Heimsmynd - 01.07.1993, Side 30

Heimsmynd - 01.07.1993, Side 30
Þýska ríkisstj órnin hefur sent frá sér tilskipun um að flytja alla sígauna sem komið höfðu til landsins frá Rúmeníu til baka. Slíkir þjóðflutingar eru einsdæmi síðan á tímum Þriðja ríksins en síður en svo einsdæmi í langri sögu ofsókna á hendur sígaunum. Þorleifur Friðriksson rifjar hér upp kynni sín af sígaunum og rekur blóði *■ drifna sögu þessarar þjóðar. nr ekkert Það lát á ofsóknum gegn að var gráan og kaldan febrúar- morgun árið 1979 að við komum til Szczein (Stettin) í Póllandi, fjögur ung- menni i leit að veröld sem var. Undir brú við járnbrautarstöðina stóð lítill hópur kvenna kringum snarkandi bál og virtust kátar. Er við nálguðumst sigaunum þustu tvær þeirra á móti okkur og buðust til að skyggnast inn í óræða framtíð — sem við afþökkuðum. Við vorum þreytt og syfjuð eftir næturvolk á ferju yflr Eystrasalt og það eina sem við þráðum var svefnstaður, sæmilegt hótel einhvers staðar ekki alltof fjarri. Eftir skamma stund fundum við það sem við leituðum að og sofnuðum í mjúkum rúmum. Um miðjan dag vökn- uðum við og hófum að skipuleggja ævintýrið handan járntjalds. Pólska hvítvínið varð æ betra því meira sem seytlaði í annan fótinn og áður en varði hafði það hriflð okkur inn í litríka ver- öld vímunnar. Skömmu síðar, þegar við komum út af hótelinu á leið á veitingastað, þar sem við hugðumst kæta bragðlaukana með þjóðleg- um krásum, biðu spákonurnar fyrir utan og tóku okkur fagnandi. Einhver þeirra hlýtur að hafa fylgt okkur eftir. Nú biðu þær okk- ar af þolinmæði veiðimannsins. Ársæll bróðir minn kom fyrstur og áður en hann náði að átta sig höfðu þær slegið um hann hring og létu við hann blíðlega. Ingveldur brá við skjótt og þreif hann út úr hópnum áður en blíðuhót kvennanna báru árangur. Ég kom næstur og þótti gestrisni þessara framandi kvenna notarleg. Þær hvísluðu dónalegum orðum í eyru mín og fóm um mig höndum mjúklega. Elskan mín hugðist fara að dæmi svilkonu sinnar og draga mig úr fansi þessara vinalegu kvenna, en þær settu snarlega krók á móti bragði. Er hún ætlaði að brjóta sér leið að mér snem tvær sér að henni og struku andlit hennar og hár og töluðu til hennar á framandi tungu. Þarna stóð ég með hvítvínstár í annari tánni 5 iðandi kös kvenna sem ég þóttist viss um að væm sígaunar og naut þessarar skyndi- legu og óverðskulduðu kvenhylli. Eftir skamma stund rifjaði ég upp kafla um þetta litríka fömfólk sem ég haföi lesið í mann- fræðiriti. Þar var fullyrt að sígaunakonur seldu afarsjaldan blíðu sína. í sama kafla var hins vegar fullyrt að sígaunar litu á þjófnað sem atvinnu og skilgreindu hana sem list þegar best tækist til. Það kölluðu þeir að fremja „hokkano baro“. Þessar hugsanir og upprifjanir úr bókum runnu í gegn á örskotsstund og urðu til þess að ég færði hönd að frakkavasanum þar sem veskið átti að vera. Hann var tóm- ur. Mér var litið upp eftir götunni og sá hvar ein úr hópnum stikaði greitt. Þá skildi ég að blíðuhótin voru ekki gestrisni og gæl- urnar ekki annað en leið að veskinu mínu. Eg tók á sprett eftir konunni, en hún hvarf fyrir hornið og inn um port. Síðan hef ég ekkert til veskis míns spurt, en held enn í vonina um að fá það í pósti einhvern dag- inn. Fyrstu viðbrögð mín voru lík viðbrögð- um margra sem uppgötva of seint að þeir voru hafðir að fíflum. Blankur glópur í framandi landi með sært stolt horfir ekki í eigin barm, heldur annarra. Þegar frá leið varð þó þessi listilegi þjófnaður mér áleitin ögrun um að kynnast sígaunum betur, en úr öruggri fjarlægð. Eg sankaði að mér bókum um sígauna og hlóð um mig rammgirt vígi þar sem ég dvaldi löngum stundum. Dag einn kom vinur minn Sabri Macaoglu að mér og spurði hvað ég væri að lesa svo merkilegt. Þegar hann heyrði svar mitt horfði hann á mig sínum stóru sakleysislegu barnsaugum sem í senn lýstu af vorkunnsemi og yfirlæti og sagði að ég gæti aldrei kynnst fólki með því að lesa bækur og allra síst sígaunum. „Þú verður að tala við það og lesa í augu þess. Langar þig í alvöru til að kynnast þessu fólki?“ spurði hann og leyndi ekki skilningsleysi sínu. Þess ber að geta (og skýrir ef til vill viðhorf vinar míns) að hann 30 HEIMSMYND J Ú L j

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.