nýjustu tillögur.
Ragna Bergmann, fyrrverandi varaforseti Alþýðusambandsins, Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna-
sambandsins, og Orn Friðriksson, fyrrverandi varaforseti Alþýðusambandsins. Persónur skipta alltaf mestu máli.
Fyrir verkalýðshreyfinguna skipta þeir hæfileikar miklu að vera klókur samningamaður, fylginn
sér í daglegu hagsmunastreði og lipur við hagtölur. Það er kjararáðuneytishelmingurinn.
En án kirkjuhöfðingjanna er verkalýðshreyfingin bara skrifstofa.
launafólks í samningaviðræðunum. Forystu-
menn opinberra starfsmanna líta svo á að
Benedikt hafi brugðist þeim á örlagastundu
þegar þau settu á fullt og stefndu á verkfall.
Síðan sagði ASÍ bara bless við Ögmund og
Svanhildi, og hafa þar með ýfst upp sárin
frá verkfallinu 1984 þegar
opinberir starfsmenn töldu ASÍ
hafa brugðist sér á versta tíma.
Hinn þátturinn varðar svo
misjafna hagsmuni. ASI skeytti
litlu um launataxta, skattamál
og félagsaðgerðir og lagði
megináhersluna á að treysta
atvinnu með opinberu frum-
kvæði. Þar með var ráðist á
ríkissjóð og gefið grænt ljós á
niðurskurð í ríkisstofnunum.
ASI semur þannig um meiri
vinnu fyrir sig á kostnað
vinnunnar hjá BSRB. í kjara-
málaráðuneytinu eru sumir
jafnari en aðrir.
Það var svo enn salt í sárin
þegar um daginn var fyrir
tilviljun sett á flot gömul hug-
mynd um að BSRB yrði sam-
einað ASÍ, og eins og við
manninn mælt: Fulltrúar opin-
berra starfsmanna afneituðu
stóra bróður með heitingum
og formælingum.
Þitt er valdið verkamaður,
vinna þín skóp heimsins auð
Yfir vötnunum svífur tómarúmið eitt
saman eftir kjarasamninga þríveldanna í
vor. Þótt fáir geri við það athugasemdir hef-
ur enginn sérstaka trú á því sem þar gerð-
ist. Verðlækkunum í kjölfar samninganna er
tekið með semingi og vantrú. Svipaða sögu
er að segja um viðbrögð almennings við at-
Ögmundur Jónasson,
formaður Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja.
Alþýðusambandið hefur
samið um meiri vinnu fyrir
sig á kostnað vinnunnar hjá
opinberum starfsmönnum. í
kjaramálaráðuneytinu
eru sumir jafnari en aðrir.
vinnuaðgerðum tregrar ríkisstjórnar. Síðast
en ekki síst virðist það enn ólíklegra nú en
fyrir samninga að langþráð vaxtalækkun
verði að veruleika.
Tiltrú samtakanna minnkar óhjákvæmi-
lega í samfélaginu við samninga af þessu
tagi. Þetta er áfall fyrir Al-
þýðusambandið, ekki síst
vegna þess að um hríð leit út
fyrir að traust i þess garð
hefði aukist eftir að verka-
lýðsforingi í gömlum og góð-
um stíl tók við af tæknimann-
inum sem áður sat á kon-
tórnum á Grensásveginum.
Margir vonuðust til að undir
forustu Benedikts Davíðsson-
ar mundi ASI og verkalýðs-
hreyfingin stoppa ríkisstjórn-
ina af í efnahagsmálum og
velferðarmálum eins og áður
hefur gerst. Það varð ekki,
og með samningunum tapaði
Benedikt þeim óvænta
beggja skauta byr sem hann
hafði í upphafi valdatíma
síns, og ekki víst hann gefist
nokkurn tíma aftur.
Ætli það hafi ekki verið
helsti akkillesarhæll Bene-
dikts að hann gleymdi sér í
kjaramálaráðuneytinu meðan almenningur í
gjánni ætlaðist til að verkalýðshreyfingin
brygði sér í betri fötin stn, nefnilega hemp-
una og kragann. Talaði einsog kirkja.
Kirkjan - það er nefnilega ýmislegt líkt
með nútímaaðstæðum verkalýðshreyfingar-
innar og stöðu kirkjunnar í samfélagi mið-
alda. Báðar stofnanirnar urðu til í hvassri
baráttu með nýtt sæluríki að markmiði.
Ýmislegt hugmyndagóss er þeim sameigin-
legt, enda skapaðist (Framhald á bls. 94)
Láttu gjalla um landsbyggð alla
lýðsins sterka sigurhróp
Einu sinni var Bandalag starfsmanna ríkis
og bæja einskonar forréttindahópur vellaun-
aðra og æviráðinna sem ASI-félagar viður-
kenndu ekki sem verkalýð, hvað þá hluta
af hreyfingunni. Nú eru félagar BSR og B
margir með svipaða stöðu og lághópar ASI.
En vantraustið og tortryggnin milli Sam-
bands og Bandalags hefur ekki breyst.
Tveir mikilvægir viðhaldsþættir þeirrar
tortryggni komu einmitt í ljós í síðustu
samningum. ASI hefur tekið að sér hlutverk
launamannsins í þríleiknum, og vill engan
með sér við borðið. Ögmundur Jónasson
hafði bundið vonir við að nýr formaður
breytti vinnubrögðum Alþýðusambandsins í
þessu efni, og á tímabili virtist Benedikt
Davíðsson líta á sig sem forystumann alls
22
HEIMSMYND
J Ú L í