Heimsmynd - 01.07.1993, Side 28

Heimsmynd - 01.07.1993, Side 28
„Það er allt annað kaliber á íslenskri danstónlist í dag en var í gangi fyrir ári síðan, það hefur orðið rosalega mikil framför. Mikið af íslensku tónlistinni er orðið að minnsta kosti sambæri- legt við það besta úti í heimi. Strákana hérna á íslandi vantar einna helst aðgang að fullkomnari stúdíóum og græjum, þeir eru að leika sér heima með lítil tæki og mér finnst ótrúlegt hvað kemur út úr því." Sá sem hef- ur orðið er Kiddi kanína, eigandi hljómplötuversl- unarinnar Hljóma- lindar, helsta söluaðila óháðrar tónlistar á íslandi í dag. Strákarnir sem hann talar um eru Þórhallur, Grétar, Maggi, Agnar, Leon, Benni og Himmi sem eru allir plötusnúðar og búa til eigin danstónlist. Fyrir 12 til 13 árum var danstón listin uppi á yfir- borðinu en rokkið, þá í pönkbúningi, neðan- jarðar. Núna hefur þetta snúist við. Það er í dans- tónlistinni sem gerjunin á sér stað og framsæknir hlutir eru danstónlist í eldhúsinu heima... að gerast meðan rokkið höktir í stað. Einu sinni voru flestir bílskúrar bæjarins fullir af krökkum með gítara, bassa og trommur en í dag eru krakkarnir með tölvur, samplera og hljómborð. „Það er danssprenging í uppsiglingu," segir Kiddi og hljómar eins og hann viti hvað hann er að tala um. En danstónlist þarf ekki að vera það sama og danstónlist. „Það sem er spilað í útvarp- inu og kallað danstónlist er útþynnt drasl og allt öðruvísi en okkar tónlist," segir Þórhallur. „Þetta er bara tónlist sem er verksmiðjuframleidd fyrir útvarp og fólk sem veit ekki hvað almennileg danstón- list er," bætir Leon við. Til aðgreiningar frá útvarpspoppinu má kalla alvöru danstónlistina sveim sem er samheiti yfir mörg afbrigði innan tónlistarstefnunnar. Sjálfir tóku strákarnir, sem mynda nokkrar hljómsveitir, sig saman og gáfu út á eigin kostnað tólf tommu vynil- plötu undir merkinu: IOU. Meirihlutinn af upplaginu fór til London og þessa dagana er platan að gera góða hluti úti í hinum stóra heimi, sein- ast þegar fréttist var hún 28 HEIMSMYIMD J Ú L í

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.